Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 54
Þetta er klárlega upprisa ljóshærðra kvenna í Kópavogi. Sjónvarpskonan Þóra Arn- órsdóttir er sigurvegari í spurningakeppni Fréttatímans 2010 til 2011. Þóra, sem er aðstoðarritstjóri Kastljóss, bar sigurorð af Katrínu Júlíus- dóttur iðnaðarráðherra í úrslit- um, 12–11, eftir hörkuspenn- andi tvöfaldan bráðabana. Á leið sinni í úrslitin lagði Þóra fréttamanninn Andra Ólafs- son, Hönnu Eiríksdóttur, verkefnastýru UN Women, Ei- rík Jónsson, sem viðurkenndi svindl á bloggi sínu, hönnuðinn Halldór Högurð og sagnfræð- inginn Sigurlaug Ingólfsson. Í verðlaun fær Þóra 30 þúsund króna gjafabréf frá Sjávarkjall- aranum. Þóra segir í samtali við Fréttatímann að hún hafi gam- an af spurningakeppnum en hafi ekki unnið síðan bekkur- inn hennar vann í spurninga- keppni Þingholtsskóla þrjú ár í röð og bikarinn til eignar. „Ég hélt að það væri toppurinn á ferlinum og að ég væri út- brunnin en svo kemur þetta. Ég er greinilega á uppleið aftur,“ segir Þóra og hlær. Hún tileinkar sigurinn tveim- ur hópum: „Þetta er klárlega upprisa ljóshærðra kvenna í Kópavogi og síðan vil ég til- einka sigurinn stórkostlegum félagsskap stelpna sem hafa keppt í Gettu betur. Við erum ekki margar en það er þeim mun skemmtilegra hjá okkur. Við hittumst, spilum spurn- ingaspil, drekkum freyðivín og borðum jarðarber,“ segir Þóra. oskar@frettatiminn.is  Úrslit spurningakeppni Fréttatímans Þóra bar sigurorð af Katrínu Slappir í ráðningum Slakt gengi A-landsliðs karla í fótbolta hefur valdið töluverðri reiði meðal knattspyrnu- áhugamanna. Spjótin beinast, sem eðlilegt er, helst að Ólafi Jóhannessyni, þjálfara liðsins, og vilja margir að hann víki. Athyglis- vert er að forysta KSÍ, með Geir Þorsteinsson for- mann í fararbroddi, sleppur alveg við gagnrýni jafnvel þótt hún sé ábyrg fyrir því að ráða landsliðsþjálfara. Og ef litið er til árangurs stjórnarinnar í ráðningum landsliðsþjálfara undanfarin ár er hann jafn- vel verri en hjá landsliðinu sjálfu. Allt frá því að Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari sumarið 1997 hefur stjórnin slegið vindhögg. Fyrst kom Atli Eðvaldsson, síðan Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafs- son, þá Eyjólfur Sverrisson og loks Ólafur Jóhannesson. Varla fræknustu fjórmenningar þjálfarasögu íslenska lands- liðsins. En stjórnin virðist yfir það hafin að axla ábyrgð. Sem er skrýtið þar sem hún ber í raun höfuðábyrgðina.  bókmenntir Yrsa sigurðardóttir Yfir 20 þúsund eintök seld af „Ég man þig“ J á, þetta er bara alveg ótrúlegt hjá stúlkunni. Það er ekkert lát á söl-unni á bókinni,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá Veröld um ótrúlega sölu á Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Pétur Már segir að nú hafi selst yfir tutt- ugu þúsund eintök af bókinni, bæði inn- bundinni og í kilju. Að sögn Péturs Más hefur bókin verið í efstu sætum sölulist- anna frá því að hún kom út í lok október. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafa selst um sextán þúsund eintök af innbundnu bókinni og fimm þúsund í kilju. Óvenjulegt er að vinsælar jólabækur seljist jafn vel í kilju og raun ber vitni með bók Yrsu en Pétur Már segist helst hafa þá skýringu að um sé að ræða fólk sem hafi einfaldlega ekki treyst sér til að lesa bókina í vetrarmyrkrinu. „Þetta er draugasaga og margir vilja frekar lesa hana í björtu,“ segir Pétur Már og hlær. Bók Yrsu hefur hlotið frábærar við- tökur og tvenn verðlaun, Tindabikkjuna, verðlaun Glæpafélags Vestfjarða, og Blóð- dropann, verðlaun Hins íslenska glæpa- félags. Með þessum sölutölum hefur Yrsa skipað sér á bekk með Arnaldi Indriða- syni sem langsöluhæsti íslenski rithöf- undurinn. Pétur Már bendir jafnframt á að athyglisvert sé að skoða feril Yrsu og bera hann saman við feril Arnaldar Indriðasonar. „Það seldist ekki mikið af fyrstu bókum Arnaldar og það var í raun ekki fyrr en Kleifarvatn kom út árið 2004 sem hann fór að selja bækur af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum í dag – yfir 20 þúsund eintök. Yrsa er núna að gefa út sína sjöttu bók og slær algjörlega í gegn,“ segir Pétur Már. Yrsa vinnur nú að fimmtu bókinni um lögfræðinginn Þóru sem fékk hvíld í síð- ustu bók. Hún mun kom út fyrir þessi jól og verður sjöunda glæpasaga hennar. oskar@frettatiminn.is Íslenskir bókaunnnendur geta ekki hætt að kaupa hryllingssögu Yrsu Sigurðardóttur sem er komin í flokk með Arnaldi Indriðasyni yfir þá rithöf- unda sem hafa selt einstaka bók í yfir tuttugu þúsund eintökum. Glæpasögur sem selst hafa í yfir 20 þúsund eintökum 2010 Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir 2010 Furðustrandir Arnaldur Indriðason 2009 Svörtuloft Arnaldur Indriðason 2008 Myrká Arnaldur Indriðason 2007 Harðskafi Arnaldur Indriðason 2006 Konungsbók Arnaldur Indriðason 2005 Vetrarborgin Arnaldur Indriðason 2004 Kleifarvatn Arnaldur Indriðason Ég man þig. Yrsa Sigurðardóttir hefur slegið í gegn svo um munar með hryll- ingssögu sinni, Ég man þig. Yrsa er núna að gefa út sína sjöttu bók og slær algjörlega í gegn. Þóra Arnórs- dóttir með viðurkenn- ingarskjalið frá Frétta- tímanum. Ljósmynd/Hari Spenna fyrir lokabók þríleiks Mikil eftirvænting ríkir fyrir útkomu loka- bókarinnar í þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem kemur út í haust hjá Bjarti. Þríleikurinn hófst með Himnaríki og helvíti árið 2007, sem hlaut lof gagnrýnenda. Tveimur árum síðar kom Harmur englanna og nú lítur dagsins ljós Hjarta mannsins, þriðja og síðasta bókin í þríleiknum. Að sögn þeirra sem séð hafa handritið munu aðdáendur Jóns ekki verða fyrir vonbrigðum með bókina sem hnýtir saman alla þá þræði sem ofnir voru í fyrstu tveimur bókunum með glæsibrag. Stjörnublaðamaður á vergangi Það hefur farið ótrúlega hljótt en þau undur og stórmerki gerðust fyrir nokkru að hinum margverðlaunaða stjörnublaðamanni Jóhanni Haukssyni var sagt upp störfum á DV. Ljóst er að skarð Jóhanns er vandfyllt en eftir því sem næst verður komist kastaðist í kekki með honum og ritstjórafeðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. Þegar slíkt gerist þarf ekki að spyrja að leikslokum og skiptir þá engu hvort menn eru stjörnublaðamenn eður ei. Ekki er vitað hvar Jóhann ber niður næst. Gott verð á pallaefni! Fáðu tilboð í efni fyrir pallinn í BYKO! Gerðu allt klárt fyrirpallinn! 50 dægurmál Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.