Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 52
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 5 1 8 Ótrúlega þægilegt meniga Heimilisbókhald Íslandsbanka Skráðu þig í Meniga í Netbanka Íslandsbanka Meniga fór í loftið árið 2009 í samstarfi við Íslandsbanka og hefur hjálpað þúsundum notenda að bæta heimilisrekstur sinn. Nú eru um 9.000 viðskiptavinir Íslandsbanka skráðir hjá Meniga. Ert þú einn af þeim? “ „ Matur Kr. Matur Kr. Ótrúlega þægilegt, spennandi að fylgjast með sinni eyðslu miðað við aðrar fjölskyldur! - Kona á sextugsaldri  tónlistarhátíð Ölgerðin bakhjarl Tuborg í samstarf við Iceland Airwaves Forsvarsmenn Iceland Airwaves og Ölgerðar- innar hafa gengið frá samstarfssamningi um aðkomu Ölgerðarinnar að Iceland Airwaves. Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri Öl- gerðarinnar, segir að stefna Tuborg á heimsvísu hafi um langt árabil verið að styðja við rokk og popptónlist og það hafi því nánast verið nátt- úrulögmál að Tuborg og Iceland Airwaves tækju höndum saman. „Okkur þykir rakið að Tuborg leggi stærstu tónlistarhátíð Íslands lið og gerum það með miklu stolti. Tuborg er nú komið í samstarf við allar vinsælustu tónlistarhátíðir Evrópu. Í heima- landinu er Tuborg órjúfanlegur hluti af stærstu hátíðunum, er til dæmis stuðningsaðili Hróars- kelduhátíðarinnar og líka Grøn concert sem nýtur mikilla vinsælda,“ segir Óli Rúnar. Að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmda- stjóra Iceland Airwaves, er mikilvægt fyrir jafn stóra tónlistarhátíð og Iceland Airwaves að eiga í góðu sambandi við traust íslensk fyrirtæki því hátíðin njóti ekki styrkja nema að litlu leyti og þurfi að sjálfsögðu að bera sig. „Við erum mjög ánægð með samstarfið við Tuborg og Ölgerðina. Iceland Airwaves státar af fjölda spennandi tón- listarmanna þetta ár sem endranær svo að ís- lenskir áheyrendur eiga von á góðu.“ Andri Þór Guð- mundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves, innsigluðu samninginn með snarpri lotu á hljóm- sveitarpallinum. Það er Andri sem situr við húðirnar.  talherinn Ferðast um á tveggja hæða strætó h undrað manna inn-rásarlið Tals vakti athygli í Hlíðunum í vikunni. Hópurinn kom akandi á tveggja hæða appelsínugulum strætisvagni og fóru liðsmenn- irnir, klæddir appelsínugulum einkennisfatnaði, milli húsa í hverfinu. Að sögn Teits Þor- kelssonar, eins hershöfðingja liðsins, er tilgangurinn öflun nýrra viðskiptavina fyrir síma- fyrirtækið. „Talherinn kemur með friði og býður íbúum bætt síma- kjör og fría áskrift að Skjá 1 í hálft ár. Við verðum á ferðinni milli hverfa í allt sumar,“ segir Teitur. Að sögn Teits er herinn skipaður fólki á aldrinum 18 til 25 ára og kemur víða að. „Þarna eru til dæmis leik- menn úr meistaraflokki KR og Vals komnir saman í lið, einn landsliðsmaður í blaki sem haltrar um í gifsi og fleiri frískir krakkar.“ Teitur segir að leynivopn hersins séu appelsínur, brak- andi ný uppskera frá Suður-Afr- íku, sem dreift sé í heimsókn- unum og líka til þeirra sem verða á vegi hersins. Mála bæinn appelsínugulan 100 liðsmenn fjarskiptafyrirtækisins Tals herja á höfuðborgarbúa í sumar. Taldrekinn Gamall strætó frá Lundúnum ferjar liðsmenn Talhersins milli hverfa. Ljósmynd/Hari Alveg gaga panda Lady Gaga kom japönskum sjónvarpsáhorfendum á óvart í sjónvarpsþætti þar á dög- unum þegar hún ætlaði að votta menningu þeirra virðingu sína. Þótt Japan sé eitt af hennar uppáhaldslöndum, ruglaði hún saman þjóðardýri þeirra og Kínverja. Söngkonan litríka kom í þáttinn klædd eins og panda sem er þjóðardýr Kínverja. Lady Gaga lét það þó ekki á sig fá og lýsti því yfir að hún elskaði pöndur. „Pöndur eru með þófa og ég segi alltaf aðdáendum mínum að setja upp þófana. Ég hef líka borðað mikið af bambus þessa vikuna,“ sagði hún og bætti því við að draumur hennar væri að eignast slatta af pönduhúnum einn góðan veðurdag. Á Twitter var hún líka byrjuð að kalla sig Gagapanda eftir þáttinn. 48 dægurmál Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.