Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 31
F yrri áfanga Bara gras? fræðslu-verkefnis um skaðsemi kannabis lauk í vor með veg- legu málþing í Hofi á Akureyri þar sem yfir 300 manns mættu. Fræðsluverkefninu var hrundið af stað síðast- liðinn vetur af Sam- starfsráði um forvarn- ir (SAMFO) en tuttugu félagasamtök í landinu eru í samstarfi um verkefnið; Bandalag Íslenskra skáta, Þjóð- kirkjan, Barnahreyf- ing IOGT, BRAUTIN, FÍÆT – Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, Heimili og skóli, Hvíta bandið, IOGT á Íslandi, ÍSÍ – Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, 0% samtökin, KFUM-K, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Kvenfélagasamband Íslands, Sam- tök foreldra gegn áfengisauglýsing- um, SAMFÉS, SAMHJÁLP, SSB, Ungmennafélag Íslands UMFÍ, Vímulaus æska/Foreldrahús og VERND – fangahjálp. Markmið verkefnisins er að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabisefni, skaðsemi þeirra (einkum fyrir ungt fólk), einkenni kannabisneyslu og forvarnir. Síðari áfangi verkefnis- ins hefst í september næstkomandi. Verkef n ið er einkum til komið vegna reglulegra frétta af ræktun og framleiðslu kanna- bis á Íslandi; við- horfs meðal ungs fólks um að kanna- bis sé einungis skaðlaust , nát t- úrulegt efni; upp- lýsinga úr rann- sóknum um að marijúananeysla ungs fólks sé að aukast; markaðs- setningar kanna- bis á vefsíðum; óska foreldra um upplýsingar og fræðslu um áhrif kannabisneyslu. Víðtækt samstarf í heima- byggð lykill að góðum árangri Það sem gerir þetta verkefni sér- stakt er víðtæk samstaða og þátt- taka félagasamtaka í því. Við tölum stundum um mikilvægi grasrót- arinnar í samfélaginu, tölum um félagsauð og nauðsyn þess að fólk- ið í landinu hafi rödd og láti hana heyrast. Í þessu verkefni heyrist þessi rödd um allt land og með því að vinna verkefnið í samstarfi við stað- og svæðisbundin félagasam- tök er leitast við að leysa úr læðingi og virkja þessa krafta í nærsam- félaginu og beina sjónum að stað- bundnum aðstæðum, áhrifaþáttum, samtakamætti og möguleikum. Með því að sameina þannig krafta félagasamtaka, áhrif og tengslanet er leitast við að virkja innviðina í samfélaginu og kalla fram viðvar- andi ábyrgð á velferð barna og ung- menna og árvekni gagnvart áfengis- og fíkniefnaneyslu ungs fólks. 14 málþing og mikill áhugi Haldin hafa verið „Bara gras?“ mál- þing á fjórtán stöðum á landinu sem skipulögð eru af félagasamtökum á hverjum stað í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. skóla, heilsugæslu, lög- reglu og sveitarfélögin. Hvert mál- þing tekur mið af aðstæðum og áhuga á hverjum stað þótt yfirskrift- in sé sú sama um land allt. Fyrir- lesarar á málþingunum koma af viðkomandi stöðum eða úr næsta nágrenni og margir hafa lagt hönd á plóg við annan undirbúning og kynningu. Á annað þúsund manns hafa komið á málþingin í vor og framkvæmd þeirra sýnir ljóslega mikilvægi almannasamtaka og hvers þau eru megnug þegar þau taka sig til. Þau hafa einnig dregið fram mikilvægi samstarfs sveitar- félaga, heimila, félagasamtaka og svæðisbundinna fjölmiðla. Fyrir allt þetta ber að þakka. Hægt er að fylgjast með verkefninu á www. baragras.is. Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í vikunni kom út merkileg skýrsla um möguleg efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar fram til ársins 2035. Þau áhrif geta orðið veruleg, svo vægt sé til orða tekið. Til að setja þau í samhengi er nefnt í skýrslunni að árleg áhrif arðgreiðslna í ríkissjóð færu langt með að standa undir gjörvöllu heilbrigðiskerfinu. Eða mögulega staðið straum af kostnaði við háskóla, fram- haldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál auk löggæslu, dómstóla og fangelsa landsins. Til að hnykkja hraustlega á því hversu tröllsleg áhrifin geta orðið, bæta skýrsluhöf- undar því við að ríkissjóður gæti líka farið þá leið að lækka tekjuskatt um helm- ing, annað hvort með því að lækka skattprósentuna sjálfa, hækka persónuaf- slátt, eða hreinlega látið Landsvirkjun greiða hverj- um Íslendingi 280 til 320 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi ársins 2011. Þetta er svimandi framtíðarsýn. Sérstak- lega þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið með krónískan verk í veskinu undanfarin ár. Eini hængurinn, og hann er því miður ekki smár í sniðum, er sá að til þess að arð- greiðslur Landsvirkjunar geti orðið svona svakalegar, þarf umfang virkjana við fallvötn og háhitasvæði landsins að verða svakalegt líka. Á þennan galla benti meðal annarra Guð- mundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, í kjölfar útgáfu skýrslunnar. Guðmundi var mikið niðri fyrir og var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði skýrsl- una vera eins og að mörgum olíuprömmum væri hellt á þá elda sem brunnið hafa í um- ræðunni um Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hugmyndin er að með þeirri áætlun verði mótað heildstætt mat á virkjunarkostum og náttúrugæðum og þess freistað að ná fram málamiðlun milli verndar, annarrar nýtingar náttúrugæða og orkuframkvæmda, eins og þar stendur. Þetta er óþarfa viðkvæmni hjá Guðmundi. Í skýrslu Landsvirkjunar er ekki farið dult með að við útreikninga á mögulegum efna- hagslegum áhrifum fyrirtækisins er ekki lagt mat á einstaka virkjunarkosti og þau umhverfisspjöll sem óhjákvæmilega hlytust af þeim. Hins vegar er þar til hliðsjónar sú rammaáætlun sem nú er verið að endur- skoða. Og að sjálfsögðu er nauðsynlegt að sem mestar og bestar upplýsingar liggi fyrir við vinnu. Í því samhengi er skýrsla Lands- virkjunar þarft innlegg. En skýrslan ber ekki aðeins með sér fyrirsjáanlega meiri hörku í baráttunni milli virkjunar- og náttúruverndarsinna. Hún dregur líka athyglina að því hversu miklu máli skiptir að Landsvirkjun nái að hækka verð í samningum við nýja orkukaupendur og ekki síður eldri viðskiptavini þegar þeirra samningar renna út. Verð á orku hefur hækkað stórlega undan- farin ár í nágrannalöndum okkar og áherslan á græna orku fékk stóraukinn vind í seglin eftir hamfarirnar í kjarnorkuverinu í Fukus- hima. Þar koma íslensk orkuframleiðslu- fyrirtæki sterk til leiks. Það jákvæða við núverandi stjórn Lands- virkjunar er að stjórnendurnir gera sér augsýnilega grein fyrir miklum mögu- leikum fyrirtækisins og hyggjast ekki selja orkuna ódýrt eins og raunin var með forvera þeirra. Samningurinn við Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði hættir ekki að vekja furðu. Þessi eina verksmiðja gleypir þriðjung af orkuframleiðslu landsins. Orku- sölusamningurinn gildir til ársins 2048 og er óuppsegjanlegur. Það er til mikils að vinna að þau mistök verði ekki endurtekin í ákafa nú við að afla fyrirtækinu nýrra við- skiptavina. Mögulegar arðgreiðslur Landsvirkjunar í ríkissjóð Svimandi framtíðarsýn Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í Samningurinn við Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði hættir ekki að vekja furðu. Þessi eina verksmiðja gleypir þriðjung af orkuframleiðslu landsins. viðhorf 27 Helgin 1.-3. júlí 2011 Fært til bókar Virðist reikna með mótframboði gegn frænda „Í 82 ára sögu Sjálfstæðisflokksins hefur það vissulega gerst áður að gjá myndist milli þeirra sem fara með mál á alþingi í umboði flokksins og flokksmanna. Gjáin hefur þó sjaldan ef nokkru sinni orðið breiðari en núna,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, í grein í nýútkomnum Þjóðmálum. Björn vísar þar til þess að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins studdi Icesave-lögin sem þjóðin hafnaði en talið er að 70-75% sjálfstæðismanna hafi greitt atkvæði gegn þeim, að því er segir í greininni. Björn segir ríka hefð fyrir því meðal sjálfstæðismanna að sýna forystumönnum sínum hollustu. „Út á við verður þess heldur ekki vart að órói sé innan flokksins eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna,“ segir Björn, en bætir síðan við: „Kraumi óánægja undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins vegna Icesave-málsins eða annarra mála er líklegt að hún komi upp á yfirborðið í september og október þegar hugað verður að vali manna á landsfund.“ Um leið minnir Björn á að ekki sé um neinn framboðsfrest að ræða vegna kjörs for- manns eða varaformanns flokksins. Á síðasta landsfundi hafi Pétur H. Blöndal alþingismaður t.d. boðið sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni á lands- fundinum sjálfum. Boðað hefur verið til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 17.-20. nóvember næstkomandi. Vart þarf að lesa þetta með sterkum gleraugum til þess að álykta að Björn geri ráð fyrir því að Bjarni frændi fái mótframboð í haust. Geiri beinir gullfingri að Haraldi Flosa Davíð Oddsson var, með réttu eða röngu, talinn hafa reist sér varanleg mannvirki í borgarstjóratíð sinni í Reykjavík; annars vegar ráðhúsið og hins vegar Perluna. Bæði voru mannvirkin umdeild en setja óneitanlega svip á umhverfi sitt og eru meðal helstu tákna borgarinnar, einkum Perlan sem sést víða að. Þegar þessi mannvirki risu sáu menn ekki annað fyrir en að þau yrði í opinberri eigu til allrar frambúðar. Eignarhaldsbreyting á ráð- húsinu er að sönnu ekki fyrirsjáanleg en hið sama á ekki við um Perluna. Fjárhagsvandræði eigandans, Orkuveitu Reykjavíkur, urðu til þess að glerhýsið mikla á Öskju- hlíðartönkunum var boðið til sölu. Kaupendahópur slíkrar byggingar er þröngur en nú er að sjá að kaup- endur hafi fundist. Ekki er víst að sá hópur gleðji borgarstjórann fyrrverandi svo nokkru nemi en Ásgeir Þór Davíðs- son, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, segir að forríkir Rússar vilji kaupa Perluna og opna þar spilavíti. Ásgeir Þór segir mennina eiga hótel, spilavíti, nætur- klúbba og verksmiðjur í heimalandinu og nokkrum Evrópulöndum, en þá hafi hann þekkt í nokkur ár. Hann boðar að annað hvort fari hann utan til að hitta hina áhugasömu kaupendur eða að þeir geri sér ferð hingað til að skoða djásnið. Spila- víti eru bönnuð hér á landi en það aftrar ekki Geira sem segir Rússana hafa litið Perluna hýru auga fyrir áratug eða svo og þá hafi verið skoðað hvort reka mætti spilavíti hér sem eingöngu væri ætlað útlendingum. Nú er að vita hvað Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, gerir. Fátækir menn eiga víst ekki margra kosta völ og erfitt er flotinu að neita þegar nektarkóngur beinir gullfingri sínum í átt að þeim. Guðni R Björnsson verkefnisstjóri hjá Fræðslu og forvörnum FRÆ Fíkniefni Bara gras? – vel tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.