Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 01.07.2011, Qupperneq 50
46 dægurmál Helgin 1.-3. júlí 2011 H ópurinn Sirkus Íslands frumsýnir í Tjarn-arbíói í dag, föstudag, splunkunýjan fjöl-skyldusirkus sem nefnist Ö-Faktor. Fjöl- leikafólkið að baki sýningunni setti meðal annars upp hina geysivinsælu sýningu Sirkus Sóley í fyrra sem 6.000 manns fóru að sjá. Sirkusinn skipar fjölbreyttur hópur einstaklinga sem leitast við að koma áhorfandanum á óvart. „Lee Nelson, sirkusstjórann okkar, þekkja flestir sem manninn með stigann á Lækjartorgi. Hann er frá Ástralíu og menntaður í sirkuslistum frá sirkusháskóla á Nýja-Sjálandi. Hann hefur þjálfað okkur undanfarin fjögur ár,“ segir Margrét Erla Maack, ein af fjöllistamönnunum í hópnum, en hún er jafnframt kynnir nýju sýningarinnar. Sýningin Ö-Faktor er byggð upp eins og raun- veruleikaþáttur þar sem listamenn keppa um hylli dómara með loftfimleikum, áhættuatriðum, húmor og lúmskum brögðum. „Við gerum grín að raunveruleikaþáttum því að nú er eins og eng- inn sé með hæfileika nema hann hafi tekið þátt í svona keppni,“ segir Margrét. Að sýningunni segir hún að standi harla venjulegt fólk sem þó eigi sér hliðarsjálf í sirkus. „Við erum með kennara, pitsu- sendil og margar aðrar hversdagshetjur.“ Meðal annarra leikenda í Ö-Faktor eru þær Katla Þórar- insdóttir, Alda Brynja Birgisdóttir og Salóme Gunnarsdóttir. thora@frettatiminn.is Hversdagshetjur í barnasirkus Sýningin er byggð upp eins og raunver- uleikaþáttur þar sem listamenn keppa um hylli dómara meðal annars með loftfimleikum og áhættuatriðum.  tjarnarbíó SirkuS íSlandS  liStaSafn SigurjónS kvöldStund á laugarneSi Ljúf tónleikaröð Á þriðjudaginn, 5. júlí, hefst sígild tónleika- röð í Listasafni Sigur- jóns á Laugarnesi með þeim Hlíf Sigur- jónsdóttur fiðluleik- ara og karla-kvartett- inum Út í vorið. Tónleikaröð lista- safnsins hefur verið haldin í tuttugu ár en það var einmitt þar sem kvart-ettinn kom fyrst fram. Hann skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Ás- geir Böðvarsson. Bjarni Þór Jónat- ansson píanóleikari er þjálfari og raddsetj- ari kvart-ettsins. Bak- grunnur söngvaranna er ólíkur en uppruni samstarfsins er úr Langholtskirkjukór. Tónleikaröðin heldur áfram á þriðju- dögum í sumar þar sem fjölmargir klass- ískir flytjendur stíga á stokk. –þt Ö-Faktor er sirkus skip- aður hvers- dagshetjum, svo sem pitsusendli og kennara. Sígildir tónleikar verða á hverjum þriðjudegi í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi í sumar. Við erum með kennara, pitsusendil og margar aðrar hversdagshetjur. Bergþór Smári fagnar nýútkominni plötu ásamt hljóm- sveit sinni með tónleikum á Rósenberg við Klapparstíg í kvöld, föstudag. Platan ber sama nafn og hljómsveitin, Mood, og hefur að geyma tólf lög. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Warm & Strong“, fór hátt fyrr á þessu ári og var á topp 30 lagalista Rásar 2 í tólf vikur. Lag númer tvö, „Sense“, er komið í spilun á útvarpsstöðvunum og ber sömu sterku höfundareinkenni. Tónlistin er blússkotið popp. Tónleikarnir á Rósenberg í kvöld hefjast klukkan 21. Meðlimir Mood, auk Bergþórs Smára sem spilar á gítar og syngur, eru Ingi S. Skúlason bassaleikari, Friðrik Geir- dal Júlíusson trommari og Tómas Jónsson á hljómborði.  róSenberg ný plata Mood Beggi Smári með útgáfutónleika Beggi Smári Blúsaður poppari. Ljósmynd/ Hari Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | st i l l ing@sti l l ing.is AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox Ferðabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 86 1 Útivist Garmin útivistartæki er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið. Tækið staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega. Eigum fjölmargar týpur, fer allt eftir hvaða útivist þú stundar. Kíktu í heimsókn í dag! Kennum einnig augnháralengingar og airbrushtækni. „ÓDÝRASTI NAGLASKÓLINN Á LANDINU“ Vinnum með LCN efni. Þú tekur námið á þínum hraða. Við kennum einnig víða um land t.d. Akureyri, Egilstöðum, Selfossi og Vestmannaeyjum. Pantanir hjá hafnarsport.is símar: 820 2188/661 3700 hafnarsport.is h a fn a rs p o rt .i s Pantanir hjá hafnarsport.is símar: 820 2188/661 3700 „Efnið hefur fengið víðsvegar verðlaun um heiminn fyrir framúrskarandi árangur“ Tilboð til 10. júlí. Tannhvítuefni 4.500 kr.aðeins Þú finnur okkur líka á facebook Þú finnur okkur líka á facebook

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.