Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 50
46 dægurmál Helgin 1.-3. júlí 2011 H ópurinn Sirkus Íslands frumsýnir í Tjarn-arbíói í dag, föstudag, splunkunýjan fjöl-skyldusirkus sem nefnist Ö-Faktor. Fjöl- leikafólkið að baki sýningunni setti meðal annars upp hina geysivinsælu sýningu Sirkus Sóley í fyrra sem 6.000 manns fóru að sjá. Sirkusinn skipar fjölbreyttur hópur einstaklinga sem leitast við að koma áhorfandanum á óvart. „Lee Nelson, sirkusstjórann okkar, þekkja flestir sem manninn með stigann á Lækjartorgi. Hann er frá Ástralíu og menntaður í sirkuslistum frá sirkusháskóla á Nýja-Sjálandi. Hann hefur þjálfað okkur undanfarin fjögur ár,“ segir Margrét Erla Maack, ein af fjöllistamönnunum í hópnum, en hún er jafnframt kynnir nýju sýningarinnar. Sýningin Ö-Faktor er byggð upp eins og raun- veruleikaþáttur þar sem listamenn keppa um hylli dómara með loftfimleikum, áhættuatriðum, húmor og lúmskum brögðum. „Við gerum grín að raunveruleikaþáttum því að nú er eins og eng- inn sé með hæfileika nema hann hafi tekið þátt í svona keppni,“ segir Margrét. Að sýningunni segir hún að standi harla venjulegt fólk sem þó eigi sér hliðarsjálf í sirkus. „Við erum með kennara, pitsu- sendil og margar aðrar hversdagshetjur.“ Meðal annarra leikenda í Ö-Faktor eru þær Katla Þórar- insdóttir, Alda Brynja Birgisdóttir og Salóme Gunnarsdóttir. thora@frettatiminn.is Hversdagshetjur í barnasirkus Sýningin er byggð upp eins og raunver- uleikaþáttur þar sem listamenn keppa um hylli dómara meðal annars með loftfimleikum og áhættuatriðum.  tjarnarbíó SirkuS íSlandS  liStaSafn SigurjónS kvöldStund á laugarneSi Ljúf tónleikaröð Á þriðjudaginn, 5. júlí, hefst sígild tónleika- röð í Listasafni Sigur- jóns á Laugarnesi með þeim Hlíf Sigur- jónsdóttur fiðluleik- ara og karla-kvartett- inum Út í vorið. Tónleikaröð lista- safnsins hefur verið haldin í tuttugu ár en það var einmitt þar sem kvart-ettinn kom fyrst fram. Hann skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Ás- geir Böðvarsson. Bjarni Þór Jónat- ansson píanóleikari er þjálfari og raddsetj- ari kvart-ettsins. Bak- grunnur söngvaranna er ólíkur en uppruni samstarfsins er úr Langholtskirkjukór. Tónleikaröðin heldur áfram á þriðju- dögum í sumar þar sem fjölmargir klass- ískir flytjendur stíga á stokk. –þt Ö-Faktor er sirkus skip- aður hvers- dagshetjum, svo sem pitsusendli og kennara. Sígildir tónleikar verða á hverjum þriðjudegi í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi í sumar. Við erum með kennara, pitsusendil og margar aðrar hversdagshetjur. Bergþór Smári fagnar nýútkominni plötu ásamt hljóm- sveit sinni með tónleikum á Rósenberg við Klapparstíg í kvöld, föstudag. Platan ber sama nafn og hljómsveitin, Mood, og hefur að geyma tólf lög. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Warm & Strong“, fór hátt fyrr á þessu ári og var á topp 30 lagalista Rásar 2 í tólf vikur. Lag númer tvö, „Sense“, er komið í spilun á útvarpsstöðvunum og ber sömu sterku höfundareinkenni. Tónlistin er blússkotið popp. Tónleikarnir á Rósenberg í kvöld hefjast klukkan 21. Meðlimir Mood, auk Bergþórs Smára sem spilar á gítar og syngur, eru Ingi S. Skúlason bassaleikari, Friðrik Geir- dal Júlíusson trommari og Tómas Jónsson á hljómborði.  róSenberg ný plata Mood Beggi Smári með útgáfutónleika Beggi Smári Blúsaður poppari. Ljósmynd/ Hari Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | st i l l ing@sti l l ing.is AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox Ferðabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 86 1 Útivist Garmin útivistartæki er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið. Tækið staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega. Eigum fjölmargar týpur, fer allt eftir hvaða útivist þú stundar. Kíktu í heimsókn í dag! Kennum einnig augnháralengingar og airbrushtækni. „ÓDÝRASTI NAGLASKÓLINN Á LANDINU“ Vinnum með LCN efni. Þú tekur námið á þínum hraða. Við kennum einnig víða um land t.d. Akureyri, Egilstöðum, Selfossi og Vestmannaeyjum. Pantanir hjá hafnarsport.is símar: 820 2188/661 3700 hafnarsport.is h a fn a rs p o rt .i s Pantanir hjá hafnarsport.is símar: 820 2188/661 3700 „Efnið hefur fengið víðsvegar verðlaun um heiminn fyrir framúrskarandi árangur“ Tilboð til 10. júlí. Tannhvítuefni 4.500 kr.aðeins Þú finnur okkur líka á facebook Þú finnur okkur líka á facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.