Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 36
 MatartíMinn rabarbari í gær, fimmtudag, var haldinn dagur rabarbarans í Árbæjarsafni og var það vel við hæfi. Bæði er rabarbarinn merkur, ættstór og bragðljúfur og svo er nú að bresta á háuppskerutíminn. Þótt það megi bjarga gömlum og mikið vöxnum rabarbara í sultu með miklum sykuraustri er hann þó alltaf bestur snemmsumars þegar hann er lítill, mjór og sem rauðast- ur. Þá er hann líka sætastur, mýkstur og bestur. Stökkvið því út í garð og rífið upp rabar- barann áður en hann verður miðaldra og bitur – að ekki sé talað um gamall og trén- aður. Ef þið sultið ungan rabarbara þurfið þið minni sykur og sultan mun bera meiri keim af rabarbaranum en sykrinum. En svo má líka gera margt annað við rabar- barann en að sulta hann; það má nota hann í súpu, lambapottrétt, salatið – að ógleymd- um pæjum, krömblum og bóndadætrum alls konar. Verslunarvara barbara Vilmundur Hansen garðyrkjumaður rakti sögu rabarbarans fyrir gestum Árbæjar- safns í gær. Og sú saga er löng. Nær í raun lengra aftur en menn sjá. Rabarbarinn hefur verið notaður sem lækningajurt víða í Asíu. Menn nýttu fyrst og fremst rótina og laxeruðu með henni. Hún þótti svo góð að umtalsverð verslun var með rabarbararót frá Asíu og inn til Evrópu; bæði í gegnum borgir í Miðaust- urlöndum, Smyrnu og Aleppo, og þaðan inn til Ítalíu og Suður-Evrópu – en eins í gegnum Rússland og inn í Mið-Evrópu. Rússar urðu stórtækir í ræktun og sölu rabarbara. Og nafnið, rabarbari, tengist þessum yfirráðum Rússa. Það er dregið af gríska heitinu rha barbaron, sem merkir eitthvað sem villimenn – barbarar – koma með eftir ánni Rha, en það er gríska nafnið á Volgu. Á íslensku mætti því tala um Volguvillinga. En þar sem rabarbararótin kom á Evr- ópumarkað þurrkuð og óhæf til ræktunar urðu Evrópumenn að sætta sig við okur Rússa og Asíumanna öldum saman. Þeim tókst ekki að útbúa sitt samheitalyf til að halda einokunarverðinu niðri. Lyf verður matur Það var ekki fyrr en um 1760 sem einhverj- um Evrópumanninum tókst að smygla nothæfri rót inn til Evrópu og rækta hana upp. Og það var ekki að sökum að spyrja; á aðeins fáeinum áratugum lagði rabarbar- inn undir sig alla matjurtagarða Evrópu, sem á þessum árum voru í raun garðar fyr- ir lækningajurtir – kannski ekki í nútíma- legum vestrænum skilningi heldur fremur í kínverskum skilningi (matur er lækning, lækning er matur). Nokkrum áratugum síðar fara Evrópu- menn að borða stilkinn og rabarbarinn verður að mat fremur en harðlífismeðali. Vilmundur Hansen telur að fyrsti rabar- barinn hafi komið hingað til lands um 1880. Schierbeck landlæknir getur hans í Garðyrkjukveri sínu frá 1891. Og rabarbarinn hentar íslensku tíðar- fari vel. Hann varð fljótt útbreiddur um allt land og vann sér sess í íslenskri matargerð sem eini útbreiddi innlendi ávöxturinn. Viktoría og ráðherrafrú Hérlendis hafa verið ræktuð mörg mis- munandi kvæni af rabarbara. Vinsælastur hefur verið svokallaður vínrabarbari en hann er vel rauður, smár og sætur. Vikt- oría heitir annað kvæni sem víða má finna í görðum í höfuðborginni. Af öðrum nafntoguðum íslenskum rab- arbaraafbrigðum má nefna hveravelling úr Reykjahverfi, mývetning og ráðherrafrú, en sá mun ættaður úr garði Evu Jóns- dóttur, eiginkonu Ingólfs Jónssonar, kaup- félagsstjóra á Hellu og síðar ráðherra. En þrátt fyrir þessa fjölbreytni og mis- munandi eiginleika ólíkra tegunda getum við neytendur ekki nálgast þessa veröld rabarbarans svo auðveldlega. Ef við erum svo heppin að geta keypt rabarbara út úr búð heitir sá bara rabarbari – en það er varla hálfkveðin vísa.  Frá lesanda bréF til MatartíMans  rabarbari í Flest Mál yFir uppskerutíMann 32 matur Það er lykilatriði að rífa upp rabarbarann áður en hann vex um of, verður súr og trénaður. Hann er bestur smár, þunnur og svo mjúkur að þið finnið ekki fyrir tefjunum. Þá er hann sæt- astur. Og þá er hýðið svo þunnt og mjúkt að óþarfi er að afhýða rabarbarann og þið fáið þennan fallega rauða lit í matinn. Einfaldasta leiðin til að elda rab- arbara er að brytja hann niður í eldfast fat, sykra eftir smekk og mylja síðan yfir blöndu af smjöri, hveiti, eilitlu salti og smá sykri og kanil. Þetta kallast krömbull eða pæja letingjans. Ef kalt er í veðri má krydda rabar- barann með berki af appelsínu og dálitlu engiferi. Ef þið eruð í hátíðarskapi setjið þið einn poka af frosnum hindberjum með rabarbaranum. Ef þið hafið unnið í lottóinu skuluð þið mylja nokkrar möndlur saman við hveitið og smjörið. Appelsína og engifer eiga ein- hvern veginn vel við rabarbara. Þegar þið hafið náð góðum tökum á rabarbarasultu getið þið leikið ykkur að því að krydda hana til með appelsínuberki og engiferi. Þið getið komið fjölskyldunni á óvart með því að búa til lamba- pott af norður-afrískri ætt eða marókóskt tagina. Og í staðinn fyrir kæstar sítrónur eða döðlur getið þið notað rabarbara. Gætið þess að setja hann seint í pottinn og ekki of löngu áður en þið berið matinn á borð. Enginn í fjölskyldunni mun átta sig á hvað það er sem gefur þennan súrsæta keim í pottinn. Þið getið bakað eilítið sykraða rabarbarastilka í grunnu fati síðustu 20 til 25 mínúturnar sem lambalærið er í ofninum (setjið fatið bara undir lambið) og borið fram með kjötinu sem eins konar snemmsumars-rauð- káls-staðgengil. Hellið fáeinum dropum af sérríediki eða bal- samic yfir rabarbarann ef þið viljið gera hann höfugri. Skrítin rabarbarasulta væri gerð þannig: Setjið um 750 grömm af rabarbara í skál og raspið börk af tveimur greipaldinum yfir. Kreistið því næst safann úr þeim yfir og stráið um 750 grömmum af sykri yfir. Geymið í ísskáp yfir nótt. Hitið hægt daginn eftir í þykkum potti þar til sykurinn hefur bráðnað. Hækkið þá hitann og sjóðið af krafti í um korter eða þar til sultan hefur þykknað. Ávöxtur að vori Venjuleg not og óvenjuleg Helgin 1.-3. júlí 2011 Þótt vorið hafi verið kalt og næðingssamt ætti rabarbarinn víða að vera sprottinn. Hann er bestur ungur, smár og áður en trefjarnar verða það grófar að þær festist í tönnunum. Rabarbari er alltaf bestur snemma sumars áður en hann vex úr sér og verður trénaður og bragðillur. Því er betra að tína hann ungan og frysta hann ef þið ætlið ekki að nota hann strax. Ljósmyndir/ StockFood Rúgbrauð að fornum sið Heima hjá mér var alltaf bakað rúgbrauð í stóru sí- völu boxi, líklega undan brjóstsykri frá Nóa. Eftir undirbúning og gerjun var boxið sett í bökunarofninn einhvern tíma að kvöldlagi. Kynt var með mó og eldurinn falinn að kveldi með blautum móköggli. Þá þurfti ekki að kveikja upp að morgni. Brauð- ið var venjulega tekið úr ofn- inum um hádegisbilið daginn eftir og allt húsið ilmaði af nýbökuðu brauði. Brauðið var ljósbrúnt, en ekki yfirbakað eins og hverabrauðin eru nú til dags, að maður tali nú ekki um hverabrauðin í Mývatns- sveitinni, sem að mínum dómi eru ekki borðandi. Búin var til gerkaka um það bil 24 tímum fyrir bakstur, að mig minnir, eingöngu úr rúgmjöli. Þetta var kaka svona á stærð við tebollu. Bleytt var í með skyrsýru (mysu) og volgu vatni. Vand- lega blandað og hnoðað. Síðan sett á frekar hlýjan stað og rakur klútur lagður yfir og látið gerjast í um 12 tíma. Þá var tekið til mjöl í brauðið, það bleytt með volgu vatni og örlitlu af mysu og gerkökunni vandlega blandað í deigið. Ég minnist þess ekki að það hafi verið notaður sykur í brauðið. Þó gæti hafa verið sett svo sem ein teskeið til að flýta fyrir gerjuninni. Að þessu loknu var deigið sett í málmboxið, lokið sett á og boxið geymt í hlýjunni undir eldavélinni í um það bil í 10 tíma. Alltaf var sett til bökunar í ofninn um kvöldmatarleytið. Þetta brauð var mikið sælgæti. Það var meðal ann- ars notað til að búa til jólaeftirréttinn, sem alltaf var „bóndadóttir með blæju“. Nú er ekki hægt að fá rúg- brauð í slíkan rétt. Þau sem seld eru hér nú eru til þess ónothæf. Önnur brauð sem bökuð voru í sveitinni voru hveiti- brauð og heilhveitibrauð, en þá var notað venjulegt bökunarger því á þeim árum var pressuger bannvara. Það var hægt að brugga úr því! Auk þessa voru oft bakaðar vestfirskar hveitikökur og rúgkökur. Allt þetta var mikið sælgæti og miklum mun betra en það sem nú er hægt að kaupa. Kveðjur, Kristján Jóhannesson Kristján minnist á bóndadóttur með blæju í bréfi sínu. Hér eru þrjár slíkar, heldur fínar með epla mauki, rjóma og rúgbrauði. En það má líka nota rabarbara í þennan ævaforna rétt. Rabarbara- og hindberja-letingjapæja. Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Stökkvið því út í garð og rífið upp rabarbarann áður en hann verður miðaldra og bitur – að ekki sé talað um gamall og trénaður. Meira í leiðinni WWW.N1.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.