Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 12
Þarft þú að geyma, pakka og senda? Kynntu þér Vöruhýsingu Póstsins á postur.is Vöruhýsing Póstsins er lausnin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í netverslun, heildsölu, smásölu, inn- og útflutningi. Láttu okkur um lagerhald, vörumóttöku og afgreiðslu pantana og einbeittu þér að sölunni. Lagerhald Vörumóttaka Afgreiðsla pantana Tollskýrslugerð Umtalsverð hækkun neysluverðs 4,2% hækkun á vísitölu Síðustu 12 mánuði Hagstofa Íslands Markmiðið var að takast á við skulda- vanda heim- ila og fyrir- tækja, bæta þjónustu bankans. Fyrsti opinberi rugby-leikurinn í fyrsta sinn í íslenskri íþróttasögu fer fram opinber rugby-leikur hér á landi þegar Rugby-félag Reykjavíkur (Reykjavík Raid- ers) tekur á móti Thunderbird Old Boys Rugby club frá Bandaríkjunum. leikurinn fer fram næstkomandi sunnudag, 3. júlí, kl. 16 á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Rugby-félag Reykjavíkur hefur unnið að uppbyggingu á þessu nýja vali í íþrótta- flóru Íslands frá því í febrúar 2010 og nú eru um fjörutíu virkir meðlimir í félaginu. Thunderbird-klúbburinn var stofnaður árið 1976 og hefur undanfarið ferðast milli landa til að keppa í rugby við heimamenn. Frítt verður inn á völlinn. -jh tveir valkostir um málskotsrétt B-nefnd stjórnlagaráðs hefur kynnt tvo valkosti um málskotsrétt forseta íslands. í hinum fyrri er núverandi 26. grein að mestu óbreytt og forseti heldur sjálfstæðum mál- skotsrétti. Hins vegar er að finna nákvæma útfærslu á frestum, málsmeðferð og málum sem eru undanþegin þjóðaratkvæða- greiðslu. Forseta er veittur vikufrestur til að taka afstöðu til laga en skilyrði er að forseti rökstyðji ákvörðun sína og tilkynni forseta Alþingis. Þá er málskotsrétturinn takmark- aður vegna laga um tiltekin málefni, einkum á sviði fjárstjórnar og vegna þjóðréttar- skuldbindinga. í síðari valkostinum er lögð til sambærileg skipun við samþykkt laga og ríkir í Finnlandi. Forsetinn hefur synjunar- vald á lögum og getur vísað þeim til þings á grundvelli efnis þeirra, t.d. ef talið er að lögin brjóti í bága við stjórnarskrána. Þingið er því skyldað til að ræða lagafrumvarpið á ný við eina umræðu. -jh hækkun vísitölu framleiðsluverðs vísitala framleiðsluverðs í nýliðnum maí hækkaði um 1,6% frá apríl, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. vísitala fram- leiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkaði um 0,8% (vísitöluáhrif 0,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju hækkaði um 4,6% (1,7%). vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,3% og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 3,7% (-0,6%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,5% milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 1,9% (1,6%). Miðað við maí 2010 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,3% en verðvísitala sjávarafurða um 11,4%. á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 2,5% en matvælaverð hefur hækkað um 4,9%. -jh landsbankinn hefur klárað aðgerðalista sinn á réttum tíma en hann var kynntur í febrúar á þessu ári. L andsbankinn hefur nú efnt öll loforðin 28 á aðgerðalista sínum sem birtur var í febrúar. Aðgerðalistinn er jafnframt hluti af inn- leiðingu stefnu bankans sem ber yfir- skriftina „Landsbankinn þinn“ og var fyrst kynnt í október 2010. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir að aðgerðalistinn hafi verið í sex megin- liðum og að markmiðið hafi verið að Landsbankinn og starfsmenn hans settu sér siðasáttmála. „Markmiðið var að takast á við skuldavanda heimila og fyrirtækja, bæta þjónustu bankans, að hann leitaðist við að vera hreyfiafl í samfélaginu og að hann ræktaði sam- félagslegt og siðferðilegt hlutverk sitt,“ segir Kristján í samtali við Fréttatím- ann. Kristján segir að frá þeim tíma sem aðgerðalistinn var birtur hafi um 3.500 manns sótt fundi Landsbankans um allt land, gripið hafi verið til nýrra úrræða fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki, allir starfsmenn hafi skrifað undir siðasáttmála, ráðinn hafi verið um- boðsmaður fyrirtækja og ný stefna í samfélagslegri ábyrgð kynnt, stjórnar- hættir gerðir opinberir, kynjahlutfjöll í stjórnum dótturfélaga bankans verið jöfnuð og ný opin, gagnsæ og umhverf- isvæn innkaupastefna verið innleidd, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd.  Bankar LandsBankinn Hefur efnt öll 28 loforðin öll loforð landsbankans samkvæmt aðgerðalista sem kynntur var í febrúar 2011 hafa verið efnd, að sögn forsvars- manna bankans. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is verðbólga jókst verulega á öðrum fjórðungi ársins og er útlit fyrir að enn bæti í á næstu mánuðum. Hag- stofan birti fyrr í vikunni vísitölu neysluverðs fyrir júní og hækkaði vísitalan um 0,5% milli mánaða. Undan- farna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,2% og hefur árstaktur verðbólgunnar ekki mælst hraðari síðan í ágúst í fyrra. veruleg hækkun matvöru er stærsti áhrifaþátturinn nú. Einkum hækkuðu kjötvörur mikið. Aðrir helstu hækkunarvaldar voru húsnæðisliður og tómstunda- og menningarliður. -jh  HúsnæðismáL sameinað emBætti LandLæknis og LýðHeiLsustöðvar Stefnt að flutningi í Heilusgæslustöðina í byrjun ágúst Landlæknisembættið mun flytja höfuð- stöðvar sínar í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg á næstu vikum. Þar mun sameinað embætti Landlæknis og Lýðheilsustöðvar koma saman undir einu þaki. Sameiningin tók gildi 1. maí. Geir Gunnlaugsson land- læknir segir í samtali við Fréttatímann að það hafi verið skrifað undir samn- ing 16. júní síðastliðinn við eigendur Heilsuverndar- stöðvarinnar um leigu á húsnæði. „Þetta voru langar samningaviðræður en núna eru menn farnir að undirbúa flutning í húsið sem er að mörgu leyti tilbúið. Fólk er byrjað að pakka en ég er ekki viss um að það náist að klára flutningana í júlí. Ef það tekst ekki gerum við ráð fyrir að vera komin alfarið inn í húsið fyrstu vikuna í ágúst,“ segir Geir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Geir Gunnlaugsson landlæknir heilsuverndarstöðin verður ný heimkynni Geirs og hans starfsfólks. 12 fréttir Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.