Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 24
É g er hálfgert jólabarn, fædd 21. desember 1989, þannig að mamma rétt náði heim fyrir aðfanga- dag,“ segir Þóra brosandi. Ég átti góða og skemmtilega æsku og ég man vel eftir stundunum þegar ég sat með ömmu minni, Þóru Stefáns- dóttur, við gluggann á heimili hennar í Skerjafirðinum og horfði á flug- vélarnar. Amma sagði mér sögur af ferðalögum sínum og af bróður sínum, Dagfinni Stefánssyni flugstjóra, og ég held að þá hafi ég strax smitast af ævintýraþrá. Sjálfboðaliði á munaðarleysingja- hæli í Víetnam Þóra lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 2009. Eins og margir sem hafa setið á skólabekk árum saman langaði hana að taka sér smá frí frá skóla og hugði á ferðalög: „Ég hafði íhugað að fara í læknis- fræði en ákvað að vinna þetta ár til að safna mér peningum og fara að ferðast. Vinkona mín hafði fundið á netinu sjálfboðaliðasamtök sem heita Global Volunteer Network, GVN, og eru með höfuðstöðvar á Nýja-Sjálandi. Ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að gera; eitthvað nýtt, spennandi og öðruvísi og láta bara vaða. Það var svo margt í boði að ég fylltist hreinlega valkvíða. Svo beindi ég athyglinni að Víetnam því mér fannst menningin þar skemmtileg og landið spennandi. Ég kynnti mér samtökin vel og vissi að þau voru örugg og að vel var búið að sjálfboðaliðum svo að ég ákvað að láta slag standa. Ég valdi að fara í svokallað „Baby Orphanage Program“ í borginni Danang, sem er þriðja stærsta borgin í Víetnam. Þetta var dýrt ferðalag, en að auki þurfti ég að greiða samtökunum ca 130.000 krónur og mér var sagt að hluti þeirrar fjárhæðar færi í að kaupa mjólk, ávexti og annað fyrir börnin. Ekkert af þessum vörum sá ég nú þann tíma sem ég var þar.“ Pora mætir á svæðið „Ferðalagið tók tvo og hálfan sólar- hring. Fyrst flaug ég til London og beið þar í tólf tíma, þaðan til Bahrain, svo til Bangkok þar sem ég gisti eina nótt og loks til Ho Chi Minh og þaðan til Danang. Það var ekki fyrr en ég var komin þangað að það runnu á mig tvær grímur og ég hugsaði: „Djísús! Ég ætla rétt að vona að einhver sé hérna til að taka á móti mér!“ Þarna stóð maður með stórt skilti sem á stóð: „PORA“ – en ekki hvað! Þetta reyndist vera sjúkraþjálfarinn á munaðarleys- ingjahælinu, Mr. Phuc – og eftir þetta gekk ég lengi undir nafninu Pora! Hann keyrði mig að stóru húsi, sem við deildum saman tíu sjálfboðaliðar, öll enskumælandi en ég var sú eina sem var ekki með ensku sem móður- mál. Aðbúnaðurinn var til fyrirmyndar fyrir okkur og ég deildi herbergi með tveimur frábærum stelpum. Þessir sjálfboðaliðar voru frá Ástralíu, Bret- landi, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Kanada. Ég er enn í mjög góðu sam- bandi við allt þetta fólk.“ Nýfædd börn upp í 100 ára gamalt fólk En menningarsjokkið kom daginn sem þau voru keyrð á munaðarleysingja- heimilið: „Við unnum á fimm munaðarleys- ingjaheimilum. Fólk í Víetnam vinnur yfirleitt frá sólarupprás til klukkan ellefu, svo er tekið langt hádegisverð- arhlé og haldið áfram síðdegis. Við byrjuðum hins vegar klukkan átta á morgnana og ég eyddi flestum morgn- um á Social Support Center. Þetta er afgirt húsaþyrping þar sem búa munaðarleysingjar frá nýfæddum upp í hundrað ára. Þarna voru um hundrað manns og við gerðum leikfimiæfingar með gamla fólkinu á morgnana til að reyna að láta það hreyfa sig aðeins. Þau neituðu að taka þátt nema við gæfum þeim sígarettur í staðinn – þar fór heilbrigða lífernið! Þetta gamla fólk hafði verið alla sína ævi á munaðar- leysingjahæli og beið bara dauðans. Þarna voru líka ungbörn sem höfðu verið skilin eftir fyrir utan heimilið og mjög mikið af fötluðum börnum. Sum voru með Downs-heilkenni, önnur með heilahrörnun og við unnum með sjúkraþjálfaranum við að þjálfa þau, en vorum alltaf með túlka með okkur. Við reyndum að ná samskiptum við börnin, en mörg þeirra voru alveg út úr heiminum. Þetta var miklu erfiðara en ég hafði undirbúið mig fyrir. Ástandið var skelfilegt. Húsin voru þannig að þar er ekkert gler í gluggum, bara rimlar; stálrúm með bastmottum eins og fólk notar á ströndinni, og fimm deildu hverju rúmi. Unglingsstúlka var alltaf að þvælast um og týnast og þá var gripið til þess ráðs að binda hana fasta við rúmið. Það var alveg hræði- legt að horfa upp á þetta. Heilbrigður drengur var sendur á sjúkrahús í bólu- setningu og kom til baka algjörlega úti úr heiminum, sat bara og reri fram í gráðið. Við fengum engin svör við því hvað hefði gerst. Við fengum ekki að vita hvers vegna hann var sendur á spítalann, hvað þá hvað hefði verið gert við hann. Þarna voru lítil börn með vatnshöfuð og eins og við vitum í Með munaðarlausum börnum í Víetnam Þegar Þóra Sigurðardóttir mætir til viðtals gengur inn ung stúlka – ekki kona á fertugsaldri eins og ég hafði átt von á. Miðað við lífsreynslu hennar hafði mér reiknast til að hún hlyti að vera komin vel yfir þrítugt og á ekki von á þessari 21 árs glæsilegu stúlku sem heilsar með mikilli hlýju. Mér var bent á Þóru fyrir nokkrum mánuðum; sagt að hún væri algjörlega einstök og hefði frá mörgu að segja. Sú er líka raunin. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is okkar samfélagi er hægt að meðhöndla slíkt, en þannig er það ekki í Víetnam.“ Börn með Downs-heilkenni borin út „Ég var mikið með lítinn dreng með vatnshöfuð. Hann var átta mánaða, lá á bakinu alla daga með kreppta fingur og krepptar tær og það eina sem ég gat gert var að mýkja liðina. Þessi litli drengur er nú látinn. Börnin lágu á sömu hliðinni vikum saman og mörg þeirra voru komin með flatt höfuð því enginn hafði tíma til að snúa þeim. Þarna voru tíu mjög fötluð börn og um þau sáu tvær konur allan daginn, allan ársins hring. Börn með Downs- heilkenni hérna heima geta lifað góðu lífi en ég sá um einn sextán ára sem kunni ekki að ganga. Hefði hann fæðst annars staðar í heiminum hefði hann getað fengið miklu betri umönnun og möguleika á betra lífi. Þetta var eitt af stærstu áföllunum sem ég varð fyrir þarna. Það eru engin lífsgæði fyrir þessi börn. Það er mjög há tíðni af Downs-heilkenni þarna og það er talið að þetta séu áhrif frá Agent Orange- efnavopninu sem Bandaríkjamenn notuðu í stríðinu. Áhrifin eru enn að koma fram í þriðju kynslóð. Börn með Downs-heilkenni eru borin út í Víetnam.“ Þóra segir að mikil spilling ríki í Víetnam: „Það er gríðarleg spilling þarna, og þessir peningar sem við borguðum fyrir ávexti, mjólk og þvíumlíkt fóru Framhald á næstu opnu Þetta var miklu erfiðara en ég hafði undirbúið mig fyrir. Ástandið var skelfilegt. Húsin voru þannig að þar er ekkert gler í gluggum, bara rimlar; stálrúm með bastmottum eins og fólk notar á ströndinni, og fimm deildu hverju rúmi. Þóra er hálfnuð með einkaflugmannsnám í Flug- skóla Íslands. Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.