Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 4
OECD vill að Íslendingar taki upp evru A ð mati Þórunnar Sigurðar-dóttur, stjórnarformanns Ago, hefur margt komið í ljós eftir að Harpa var tekin í notkun í byrjun maí. Hún lýsir húsinu eins og næmu hljóð- færi og að minnstu breytingar á því hafi áhrif á hljómburðinn. Eitt af því sem komið hefur á daginn eftir að húsið var opnað er að hljóm- burðurinn á efstu svölunum þykir frábær. „Menn hafa gert kannanir erlendis með því að láta fólk í salnum meta breytingar sem gerðar eru á sölunum. Niðurstöðurnar eru oft misvísandi eftir því hvaða kröfur fólk gerir en þær eru aldrei eins. Við prófum okkur áfram en svo virðist sem hljómburðurinn á öðr- um og þriðju svölum sé feikilega góður. Það er þó háð viðburðum. Við erum enn að læra á stillingar,“ segir Þórunn og bendir á að frá efstu svölunum sé sjónræn upplifun kannski lakari en annars staðar. Miðasölufólk veiti ráð- gjöf um þessi atriði. „Heiðurssætin, sem eru framarlega og mikið til hliðanna, eru ekki eins góð og efri svalirnar þegar að hljóm- burðinum kemur. Hljóðið berst betur upp á svalirnar en að hliðarsætunum á sumum viðburðum. Þaðan sést hins vegar betur á sviðið.“ Þórunn segir að verið sé að endur- skoða miðasöluna með tilliti til þessa og segir jafnvel koma til greina að vera ekki með nein heiðurssæti í Eldborg. Eitt af því kostnaðarsama sem komið hefur á daginn er að flotun mis- tókst á gólfum fyrir utan veitingastað- inn Kolabraut og á efri hæðum hússins. „Þetta kom upp á nokkrum stöðum, aðallega baksviðs og í rýmunum fyrir framan svalirnar á hæðunum. Þetta þarf að gera upp á nýtt og verður gert á meðan Sinfóníuhljómsveitin er í sumar- fríi. Kostnaðurinn fellur á verktakann,“ segir Þórunn og bætir við að mögulega þurfi gólfið í Eldborg aðra yfirferð af lakki eða bæsi. „Það var fyrirsjáanlegt að einhverju þyrfti að breyta.“ Hún segir að aðalsviðið í Eldborg hafi upphaflega verið hannað fyrir klassísk- an tónlistarflutning en á undanförnum misserum hafi verið gerðar breytingar til að aðlaga það popptónlist líka. Það sé erfitt að samræma popp og sígilda tónlist vegna flókinna breytinga á sviði. Til dæmis þurfi að fjarlægja alla palla Sinfóníuhljómsveitarinnar af sviðinu. Því vinni starfsfólkið hörðum höndum og næturvinna sé mikil til að undirbúa salina milli viðburða. Þóra Tómasson thora@frettatiminn.is Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, segir óvænt hve góður hljómburðurinn sé á efstu svölum aðalsalarins í Hörpu. Ljósmynd/Hari  TónlisTArhúsið GerA þArf breyTinGAr á hörpu Ódýru sætin best í Hörpu Nú þegar reynsla er komin á notkun tónlistarhússins Hörpu hefur ýmislegt komið í ljós. Í ódýrustu sætunum þykir hljómburður bestur en lakur í heiðurssætunum. Flotun á gólfi á mörgum stöðum í húsinu mistókst og þarf að endurgera. Heiðurs- sætin, sem eru framarlega og mikið til hliðanna, eru ekki eins góð og efri svalirnar þegar að hljómburð- inum kemur. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna svartsýnir Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar, sam- kvæmt reglubundinni könnun Capacent meðal stærstu fyrirtækja landsins. Sam- kvæmt könnuninni, sem gerð var í maí og júní, telja 78% stjórnenda aðstæður slæmar, 21% að þær séu hvorki góðar né slæmar en 2% að þær séu góðar. Þetta er nánast sama niðurstaða og fékkst í mars þegar 79% stjórnenda töldu aðstæður slæmar, að því er fram kemur á síðu Samtaka atvinnulífsins. Mat stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði er lakara en verið hefur undanfarið og hefur matið ekki verið lægra síðan í desember 2009. Meiri bjartsýni ríkir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. -jh Nýr vefur fyrir dreifingu á rafbókum Netbók.is er nýr vefur fyrir útgefendur, einstaklinga og fyrirtæki sem vilja hefja rafræna dreifingu á rafbókum og rafritum á iBookstore og Amazon, fyrir iPad og Kindle, að því er fram kemur í tilkynningu Eddu, eiganda Netbókar. „Vefurinn er sérstaklega ætlaður til að hafa milligöngu um dreifingu á einfaldan hátt, en eigandi Netbókar.is er eini aðili landsins með dreif- ingarsamning við Apple um dreifingu á rafbókum á iBookstore. Hlutur rafbóka vex hratt um þessar mundir og hefur Amazon tilkynnt að nú þegar selji fyrirtækið fleiri rafbækur en prentaðar í Bandaríkjunum, þar sem vöxturinn er hvað mestur. Í Evrópu hafa rafbækur einnig verið að ryðja sér til rúms,“ segir enn fremur en í tilkynningunni kemur fram að sífellt fleiri íslenskar rafbækur séu í boði á iBookstore og að unnið sé að því að kynna verkefnið fyrir íslenkum útgefendum. -jh Tveir þriðju andvígir málssókn gegn Geir Alls eru 65,7% landsmanna andvíg því að höfðað hafi verið sakamál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir landsdómi, að því er fram kemur í könnun MMR. Í henni kemur fram mikill munur á afstöðu fólks eftir stjórn- málaskoðun. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 48,3% vera mjög andvíg, 17,3% frekar andvíg, 14,6% frekar fylgjandi og 19,7% sögðust mjög fylgjandi. Andstaðan reyndist mest meðal sjálfstæðismanna, en 91,7% þeirra sögðust frekar eða mjög andvígir málshöfðuninni. Hins vegar voru 73,4% fylgismanna VG fylgjandi máls- höfðuninni. -jh Litið til lengri tíma á Ísland að taka upp evru, að mati OECD. Ísland er með minnstu sjálfstæðu flotmynt í heiminum. Önnur smáríki eru annað hvort ekki með sína eigin mynt eða með fastgengi. Segir stofnunin að upptaka evrunnar myndi draga verulega úr sveiflum í verði innfluttrar vöru og þjónustu og draga almennt úr sveiflum í verðbólgunni þar sem um helmingur af utanríkisviðskiptum Íslendinga er við ríki sem eru með evru eða hafa fest gengi myntar sinnar við hana, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Lægra verðbólguálag og ekkert áhættuálag í gjald- eyrisviðskiptum við evrusvæðið ætti að lækka innlenda raunvexti, bæta nýtingu fjármagns og auka framleiðni, en á því sviði hefur Ísland verið eftirbátur flestra annarra OECD-ríkja á undanförnum árum. -jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. NOrðlæG áTT 3-10 m/S NOrðaNlaNDS, DálÍTil riGNiNG OG frEmur SvalT EN HæGari brEyTi- lEG áTT Eða HafGOla SuNNaNTil, Skýjað mEð köflum OG SÍðDEGiSSkúrir OG milT Í vEðri. HöfuðbOrGarSvæðið: SóLArGLENNur frAMAN Af EN SMáSkúrir ÞEGAr LÍður á dAGiNN. brEyTilEG áTT, 3-8 m/S vÍðaST Hvar. Skýjað mEð köflum, OG DálÍTil væTa EiNkum SÍðDEGiS. HöfuðbOrGarSvæðið: HæGViðri EðA HAfGoLA, oG LENGST Af SóLrÍkT NOrðlæG áTT, vÍða 5-10 m/S, EN vaxaNDi SEiNNiparTiNN mEð riGNiNGu SuðauSTaNTil. HöfuðbOrGarSvæðið: BrEyTiLEG áTT eða haFgola og skýjað með kÖFlum Sumarlegra sunnantil Veðrið sunnan til á landinu hefur verið frekar sumarlegt undanfarna daga, með sólskini og síðdegisskúrum þó hitatölurnar hafi nú ekki farið mjög hátt. enn er fremur kalt um að litast norðantil, og má búast við svipuðu veðri í dag og á morgun, með dálítilli rigningu norðaustanlands. á sunnu- daginn lítur út fyrir breytingar með vaxandi norðaustanátt og rigningu suðaustantil seinnipartinn. 13 9 8 8 14 12 9 9 8 12 14 11 9 9 10 Elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður 4 fréttir Helgin 24.-26. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.