Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 62
„Álfarnir eru svolítið að teygja sig til mann- fólksins aftur og vilja vera vinir okkar. Þannig að við gengum til samstarfs við þá,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir sem opnar í dag, föstu- dag, á Jónsmessunni Álfagarðinn í Hellisgerði í Hafnarfirði. Álfagarðurinn er miðstöð álfa og huldufólks með aðsetur í Oddrúnarbæ, litla hús- inu í garðinum. Ragnhildur segir álfana síður en svo láta umgang fólks fara í taugarnar á sér. „Nei, nei, nei. Það er nú alltaf fullt af fólki þarna. Það var náttúrlega alltaf samband á milli mannfólks og álfheima þar til bara fyrir nokkrum áratugum. Sennilega með vélvæðingu og rafmagni og einhverju slíku. Og það er bara kominn tími til að tengja betur aftur. Þetta er allt í jákvæðu og góðu. Þeir vilja endilega að við séum hérna svo lengi sem við berum virðingu fyrir náttúrunni og heimkynnum þeirra. Það þarf náttúrlega að gera það.“ Ragnhildur segir engar tilviljanir í þessu og 24. júní hafi meðal annars orðið fyrir valinu vegna þess að þann dag á Hellisgerði 88 ára afmæli sem skrúðgarður. Tækifærið verði því notað til að stofna Hollvinafélag Hellisgerðis. „Á þessum árstíma eru sumarsólstöður og Jóns- messa og yfir svona vikutíma á miðju sumri eru mikil hátíðarhöld hjá álfum um allt land. Aðalhátíðin er á Þingvöllum og svo er alltaf mikil hátíð í Hellisgerði; gleði og söngur þegar haldið er upp á fegurð lífsins í álfheimum og við ætlum aðeins að fá að vera með í því.“ Hátíðin hefst klukkan 18 í dag, föstudag, við gosbrunninn en þar ætlar Ragnhildur að segja frá Álfagarðinum. Síðan verður opnuð sýning á listaverkum eftir nokkra listamenn sem tengjast Hellisgerði sterkum böndum. Auk þess sem ýmsir munir tengdir álfum verða til sýnis og sölu. Á laugardag og sunnudag klukkan 13 ætlar Ragnhildur að leiða álfagöngur um garðinn og segja frá þeim verum sem verða á vegi gesta. Álfagarðurinn verður opinn í sumar frá klukkan 12 til 16 og hægt er að panta álfa- göngur fyrir hópa hjá Ragnhildi nánast hvenær sem er.  hellisgerði gleði hjá álfum og mönnum  jóhanna guðrún Í nýju hlutverki Skemmtilegt að vera Strympa Þegar ég var lítil horfði ég eitthvað á Strumpana en var aldrei neitt forfallin É g var mjög hissa þegar það var hringt í mig og ég beðin um að koma í prufu,“ segir Jóhanna Guðrún sem var ekki í nokkrum vandræðum með að bregða sér í gervi Strympu og fékk hlut- verkið. „Þetta var æðislega gaman og ég var alveg rosalega ánægð vegna þess að mig hefur lengi langað til að prófa þetta. Og ég vona bara að ég fái tækifæri til að gera meira af þessu. Þetta er alveg ótrú- lega skemmtilegt.“ Strumparnir hafa í áratugi skemmt börnum með uppátækjum sínum og átökum við ófétið Kjartan galdrakarl og Jóhanna Guðrún hafði af þeim nokkur kynni í æsku. „Þegar ég var lítil horfði ég eitthvað á Strumpana en var aldrei neitt forfallin. En að sjálfsögðu þekkir maður allar persónurnar; Strympu náttúrlega, Kjartan og Æðstastrump og alla hina.“ Strympa er eina kvenpersónan í Strumpa- þorpinu sem hefur í seinni tíð ekki þótt til eftirbreytni, ekki síst þar sem hún fellur eins og flís við rass að staðalímynd ljóskunnar. En hún leynir á sér og getur verið hörð í horn að taka í nýju bíómyndinni. „Strympa er ein af hópnum. Mikil dúlla og ofsalega yndisleg en svo getur hún verið alger töffari líka. Hún er krútt, góð við alla og þykir örugglega vænt um alla í kringum sig. En ef einhver er til dæmis að abbast upp á Æðstastrump þá verður hún al- veg brjáluð.“ Jóhanna Guðrún segir bíómyndina mjög skemmtilega þannig að henni leiddist ekki á meðan hún rúllaði fyrir augum hennar í hljóðverinu. „Þetta er frábær mynd og ég mæli með henni og hlakka mikið til að sjá hana fullkláraða.“ Þótt Jóhanna Guðrún hafi nokkuð óvænt brugðið sér í hlutverk Strympu er hún vita- skuld á fleygiferð í tónlist- inni og bláminn svífur enn yfir vötnum. „Ég er að vinna í nýrri plötu fyrir Íslandsmarkað og svo er ég í blúshljómsveit. Við erum tvö sem syngjum, ég og Elvar Örn Friðriks- son, og kærastinn minn spilar á gítar í bandinu. Við erum búin að vera að taka aðeins upp og erum eitthvað að reyna að komast á blúshátíðir í útlöndum og svona. Mér þykir þetta mjög skemmtilegt og ég er með hjartað í blúsnum. Þetta er ný hljómsveit og við vitum ekkert hvernig þetta fer en þetta er spennandi og við skemmtum okkur öll vel við þetta.“ toti@frettatiminn.is Álfarnir vilja vera vinir okkar Söngkonan og Eurovision-stjarnan Jóhanna Guðrún sýnir á sér nýja hlið í ágúst. Þá verður ný þrívíddarbíómynd um hina vel þekktu Strumpa frumsýnd á Íslandi en Jóhanna Guðrún ljær hinni einu sönnu Strympu rödd sína og leysir af hina skrautlegu Katy Perry, en hún talar í ensku útgáfunni. Jóhanna Guðrún skemmti sér konunglega við að leika Strympu og vonast til að fá fleiri verkefni við talsetningu. Skjár einn leitar að dag- skrárstjóra Skjár einn er á höttunum eftir nýjum dagskrárstjóra þar sem Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er að flytja af landi brott eftir að hafa stýrt dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar um nokkurt skeið. Eiginmaður Kristjönu er við nám í Noregi og hún ætlar að flytja til hans og skilur eftir sig skarð sem Friðrik Friðriksson sjón- varpsstjóri þarf nú að fylla. Catalina frjáls Catalina Ncogo, oft kölluð Miðbaugs- maddaman, er nú frjáls ferða sinna eftir um tveggja ára dvöl í Kvennafangelsinu í Kópa- vogi. Þar afplánaði hún dóm fyrir margvísleg brot, þar á meðal að hafa hagnast á vændi. Catalina undi hag sínum illa í fangelsinu enda ósátt við þann dóm sem hún fékk. Hún er því frelsinu fegin og hyggst fagna því með ferðalögum til útlanda. Ragnhildur Jónsdóttir er í góðu sambandi við álfana í Hellisgerði og býður upp á göngutúra um garðinn þar sem hún segir frá þeim verum sem þar búa. ums.is SíðaSti dagur fyrir greiðSluSkjól nýrra umSókna um greiðSluaðlögun er 30. júní 2011 Ármann gerir upp Ávöxtun Rithöfundurinn og fyrrum kaupsýslumaðurinn Ármann Reynisson hefur verið afkasta- mikill á ritvellinum undanfarin ellefu ár en árið 2000 byrjaði hann að skrifa vinjettur, örsögur að gamalli fyrirmynd, og gefa út í bókum. Hann hefur komið víða við í skrifum sínum og meðal annars sótt innblástur í ferðalög sín til landa á borð við Indland og Grænland. Ellefta vinjettubókin er væntanleg með haustinu en Ár- mann er byrjaður að skrifa sögur í þá tólftu sem kemur út á næsta ári og þar fjallar hann um Ávöxt- unarmálið svokallaða sem hann afplánaði dóm fyrir á sínum tíma. Ætla má að nokkur fengur verði í sýn Ármanns á það mál fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptum og ævintýrum þeim tengdum. Vel fór á með þeim Jóhönnu Guðrúnu og Strympu í upp- tökuklefanum og söngkonan átti ekki í neinum vandræðum með að setja sig í spor Strympu og tala fyrir hana. Lj ós m yn d H ar i 50 dægurmál Helgin 24.-26. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.