Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 27
Garðar Unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 24.-26. júní 2011 Gulli byggir með BYKO! BYKO gefur út veglega kennslubók um pallasmíði DVD kennsludiskur fylgir með! Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis Velkomin á Blóm í bæ Þ að er okkur Hvergerð- ingum sérstök ánægja að bjóða gesti velkomna á garðyrkju- og blómasýn- inguna „Blóm í bæ“ sem nú er haldin í þriðja sinn í Hvera- gerði eftir mikla velgengni síðastliðin sumur. Tugþúsundir gesta hafa sótt hátíðina og notið fjölbreyttrar sýn- ingar á öllu því sem tilheyrir græna geiranum auk þess sem skreytingar blómaskreyta í bæjarfélaginu hafa vakið mikla athygli fyrir frumleika og fegurð. Þema sýningarinnar í ár er „skógur“ í tilefni af því að Sameinuðu þjóðirnar hafa valið árið 2011 sem ár skóganna á heimsvísu. Skógræktarfélag Íslands tekur með veglegum hætti þátt í sýn- ingunni og mun meðal annars standa fyrir kynningu á starfsemi sinni, fræðslugöngum og leitinni að hæsta tré Hveragerðisbæjar. Húsið hans Tarzans í miðbænum mun væntanlega vekja hvað mesta at- hygli yngstu kynslóðarinnar en einnig er Tískusýning blómanna atburður sem aldrei áður hefur sést hér á landi. Örfyrirlestrar, ljóðablómastaurar, plöntupúl og garðasúpa í görðum bæj- arbúa er meðal þess fjölmarga sem á dagskrá verður þessa helgi. Auk þess verða leiktæki og uppákomur fyrir yngstu kynslóðina þannig að engum ætti að leiðast. Á innisvæði verða þúsundir afskor- inna blóma til sýnis á risablómasýn- ingu. Aldrei hefur jafn mikið magn af afurðum græna geirans verið til sýnis á einum stað. Útbúið hefur verið veg- legt sýningarsvæði fyrir garðplöntur þar sem virða má fyrir sér sumarblóm, berjarunna, matjurtir og fjölæringa. Allar skreytingar í bæjarfélaginu verða í höndum atvinnu- og áhugamanna um blómaskreytingar. Í ár munu erlendir blómaskreytar í fyrsta sinn taka þátt en norskir og danskri blómaskreytar eru mættir til Hveragerðis til að taka þátt í undirbúningi sýningarinnar. Sýningin hefst í dag, föstudag, kl. 12 en henni lýkur á sunnudaginn kl. 18. Setningarathöfn í anda norrænna Jóns- messuhefða fór fram í gær, fimmtudag. Um leið og við Hvergerðingar bjóð- um alla landsmenn velkomna í bæinn okkar til að njóta þess besta sem ís- lensk garðyrkja býður upp á bendum við á að nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.blomibae.is. blómstrandi sópar Garðeigendur fá blóm fyrir allan peninginn með þessum vinsælu garðplöntum.  bls. 2  bls. 6 Brugðist við óræktarjarð- vegi við sum- arbústaði Flestir sumarbústaðir eru í lyngmóum sem aldrei hafa verið nýttir til ræktunar.  bls. 4 Aldintré á Íslandi Ýmsir eru farnir að feta sig eftir leynistigum aldinrækt- unar.  bls. 10 Skógrækt og útivist Skógræktarfélag Hvera- gerðis lifir góðu lífi þótt það sé komið á sjötugsaldurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.