Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Þarft þú heyrnartæki? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Átt þú í eriðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Hváir þú oft? Ef svo er getur það verið merki þess að heyrn þín sé farin að skerðast. Erum með mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon sem eru búin fullkomnustu tækni sem völ er á. Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Heyrnartækni þá ætlum við að styrkja KRAFT í sumar með ákveðinni upphæð af hverju seldu heyrnartæki. KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Umtalsverð hækkun byggingarkostnaðar 7,6% hækkun á byggingavísitölu Síðustu 12 mánuði Hagstofa Íslands  Landsmót FornbíLaeigendur hittast á seLFossi Fjölskylduvænt en þó reykspólað „Þetta er frábær félagsskapur karla og kvenna á öllum aldri,“ segir Jóhannes Bachmann, fulltrúi Fornbílaklúbbsins sem heldur landsmót sitt á Selfossi nú um helgina, 24.-26. júní. Áherslan er lögð á að hafa mótið fjölskylduvænt og skemmtilegt svo búast má við því, að sögn Jóhannesar, að einhver drekaeig- andinn reykspóli í tilefni mótsins. Mótið er haldið í samvinnu við Bifreiðaklúbb Suðurlands og sveitarfélagið Árborg. Doll- aragrín bandarískrar gullaldar og fleiri fornir vagnar verða því á ferð á sunn- lenskum vegum um helgina. Í ár verða þátttakendur ekki eingöngu íslenskir því hópur hollenskra forn- bílaeigenda kom hingað til lands með Norrænu á dögunum. Þeir aka hringinn í kringum Ísland og mun hluti þeirra taka þátt í hópakstri Fornbílaklúbbsins í kvöld, föstudag, en ekið verður um Þrengslaveg til Selfoss. Ýmislegt verður í gangi móts- dagana; delludagar, drullu-torfæra, mótó- kross og fleira. Jóhannes segir hóp þeirra í klúbbnum sem eiga ameríska dreka fjölmennastan en allar gerðir bíla séu þar að finna. Einar J. Gíslason landsmótsstjóri sé t.d. mikill Buick-maður og eigi fjórtán bjúkka á númerum. Stundum sé hins vegar þýskt þema í klúbbnum og þá aki þýskir bílar í fararbroddi. Sjálfur segist Jóhannes vera á milli bíla, hafi ekið á flaggskipi Mercedes Benz, árgerð 1984, að hætti erkiskúrksins J.R. Ewing í Dallas, en langi nú mest í Mercury Coogar 1968 eða Javelin frá svipuðum tíma. Vilji hann hins vegar skella sér á „nýjan“ fornbíl bjóðist um þessar mundir Thunderbird ‘64 og Buick Roadmaster, árgerð 1956. Sá er aðeins ekinn 42 þúsund mílur og kost- ar 2,8 milljónir króna. Kaupi Jóhannes ekki gæti Einar J. bætt fimmtánda bjúkk- anum í safnið. Fornbílamenn sýna sig og sjá aðra á selfossi um helgina, meðal annars á glæsilegum Chevrolet-bílum eins og þessum. Með í för verður hópur hollendinga á fornbílum sínum.  ÖryggismyndavéLar bæjarmÖrkin á seLtjarnarnesi Myndavél upplýsti skotárás á Eiðistorgi öryggismyndavélar vakta nú báðar inn- og útgönguleiðirnar á seltjarnarnesi. Myndavélarnar voru settar upp um áramótin og er prófunum lokið. lögreglumál var leyst í síðustu viku með hjálp myndavélanna. Ljósmyndir/Hari Þ essar vélar voru settar upp á báðum stöðum samtímis um síðustu áramót,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um öryggis- myndavélar sem vakta inn- og útgönguleiðir á Seltjarnarnesi, annars vegar við Vegamót, á horni Nesvegar og Sörlaskjóls og hins vegar við Eiðistorg. Á fimmtudag var skotið tveimur skotum úr loftbyssu á kyrrstæðan, mannlausan bíl á Eiðistorgi og segir Ás- gerður að lögreglan hafi leyst málið daginn eftir með hjálp myndavélanna. Hún segir afar skýrar reglur um aðgang að efni myndavélanna í samræmi við lög um persónuvernd og lögreglan sé sú eina sem hafi aðgang að efninu með aðstoð frá tölvumanni frá Skyggni. Ásgerður segir að hug- myndin að þessu hafi kviknað hjá starfsmanni bæjarins sem hefði kynnst þessu í Hollandi þar sem myndavélar væru út um allt. Lega bæjarfélagsins hentar vel og því var ákveðið að fara út í þetta. Ásgerður segir að kostn- aðurinn við uppsetningu vél- anna og þess tækjabúnaðar sem þurfti að fjárfesta í vegna þeirra sé um sex milljónir króna. „Þetta er í samræmi við þær áætlanir okkar að gera Sel- tjarnarnes að öruggum bæ. Við erum með myndavélar, höfum verið að auka nágrannavörsluna og síðan er það hverfisgæslan þar sem bílar frá okkur aka um bæjarfélagið. Allt þetta hjálpar til við að gera bæinn okkar öruggan,“ segir Ásgerður og bætir við að framtakið hafi fengið mjög jákvæðar viðtökur meðal bæjarbúa. Og á þessu ári hefur verið tilkynnt um þrjú innbrot á Sel- tjarnarnesi sem er mun minna en undanfarin ár. Seltjarnarnes er ekki eina bæjarfélagið sem hefur öryggis- myndavélar við bæjarmörkin. Gunnar Lúðvíksson, fjár- málastjóri Seltjarnarness, segir í samtali við Fréttatímann að bæði Hveragerði og Bláskóga- byggð séu með slíkar vélar og að Álftanes sé með það til skoð- unar að setja myndavélar við sín bæjarmörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Enginn fer inn eða út af seltjarnarnesi án þess að myndavélarnar nemi það. así og sa staðfesta gildistöku samninganna samninganefnd ASÍ ákvað fyrr í vikunni að staðfesta gildistöku þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru 5. maí síðastliðinn. Samtök atvinnulífsins staðfestu einnig gildistöku samning- anna. samningarnir munu því gilda til janúarloka 2014 með umsömdum endurskoðunarákvæðum. bæði ASÍ og SA gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa ekki lagt fram fjárfestingar- og hagvaxtaráætlun sem liggja átti fyrir í maílok. hið sama gildi um óvissu og hringlandahátt varðandi kvóta- frumvörp ríkisstjórnarinnar og tafir í úrlausnum skuldavanda heimila og fyrirtækja. -jh vísitala byggingarkostnaðar, sem reiknuð er um miðjan júní, hækkaði um 2,3% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Er tólf mánaða hækkunin komin upp í 7,6% en var 5,5% mánuðinn á undan. Þessi mikla hækkun er í takt við það sem búast mátti við, segir Greining Íslandsbanka, enda skýrist hún að stærstum hluta af nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hækkuðu vinnuliðir vísitölunnar um 6,7% milli mánaða og sjá má að hækkunin er nokkuð umfram þá almennu hækkun launa upp á 4,25% hinn 1. júní og kann að vera að sú 50 þúsund króna eingreiðsla sem kom til útborgunar þegar samningarnir voru undirritaðir hafi einnig haft sitt að segja. Frá sama tímabili í fyrra hafa vinnuliðir vísitölunnar hækkað um 14,5%. -jh OECD varar við tilraunum til breytinga á kvótakerfinu skýrsluhöfundar Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, eru nokkuð bjartsýnir á efnahagslega framtíð íslands og segja styrk- leika landsins einkum felast í orkuauðlindum en mikilvægt sé að draga úr atvinnuleysi. spáð er 3% hagvexti. í skýrslunni, sem kynnt var í vikunni, eru íslensk stjórnvöld vöruð við tilraunum til að breyta kvótakerfinu. Mikilvægt sé að sjávarútvegurinn beri sig. íslendingum hafi gengið vel að stýra sjávarútveginum og það sé kvótakerfinu að þakka en það sé byggt á vísindalegri ráðgjöf og úthlutun aflaheimilda. Þetta hvetji kvótaeigendur mjög til að tryggja góða nýtingu á auðlindinni. stofnunin leggur til að auðlindagjald verði hækkað svo að ríkis- sjóður fái meira í sinn hlut. -jh 10 fréttir helgin 24.-26. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.