Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 58
46 menning Helgin 24.-26. júní 2011 Við vildum bara nota alvöru vatn og ekkert vera að líkja eftir vatni í tölvugrafík. B úrfellssýningin er á margan hátt tæknilegt undur en það má segja að við höfum lengi reynt að brjótast út úr skjánum til þess að geta miðlað upplýs- ingum í gegnum einhverja upplifun frekar en að láta bara þylja einhvern texta yfir fólki,“ segir Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín sem á heiðurinn af sýningunni. „Í þessu tilviki vorum við fyrst og fremst að hugsa um að kynna gildi og markmið Landsvirkjunar – en líka að sýna þessa endurnýtanlegu orkugjafa og öll tækifærin sem tengjast þeim.“ Gagnvirknin gengur út á að sýningargestir geti tekið virkan þátt og Hringur segir að í upphafi sé búin til saga sem öll sýningin eigi að segja. „Í raun byrjum við á að búa til það sem við köllum frásagnarleik; búum til ein- hverja sögu sem við viljum segja með allri sýningunni. „Notandinn kemst svo að ýmsum fróðleik í leik eða með tiltekinni hegðun og innbyrðir þannig upplýsingarn- ar á jákvæðan hátt.“ Ein helsta tæknilausnin á Búrfellssýn- ingunni er gagnvirkt borð sem Hringur segir að hafi verið nokkur glíma að gera vegna þess að það býður upp á óvenju- marga snertifleti og er stórt. „Þarna settum við allar rafstöðvar á Íslandi inn á korti. Með snertingu er svo hægt að sækja upplýsingar og fróðleiksmola sem tengjast öllum virkjunum og öllum framleiðendum, alveg frá þeim stærstu eins og Landsvirkj- un og niður í litlar bændavirkjanir með ein- hverja sögulega skírskotun.“ Á sýningunni er einnig vatnsfallsvirkjun sem gestir geta átt við. „Við vildum bara nota alvöru vatn og ekkert vera að líkja eftir vatni í tölvugrafík heldur leyfa fólki bara að sulla og bleyta sig – en geta samt í leiðinni glímt við það að svara orkuþörf ímyndaðrar byggðar.“ Litla virkjunin líkir eftir aðstæðum á Íslandi þannig að „vatns- flæðið í ánum er rosalega breytilegt eftir árstíðum. Það er mest á sumrin og minnst á veturna en orkuþörfin er yfirleitt öfug. Gestirnir lenda því í því að þurfa að glíma við orkubúskapinn á sama hátt og Lands- virkjun gerir.“ Á sýningunni er fólki einnig kennt að sóa ekki orku með því að sýna því hversu mikla orku ýmis heimilistæki nota, auk þess sem saga raforkuframleiðslu á Íslandi er sögð frá upphafi svo eitthvað sé nefnt. Sýningin er opin alla daga kl. 10-18 til 31. ágúst og aðgangur er ókeypis. Lifandi miðlun fróð- leiks um rafmagn Landsvirkjun opnaði um síðustu helgi gagnvirka orkusýningu í Búrfellsstöð. Sýningin varpar ljósi á endurnýjanlega aflgjafa, tækifæri og takmarkanir þeim tengdar og sögu nýtingar þeirra á Íslandi. Gagnvirknin gerir það að verkum að gestir geta tekið virkan þátt og til dæmis sótt sér fróðleik með því að „virkja“ vatnsfall.  gagarín Setti upp gagnvirka Sýningu í Búrfelli Snertifletirnir á gagnvirka borðinu eru margir og þar geta sýningargestir sótt aragrúa af upplýsingum á skemmtilegan hátt. Í virkjuninni getur fólk glímt við flækjur í orkubúskapnum þegar það sér byggðarlagi fyrir rafmagni. Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bollaleggingar Klúbburinn Geysir, sem starfar fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða, heldur Geysisdaginn hátíðlegan í fyrsta sinn á laugardaginn. Klúbburinn er til húsa í Skipholti 29 og þar verður heilmikil gleði sem fyrirtækjum í götunni, nágrönn- um og velunnurum klúbbsins er boðið að taka þátt í. „Við viljum með þessu meðal annars láta fleiri vita af okkur. Við virðumst vera best geymda leyndarmálið en höfum engan áhuga á því að vera leyndarmál,“ segir Ester Auður Elíasdóttir hjá Geysi. Geysir hefur starfað á Íslandi í ellefu ár en um allan heim eru starfræktir um 400 klúbbar sem byggja á sömu hugmynda- fræði. Sá fyrsti var stofnaður í New York árið 1948 af fjórum einstaklingum sem voru að koma út af geðsjúkrahúsi. „Allir sem koma hér inn eiga eða hafa átt við geðræn vandamál að stríða en koma ekki hingað sem sjúklingar heldur fólk sem er að klifra upp, ef svo má segja. Það stefnir að meiri þátttöku í samfélaginu, hvort sem er í vinnu, námi eða félagslífi, og við bjóðum upp á vinnumiðaðan dag hérna í klúbbnum þannig að fólk kemur hingað til að starfa – ekki föndra eða drekka kaffi og spjalla.“ Ester segir hugmyndina með starfinu vera þá að efla fólki sjálfstraust þannig að það geti betur fótað sig í samfélaginu og að margir hafi náð góðum árangri með þessu móti. „Hér koma rúmlega þrjátíu manns á dag og þeim fer fjölgandi. Hér vinnur fólk gagnleg störf og upplifir að það hafi eitthvað fram að færa og til málanna að leggja. Jafningjagrundvöllurinn er lykilatriði í þessari hugmyndafræði og hér eru allar ákvarðanir teknar í sameiningu.“ Geysisdagurinn er fjáröflunar-, skemmti- og fjölskyldudagur og ef veður leyfir er stefnt að því að hátíðin fari fram utandyra þannig að hægt sé að skapa karnivalstemn- ingu í Skipholtinu. Ester Auður Elíasdóttir segir Geysi bjóða upp á annars konar vinnu og það sé af hinu góða að fólk hafi val. Karnival í Skipholtinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.