Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 56
44 tíska Helgin 24.-26. júní 2011 Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 24-35 kr. 4.795.- St. 24-35 kr. 4.795.- St. 23-33 kr. 4.395.- St. 24-35 kr. 4.795.- Grensásvegur 8 Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 SKÓ MARKAÐUR Nýr ilmur frá Heidi Klum Ofurfyrirsætan Heidi Klum á langan fyrirsætuferil að baki, nokkrar fatalínur, fjögur börn og þáttinn sinn vinsæla, Project Runway. Nú bætist í safnið og er hún um þessar mundir að hanna sinn fyrsta ilm, ásamt snyrtivörufyrir- tækinu Coty Inc, og mun hann nefnast Heidi Klum’s Shine. Hún hefur verið lengi að finna hina réttu blöndu fyrir ilminn sem er loksins tilbúinn og er hún gríðarlega spennt fyrir að selja hann á heims- markaði í haust. Fjölbreytt fataval Fatafyrirtækið Topshop, sem hefur náð góðri fótfestu um heim allan, frumsýndi hausttískuna í nýjum myndaþætti á dögunum. Tops- hop fór þó aðra leið heldur en önnur fyrirtæki og frum- sýndi fjórar haust/ vetrarlínur í stað einnar og eru þær eins fjölbreyttar og þær eru margar. Glamrock, Thrift, Tískurisinn Hennes & Mauritz hefur gefið út tilkynningu um að ný fatalína fyrir börn muni koma á markað í haust. Henni er ætlað að vera til styrktar All for Children, barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, og munu 25% af ágóðanum renna þangað. Fatafyrirtækið vill helst leggja áherslu á að börn fái sinn skerf af lærdómi úti um allan heim því það sé mjög mikilvægur grunnur fyrir framtíðarsamfélög. Línan er hugsuð bæði fyrir stráka og stelpur og mun verða seld í 160 verslunum úti um allan heim. Barnalína frá H&M fyrir gott málefni Bavaria og Psychobilly heita línurnar og er enginn vafi á því að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Stefnt er að því að hefja sölu á línunum í lok júlí, bæði á netinu og einnig mun hluti af línunni koma hingað til lands. H vítur er svo sannarlega litur sumarsins í ár og er alls staðar sjáanlegur; passar við allt. Helstu hönnuðir heims hafa gefið út heilu línurnar í ár sem eingöngu byggjast á hvítum fatnaði. Sumarið er komið og það er ekki seinna vænna að fjárfesta í bikiníi. Sundfatatískan breyttist örlítið í ár og eru tiglabikiníin, sem voru svo vinsæl fyrir nokkr- um árum, orðin mun sjáanlegri en aðrar gerðir. Magabolatískan, sem var vinsælust á tímum Spice Girls, er aftur farin að láta á sér kræla. Hún er þó ekki eins ýkt og áður þar sem allur maginn fékk að njóta sín, heldur krefst nú aðeins þess að lítill hluti gægist á milli buxnastrengs og bols. Nú hafa himinháir hælar misst gildi sitt eftir að hafa verið ríkjandi í marga mánuði. Þeir víkja fyrir lægri hælum sem eru sjálfsagt mun þægilegri. Helstu verslanir landsins hafa tekið upp á því að selja frekar lægri hælana og seljast þeir mun betur en þeir hærri. Rendurnar hafa heldur betur fengið að njóta sín í fatnaði á síðustu árum en eru farin að missa gildi sitt. Doppurnar taka við og eru orðnar mun vinsælli en rendurnar. Sumarlegar og í takt við þá rómantísku tísku sem nú ríður yfir. Flottar, prjónaðar peysur hafa verið áberandi í sumar og henta okkar veðurlagi gríðarlega vel. Þar sem við getum ekki alltaf leyft okkur að vera berhandleggj- uð er þetta flottur og hentugur klæðnaður fyrir sumarið. Mikið hefur verið um það í sumar að Hollywood-stjörnur klæðist samkvæmiskjólum sem sýna meira hold en undanfarið hefur tíðkast. Í fljótu bragði gæti maður haldið að ekki hafi verið til nægt efni til að klára kjólana en eflaust er þetta bara enn eitt tískutrendið. -kp Sumarliturinn er hvítur  tíska Heitt Topshop Topshop Topshop H&H Stella McCartney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.