Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 40
28 viðhorf Helgin 24.-26. júní 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Það var í fyrra sem Benedikt XVI páfi sagði: „Mesta ógn kaþólsku kirkjunnar stafar ekki af utanaðkomandi óvinum heldur sprettur af syndinni innan kirkjunnar.“ Tilefni þess- ara viturlegu orða páfa voru frásagnir af skelfilegu ofbeldi þjóna kirkjunnar gagnvart börnum sem þeim hafði verið treyst fyrir og sú gagnrýni trúbræðra hans að fjölmiðlar hefðu gert of mikið úr þessum málum. Sá fréttaflutningur hófst mörgum áður áður en Joseph Ratzinger settist í stól páfa. Viðbrögð forvera hans í embætti voru hins vegar ekki sannfær- andi. Jóhannes Páll páfi hélt því fram að ofbeldismenn- irnir innan kirkjunnar væru aðeins fáein rotin epli. Stað- reyndin var allt önnur. Fyrir liggja lýsingar á hræðilegum gjörðum presta, nunna og starfsfólks kaþólsku kirkjunnar um allan heim. Flest málin komu upp á Írlandi og í Bandaríkj- unum. Í skýrslu, sem bandaríski biskupinn fékk utanaðkomandi stofnun til að vinna árið 2004, eru skjalfest tæplega tólf þúsund dæmi um ofbeldisverk innan kirkju kaþólskra í Bandaríkjunum frá árinu 1950. Nöfn 4.392 presta og djákna eru þar færð til bókar. Í skýrslunni kemur fram að gera má ráð fyrir að allt að fimm prósent presta, sem þjónuðu við kaþólsku kirkjuna frá 1950 til 2004, hafi misnotað barn kynferðislega. Rotnu eplin voru sem sagt ekki fá. Þau voru mörg og fórnarlömbin fleiri. Í Fréttatímanum í síðustu viku birtust frásagnir manna sem höfðu orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Í blaðinu þessa viku stíga fleiri fórnarlömb fram. Lýsingar þeirra eru hræði- legar. Það er ömurlegt til þess að hugsa að yfirmönnum kaþólsku kirkjunnar bárust ábendingar um þennan níðingshátt reglu- lega frá 1963, en samt fékk ofbeldisfólkið að vinna áfram með börnum áratugum saman. Það háttalag passar reyndar vel við fram- ferði kirkjunnar á heimsvísu. BBC frum- sýndi í vikunni heimildarmynd um líkam- legt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi í kaþólskum heimavistarskólum í Englandi og Tansaníu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar kvartað var undan hrottaskap prests sem kenndi við skólann í Englandi, var lausnin að senda hann til starfa við skólann í Tansaníu. Þar hélt hann níðings- skapnum áfram – óáreittur. Lýsingar fyrrum nemenda í skóla kaþólsku kirkjunnar á Íslandi koma fram áratugum eftir veruna þar. Þetta er sama mynstur og sjá má í öðrum löndum. Upp- lýsingarnar brjótast upp á yfirborðið á end- anum. Opinber umfjöllun er hluti af viðleitni þeirra, sem fyrir ofbeldinu urðu, til að gera upp við fortíðina. Kaþólska kirkjan á Íslandi á mikið verk óunnið við að leggja sitt af mörkum við það uppgjör. Tilvitnuð orð leiðtogans í Róm hér að ofan vísa þeim vonandi veginn. Og þau gagnast örugglega fleirum. Þar á meðal leiðtogum annarra trúfélaga. Mörg óuppgerð mál – viðbragða beðið Syndin innan kirkjunnar Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Upplýsingarnar brjótast upp á yfirborðið á endanum. Opinber umfjöllun er hluti af viðleitni þeirra, sem fyrir ofbeldinu urðu, til að gera upp við fortíðina. Fært til bókar Pálmi þarf ekki að örvænta Flugvélar Iceland Express héldu áætlun í 36% flugferða í fyrra, að því er Frétta- blaðið greindi frá fyrr í vikunni. Það þykir ekki gott. Í frétt blaðsins kom fram að brottfarar- og komutími véla Astra- eus, sem fljúga fyrir Iceland Express, í Keflavík séu í 64% tilvika fimmtán mínútum eða meira á eftir áætlun. Ice- landair hélt áætlun í 74% tilfella. Best var staðan hjá SAS sem hélt áætlun í 93% flugferða sinna. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, sagði í annarri frétt að ýmsar ástæður væru fyrir þessu, m.a. að félagið hefði á þessum tíma verið að byrja með flug til Bandaríkjanna. Þá hafi félagið verið að byrja með nýjan þjónustuaðila og að miklar breytingar hefðu verið gerðar á áætlunarkerfinu. Framkvæmdastjórinn benti á að ástandið hefði verið betra á tímabilinu frá september til maí síðastliðins en þá hefði flug á vegum félagsins verið á áætlun í um 65% tilvika. Þjónustumarkmiðin eru, að sögn Mathí- asar, háleit og stefnt að því að ná 75% flugferða á réttan tíma. Ferðasíðan Far- arheill benti hins vegar á að hvert einasta flug Iceland Express hefði verið langt á eftir áætlun síðastliðinn mánudag, 20. júní. „Sætir furðu hvað þessu flugfélagi gengur illa að koma viðskiptavinum sín- um milli staða á uppgefnum tíma,“ segir þar, og í athugasemdakerfi fréttavefs- ins segir Arnór Bjarnason að Iceland Express gangi nú undir nafninu „Never On Time“. Minnir það svolítið á nafnbót Loftleiða á sínum tíma. Það félag hét upp á ensku Icelandic Airlines Loftleiðir, IAL, en fékk nafngiftina Icelandic Always Late – eða bara Lateleidir – vegna þess hve algengt var að vélum félagsins seinkaði. Loftleiðir urðu þó stórveldi svo Pálmi Haraldsson í eignarhaldsfélaginu Feng, sem fer fyrir bæði í Icelandic Express og Astreus, þarf ekki að örvænta. Afdalamenn víðar en hér Stundum er gert grín að Íslendingum sem monta sig af löndum sínum sem gera það gott ytra. Eyþjóðin fámenna telur þann landa sem nær einhverjum árangri ytra nánast heimsfrægan um leið. Sama gildir um þá sem með einhverjum hætti má tengja ættarböndum til Íslands. En það eru afdalamenn víðar en hér. Danskir fjölmiðlar slógu því t.d. upp í vikunni að Alyssa Campanella, nýkjörin feg- urðardrottning Bandaríkjanna, væri af dönskum ættum. Upp úr dúrnum kom að móðurafi Alyssu hefði flutt til Bandaríkjanna frá Helsingjaeyri upp úr miðri síðustu öld. Alyssa er rauðhærð og gæti því fremur verið ís- lensk en dönsk, vegna írskra áhrifa hér á landi, en það er bara plat. Hinir dönsku fjölmiðlar fundu nefnilega út að stúlkan er í raun ljóshærð en litar hár sitt rautt. Alyssa er 21 árs og afar stolt af dönskum uppruna sínum, að því er sömu fjölmiðlar greina frá. Það er annars af Alyssu að segja að hún hefur keppt í fegurðarsam- keppni frá fimmtán ára aldri. Hún keppti í úrslitakeppninni sem ungfrú Kalifornía. Föðurættin er ítölsk, eins og sjá má af eftirnafninu. Svo íslensku monti og afdalamennsku sé við haldið má segja að litlu verður Vöggur feginn. Danir eru að tapa sér yfir því að afi bandarískrar fegurðardrottningar hafi verið Dani á meðan Íslendingar státa af nokkrum alheims fegurðardrottningum; Lindu Pé, Hófí, Unni og fleiri. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum www.foreldrasamtok.is Á fengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsal-ar, en hafa þá einstöku sérstöðu að hafa aðeins þau áhrif að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund. Viðkomandi auglýsa síðan allt hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna. Samkvæmt þessu er það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund. Áfengisaug- lýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð, einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir eru ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum sem þar hafa veruleg áhrif eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt megi erlendis“ þegar vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengisauglýsingar sem m.a byggjast á velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg lög- gjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög, t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöngum, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum, m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna. Sama á við um Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald, bæði út frá heil- brigðisjónarmiðum og ekki síður út frá velferðarsjónar- miðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis“ eru því fyrst og fremst byggðar á ósk- hyggju hagsmunaaðila í áfengisbrans- anum og sem slíkar með öllu óbrúklegar við uppeldi æskunnar og/eða sem sið- ferðisviðmið í samfélaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar á áfengis- og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niður- stöðum er ná til sama aldurshóps sem er utan skóla, gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tíma- punkti/um þarf ekki að segja allt, m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsaga þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁÁ gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra“ áfengisauglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er sá að áfengisauglýsingar eru bann- aðar samkvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferði- legi boðskapur laganna er afar skýr. Með grímulausum áfengisauglýsingum og/eða heimskulegum útúr- snúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmunaaðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölu- lega óáreittir af hálfu yfirvalda (sjá dómasafn www. foreldrasamtok.is). Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lög- varðan rétt á að vera laus við. Lögin eru sett á grund- velli velferðarsjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og unglinga til þess að vera laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýsingum. Aug- lýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélags- legum markmiðum eins og vímulausum grunnskóla; markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisbransans um frelsi til að beina markvissum áfengisáróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum Áfengisauglýsingar, börn og ungmenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.