Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 24.06.2011, Blaðsíða 44
Pirates of Barbary: Corsairs, Conquests and Captivity in the 17th-century Mediterranean heitir nýútkomin bók eftir Adrian Tinniswood þar sem rakin er saga byggða sjófarenda við strendur Miðjarðarhafsins, Marokkó, og ríkja Ottómana-veldisins Alsír, Túnis og Trípolí, en þaðan komu skipin sem í tvígang gerðu strandhögg hér sem löngum var kennt við Tyrkjann. Ritið hefur fengið fullt hús í dómum í breskum fjöl- miðlum en þar er rakin eftir umfangsmiklum heimildum saga þessara staða og þeirra sem þar bjuggu, gripdeildir þeirra og þáttaka í alþjóðlegum hernaði, þar með talin ránin norður á bóginn til Írlands og Íslands. Barbaríið og Tyrkinn voru alla sautjándu öldina og fram á þá átjándu lifandi í hugum alþýðu hér á landi, en þeir sem máttu þola herleiðinguna suður vissu fæstir að þeir væru að öðlast víðari heimsýn en nokkurn landa þeirra gat dreymt um. Bók Tinniswoods er nær 500 síður og gefin út af Vintage. -pbb Fréttir út barbaríinu  Bókadómur rosaBaugur eftir Björn Bjarnason k ominn á eftirlaun úr argaþrasi stjórnmála sest Björn Bjarna-son niður og skrifar bók upp á 432 blaðsíður um Baugsmálið svokall- aða og hlut sinn að þeim málarekstri öllum saman. Bókin er heillegt yfirlit um málin sem hófust með heimsóknum Jóns Geralds Sullenberger, fyrrum samstarfs- manns yfirmanna og eigenda hjá Baugi, til nokkurra ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, sem leiddu til þess að Jón kærði nokkra af stjórnendum Baugs. Lögreglan gerði hús- rannsókn hjá Baugi á þeim dögum þegar fyrirtækið stóð í yfirtökutilboði á meiri- hluta í breska verslunarrisanum Arcadía – svo það varð að engu – og í framhaldi tóku við löng ár réttarhalda yfir nokkrum ein- staklingum sem gegndu ábyrgðarstöðum hjá Baugi. Magnaðasti uppvakningur seinni tíma Á þessum tíma var Björn Bjarnason lengst af dómsmálaráðherra og gætti í því starfi hagsmuna þeirra sem ráku málin fyrir hönd ríkisins. Hann var því eitt megin- skotmark þeirra Baugsmanna sem héldu því fram lengi og æ síðan að ákæran hefði verið samsæri valdamanna í Sjálfstæðis- flokknum. Björn telur aftur á móti víð- tækan stuðning almennings við Jón Ás- geir Jóhannesson og félaga sem ákærðir voru, vera kominn til fyrir sífelldan og lymskulegan áróður svokallaðra „Baugs- miðla“, það er Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Sýnar, Bylgjunnar og dótturstöðva, NFS og Talstöðvarinnar – allra þeirra fjölmiðla sem fyrirtæki Jóns Ásgeirs áttu í. Jón og félagar hafi haft á sínum snærum stóran hóp blaðamanna á öllum þessum miðl- um sem hafi – væntanlega með tilstyrk yfirmanna sinna – ritstjóra, vaktstjóra, fréttastjóra, dagskrárgerðarstjóra – beint skrifum og tali í þá veru að gera hlut hinna ákærðu sem mestan en hlut ákærenda sem verstan. Samsæriskenningar þessar eru einhver magnaðasti uppvakningur sem hér hefur fram komið og lagði þessi draugagangur allt samfélagið undir sig í nær sex ár. Varnar- og ákærurit Bók Björns er varnar- og ákærurit. Hann er enn að ráðast á þá sem dæmdir voru sekir um efnahagsbrot og þeirra sam- verkamenn, hann er enn að berja á pólitískum andstæðingum fyrir meinta aðkomu þeirra að málinu, um leið og hann er enn að fegra sinn hlut og sinna manna í þessu langa og leiðinlega máli. Hann er pikkfastur við sömu hundaþúfuna. Nú er það ágæt aðferð að gefast seint upp, einkum ef sögulegt mannorð manns liggur við. Hvað er betra en að gefa út doðrant þar sem farið er yfir málið í heild, raktar eru allar efnisaðstæður, greinar, ræður, ásakanir etc. í þurrlegri endursögn sem virðist alltaf vera rétt eftir höfð, en svo er hver umfjöllun börnuð með persónu- legri skoðun höfundar? Hér skal fægð sú söguskoðun sem Björn telur rétta; taldi rétta þá, telur rétta nú. Hans sjónarmið hafa ekkert breyst, hann sér ekkert í nýrra ljósi, jafnvel getur hann ekki virt lögmenn Jóns Ásgeirs og félaga neins þar sem þeir finna allt til að halda fram rétti skjólstæð- inga sinna. Og lesanda verður um síðir ljóst að hann er að lesa sögulegt rit um einæði, kviksjá inn í heim og rými stjórn- málamanns sem er skilgetið afkvæmi kalda stríðsins, en jafnframt innmúraður hlekkur í valdanet stjórnkerfisflokks sem telur sig eiga ríkisvaldið. En Björn er ekki vissari en svo um hvernig sagan muni dæma hann að hann telur nauðsynlegt að skrifa sína versjón af atburðum. Samsærisparturinn af allri þessari sögu er eftir á að hyggja svolítið sorg- legur, reyndar eins og allt streð Björns við að bakka sína menn upp. Á endanum, eftir allt málastappið, voru Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson dæmdir fyrir bókhalds- brot, þótt Björn sé svo óheppinn í bókinni að segja þá hafa stundað fjárdrátt eins og hann lét leiðrétta í Mogganum á hvíta- sunnudag. Nákvæmnin er nú ekki meiri. Honum er líka býsna títt að vitna til þess hvað „Baugsmenn“ og „Baugsmiðlar“ segja og gera eins og það sé einhver mönnuð skrifstofa úti í bæ sem vinni alla daga; í venjulegri heimildavinnu sem á að standast kröfur, væri í hverju tilviki greint frá því hver talaði og hvaðan heimildin væri komin, en Björn munar ekki um að vinna svona. Það er ótrúlega lágkúrulega að verki staðið. Beygur við dóm sögunnar Það er ekki auðvelt verk að vinna svona bók, lesandinn trúir samantekt höfundar- ins, fær á honum traust þótt auðvelt sé að greina túlkun Björns, víða svo einþykka að auðvelt er að draga sína eigin dóma af framgangi í málflutningi Björns, til dæmis frásögn hans af athugasemdum Matthíasar Johannessen við fréttaflutning Fréttablaðsins í apríl 2007. En að lestri loknum vaknar lesandinn upp við að hér er ekki ástæða til að treysta neinu; allt verkið er ekki skrifað samkvæmt óhlut- drægnireglu, vandaðri heimildarýni, það er skrifað til að fegra eigin feril. Hvaða brýna þörf rekur menn til þess verður ekki ljóst, ef til vill sá beygur að sagan muni á endanum dæma feril Björns þannig að frægðarsól hans hafi skinið hæst í máli vegna bókhaldsbrota. Og það á tíma þegar dómsmálaráðherrann missti af skipulögðu ráni á öllum helstu fjármálastofnunum landsins innan frá, þar á meðal Seðlabank- anum sjálfum. Ekki beint að vera í takt við tímann. 32 bækur Helgin 24.-26. júní 2011  Bókadómur júní eftir Hörpu Árnadóttur Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Chilenska skáldið Pablo Neruda hlaut Nóbelsverðlaunin í bók- menntum 1971. Tveimur árum seinna var hann allur. Það var uppreisn í heimalandi hans. Vinur hans og forseti landsins, Salvador Allende, var fallinn í umsátri um forsetahöllina. Tólf dögum seinna andaðist Neruda eftir snögg veikindi á sjúkrahúsi heilagrar Maríu í Santiago. Neruda hafði þá uppi áætlanir um að flytjast til Mexíkó. Það er forn- vinur Neruda, Manuel Araya, sem hefur nú heimtað að hafin verði rannsókn á dauða Neruda og fullyrðir Araya að Neruda, sem hafði leitað hælis í sjúkrahúsinu vegna heimsókna herlögreglunnar og var í meðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, hafi hringt í sig þegar Araya og kona Neruda hafi farið af sjúkrahúsinu til húss Neruda að sækja þangað persónulega muni þeirra hjóna. Hafi Neruda fullyrt að hann hefði verið sprautaður í svefni. Við komuna á sjúkrahúsið síðar þann dag hafi Neruda verið orðinn fárveikur og látist þá um kvöldið. Nú er hafin rannsókn á dauða Allendes í Chile og verður andlát Neruda líka tekið til rannsóknar af sama rann- sóknardómara. -pbb Var Neruda myrtur af flugumönnum Pinochets? Sumarland í Skagafirði Lesið fyrir svefninn – Í rúmið með Bíbí Rosabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason, fyrrum dóms- málaráðherra, er önnur tveggja bóka síðustu vikna sem fjalla um samtímaleg efni; hin er eftir Eirík Bergmann, Sjálfstæð þjóð kallast hún. Í liðinni viku stóð valið milli þess hvor væri tekin með í rúmið, Björn eða Eiríkur. Langur ritdómur nafna míns Jóns Hannibalssonar um bók Eiríks hér í blaðinu varð til þess að ég sat uppi með Björn. Á forlagi Crymogeu er komið út bókverk eftir Hörpu Árnadótt- ur, fallega innpakkað í grátt umslag, saum- uð bók sem minnir um margt á vatnslita- bækur Evrópuálfu frá síðustu öldum. Þar eru á andstæðum síðum fígerðar vatns- litamyndir Hörpu og handskrifaðir textar sem lýsa því hvernig sumarið sígur yfir landið í Skagafirðinum þar sem Harpa dvaldi um mánaðar skeið í skjóli Bæjarbænda á Höfðaströnd. Bókin er fylgirit frummyndanna sem eru nú til sýnis á Lista- safni Alþýðusambands Íslands. Gripurinn er fallegur, vatnsliturinn gefur einskær- an svip af höfuðlitum blóma, himins, grasa og fífu, eggja og litbrigða, um leið og listakonan skráir upp- lifun sína í blöndu texta sem eru í senn dagbók og ljóðrænar stemningar. Textinn er þýddur á ensku í prenttextum í bókarlok. Þetta er fagurfræðilega kór- réttur gripur, fíngert útlit samsamar sér vel í efninu, fágað, snoturt, smágert. Lesandinn skynjar um leið endimörk náttúrutil- beiðslunnar eins og hún hefur verið ástunduð í ís- lenskri lýrik, hvernig pastoralinn, sveitasælukveð- skapur hefur lagt ljóðheiminn hér undir sig þar sem afkvæmi túndrunnar eru lofuð í sínu veikburða lífi skamman sumartímann. En verkið samsamar sér vel og er fallega unnið í þaula. Crymogea hefur á skömmum tíma markað sér bás í íslenskri bókaútgáfu. Verk eins og þetta ætti í raun að vera númerað sem „multiple“ listaverk í fáeinum eintökum. Önnur verk útgáfunnar eru öll sama markinu brennd; falleg bókverk í listageir- anum þar sem bókin verður sjónrænn gripur um- fram annað. En öll eru þau átakalítil og brjóta engin form. Á sama tíma og því er fagnað að slík bókaút- gáfa skuli þrífast hér á landi verður lesandinn þess áskynja að hér er lokað á stríðið, átökin í samtím- anum, boðið upp á skjól fyrir hávaða og átökum. Listin verður í því samhengi augnayndi, heimur sem er sér og læst ekki vita af hinu sem er allt um kring: í þennan heim sumarsins kemur ekki akandi umferð, skýjahnoðrar skera ekki rafmagnslínur eða rák þotunnar um heiðan himin. -pbb Önnur prentun á met- sölubókinni Tíu árum yngri á tíu vikum, eftir Þorbjörgu Hafsteins- dóttur, er komin í verslanir og rauk beint í annað sæti metsölulista Eymundssonar. 2. prentun komin  rosabaugur yfir íslandi Björn Bjarnason Bókafélagið Ugla, 432 bls. 2011. Mögnuð bók um víðförula sjóræningja.  júní Harpa Árnadóttir Crymogea, 168 bls. 2011. Harpa Árnadóttir Fangar í bók sinni sumarið í Skagafirði. www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 á mann vERÐ FRá mEÐ mEÐl æti Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Pablo Neruda fékk Nóbelinn 1971. Gripurinn er fallegur, vatnsliturinn gefur ein- skæran svip af höfuð- litum blóma, himins, grasa og fífu, eggja og litbrigða. Björn Bjarnason Fægir í bók sinni þá söguskoðun sem hann taldi rétta þá og telur rétta nú. Hann sér ekkert í nýju ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.