Prentarinn - 01.04.1994, Síða 2
VSK böl
bókaútgáfu
Georg Páll Skúlason
Félag bókagerðarmanna hefur gert
könnun á prentstað íslenskra bóka
sem birtust í bókatíðindum Félags
íslenskra bókaútgefenda 1994.1
bókatíðindum koma þó ekki allar
bækur sem unnar eru á árinu 1994.
Bókaútgáfa hefur minnkað um ca.
10% milli ára en skv. bókatíðind-
um 1993 komu út tæplega 400 titl-
ar það ár, en á þessu ári komu að-
eins út 356 titlar skv. bókatíðind-
unum.
Könnunin sýnir aukningu á
prentun erlendis úr 19,48% í
22,19%. í þeirri tölu er innifalið allt
samprent, þ.e. bækur sem unnar
eru að hluta til á íslandi, en prent-
aðar erlendis á mörgum tungu-
málum samtímis. Ekki eru ná-
kvæmar upplýsingar um hve stór
hluti er þess eðlis.
FBM hefur haldið úti átaki um
að fólk kaupi íslenskar bækur
unnar á íslandi og hefur orðið
nokkuð ágengt í þeirri baráttu, en
betur má ef duga skal.
Greinilegt er að virðisaukaskatt-
ur á bækur hefur haft veruleg
áhrif til hins verra á bókaútgáfuna
í landinu og því er það skýlaus
krafa bókagerðarmanna að hann
verði felldur niður strax og bóka-
útgáfa hafin til fyrri vegs. Islend-
ingar eru bókaþjóð og til að standa
undir því nafni þarf að hlúa að
bókaútgáfu í landinu.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda
bóka prentaðra í hverju landi:
ísland 277 bækur 77,81%
Singapore 17 bækur 4,78%
Ítalía 13 bækur 3,65%
Portúgal 10 bækur 2,81%
Danmörk 8 bækur 2,25%
Skotland 8 bækur 2,25%
Spánn 5 bækur 1,41%
Noregur 4 bækur 1,12%
Hong Kong 4 bækur 1,12%
England 3 bækur 0,84%
Þýskaland 3 bækur 0,84%
Belgía 3 bækur 0,84%
Holland 1 bók 0,28%
samtals 356 bækur 100,00%
2 PRCHTARIHH 4/94
NYTT TRUNAÐARMANNARAÐ
Auöur Atladóttir,
ísafoldarprentsmiöja
Axel Snorrason,
Svansprent
Bergþór Páll Aöalsteinss.,
Akóplast & POB
GuÖrún Guönadóttir,
G. Ben. Edda
Gunnbjörn Guömundsson,
Prentsmiöjan Oddi
Hallgrímur P. Helgason,
ísafoldarprentsmiöja
Hjörtur Reynarsson,
Morgunblaöiö
Páll E. Pálsson,
Offsetþjónustan
Jón Úlfljótsson,
Steindórsprent-Gutenberg
Snorri Pálmason,
Morgunblaöiö
Stefán Sveinbjörnsson,
Prentsmiöjan Oddi
Þorvaldur Eyjólfsson,
Plastprent
Arnkell B. Guömundsson,
Elín Siguröardóttir,
lceland Review
Hinrik Stefánsson,
Prentsmiöjan Oddi
María Hafdís Kristinsdóttir
Stefán Ólafsson,
ísafoldarprentsmiöja
Þórhallur Jóhannesson,
Prisma
Guöjón B. Sverrisson