Prentarinn - 01.04.1994, Qupperneq 3

Prentarinn - 01.04.1994, Qupperneq 3
Er Island láglaunaland? Sæmundur Árnason Nú þegar samningar fara í hönd skulum við gera okkur grein fyrir því að ísland er eitt mesta láglaunaland í Vestur-Evrópu, og laun prentara eru allt að helmingi lægri hér en í öðrum löndum Vestur- Evrópu. Hvers vegna þetta er svo, er erfitt að svara. Er það stefna stjómvalda eða vinnuveitenda sem vilja halda okkur sem láglaunasvæði, eða er það okkur sjálfum að kenna? A undanfömum árum höfum við farið svokallaða þjóðarsáttarleið sem hefur lækkað verðbólgu og vexti og komið á stöðugleika sem er mikils virði. En á þessum árum hefur launa- misrétti aukist gífurlega og á með- an stærsti hluti launafólks hefur þetta 50 til 70 þús. á mánuði em til stéttir sem hafa allt að einni millj- ón á mánuði. Margoft hefur verið reynt að hækka lægstu laun en án árangurs, allt ber að sama brunni, misréttið eykst, því þeir sem hafa tíföld laun verkamanna og stjóma landi og fyrirtækjum hafa engan skilning á högum lægst launuðu verkamanna. Það virðist í raun stefna stjórnvalda að halda Islandi sem láglaunalandi og jafnvel utan Evrópu og er nú svo komið að lægstu laun á Islandi em að færast nær Austur-Evrópu, t.d. Ungveija- landi. Ein meginkrafan er snýr að stjómvöldum er að bæta lífskjör fólks, t.d. með hækkun á persónu- afslætti og hækkun skattleysis- marka. Hefðu stjórnvöld staðið við sitt á undanförnum árum væm mörkin 25 þús. kr. hærri nú. Þessu þarf að ná til baka. Krafan er hærri skattleysismörk, hærri persónuaf- slátt, burt með lánskjaravísitölu, hærri laun. Þá má minnast á virðisauka- skattinn sem settur var á bækur og blöð og varð til þess að mörg blöð hættu útgáfu, prentun bóka fór úr landi í verulegum mæli og at- vinnutækifærum fækkaði í prent- iðnaði. Þá þurfum við einnig að huga að sérkröfum okkar og þar ber hæst samninginn um vaktavinnu, vegna þess að atvinnurekendur virðast túlka hann þannig að hægt sé að skylda fólk til vinnu á sunnudögum. Það er algjör mis- skilningur að hægt sé að þvinga fólk til að mæta til vinnu seinnipart sunnudags á grundvelli okkar samnings. Þetta atriði þarf að taka föstum tökum. Félagar, látum það ekki henda að Island sé einangrað láglauna- land sem hráefnisþjóð á sömu kjörum og lönd Austur-Evrópu, því þá er stutt í Asíu. prentnrinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd prentarans: Sölvi Ólafsson, ritstjóri og ábyrgöarmaöur. Elín Sigurðardóttir, Georg Páll Skúlason, Karl Emil Gunnarsson og Þorsteinn Veturliöason. Allt efni og ábendingar um efni er vel þegiö. Paö eraldrei lengratil okkar en í næsta síma. Leturgerdir í Prentaranum eru: Gill Sans, Palatino, HelveticaCond., Adobe Garamond ofl. Atvinnurekendur ættu aö koma fram viö starfsfólk sitt eins og þeir vilja aö starfsfólkiö komi fram við vipskipta- vininn. Blaöiö er prentað á Ikonofix special matt130gr. Prentvinnsla: ODDI hf. Skriftin sem prýðir forsíðuna er gerð af typografernum og myndlistarmann- inum Torfa Jónssyni. Hún er gerð í anda gömlu húmanistanna. Ósknm félagsmönnum gleðilegra jóla og farscels komandi árs. Stjórn FBM PHENUmN 4/94 3

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.