Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 13
Hluti starfsfólks Morgunblaðsins með viðurkenninguna frá IFRA. Islenskir bókagerðarmenn gera garðinn frægan í útlöndum Finnska bókagerðarfélagið 100 ára Þann 20. ágúst sl. hélt Finnska bókagerðarfé- lagið 100 ára afmælisfagnað í Helsinki. I tilefni af því heiðraði Sæmundur Arnason formaður FBM finnska félaga með nærveru sinni og færði félaginu að gjöf grafíkmynd eftir Ragnheiði Jónsdóttir. Fyrir skömmu hlaut Morgun- blaðið gæðaverðlaun alþjóða- samtaka blaðaútgefenda, IFRA. Verðlaunin voru veitt fyrir góða prentun, en tilgang- ur þessara verðlauna er að ýta undir hágæðalitaprentun í dagblððum. I J „Við höfum lengi verið með gæðavinnu í gangi hjá okkur. Ekki með það í huga að vinna verð- laun, heldur til að bæta vinnubrögðin hjá okk- ur," sagði Ólafur Brynjólfsson verkstjóri hjá Morgunblaðinu er Prentarinn spurði hann um verðlaunin. „Þessi vinna hófst fyrir mörgum árum, en við höfum myndað svokallaða gæða- hópa sem taka fyrir ákveðin afmörkuð verkefni og leysa þau. Vinnan tók verulegan kipp þegar öll starfsemi Morgunblaðsins fór undir eitt þak árið 1993. Þá jókst samgangur á milli deilda, menn komust í meiri nálægð hver við annan og öll samskipti urðu auðveldari. í byrjun voru þau vandamál sem við tókum á fyrst og fremst tæknilegs eðlis, þ.e.a.s. prent- un, litgreiningar, filmuvinna og ýmsir hlutir sem auðvelt er að mæla. Við vorum komnir langt með þá vinnu þegar við fengum tilboð um að vera með í þessari samkeppni. Þá vakn- aði hjá okkur spurning: Hve góðir erum við í samanburði við þá bestu erlendis? Til þess að komast að því ákváðum við að vera með. Það eina sem við þurftum að gera var að senda þeim tíu eintök af þremur tölu- blöðum af Morgunblaðinu prentuðum í sama mánuði. Auk þess urðum við að litgreina prufuform sem okkur var sendur og prenta hann sem hluta af blaðinu. Þessi blöð vou síðan skoðuð og borin saman við sjötíu önnur dag- blöð frá tuttugu löndum. Niðurstaðan varð svo sú að Morgunblaðið var valið í hóp 16 bestu blaðanna sem saman mynda það sem kallað er IFRA Colour Quality Club Annars er þetta bara hluti af því gæðastarfi sem við erum með í gangi hér á Morgun- blaðinu. Við erum t.d. núna með ýmis umbóta- verkefni í myndvinnslunni og auglýsingagerð- inni," sagði Ólafur að lokum. Við undirritun samningsins. Fremriröðf. v.: Guðmundur Ingvarsson og Guðmundur Gíslason, Lsj. Féiags garðyrkjumanna, Guðmundur Hilmars- son og Örn Kjærnested, Sameinaða lífeyrissjóðnum. Aftari röðf. v.: Þórarinn Gunnarsson. ÓLafur Björns- son, Óiafur H. Steingrímsson og Guðmundur Kristjánsson, allir frá Lsj. bókagerðarmanna Sameining lífeyrissjóða A félagsfundi FBM19. október sl. var sam- þykkt, með fyrirvara um samþykki aðalfundar FBM1995, að vinna að sameiningu Lífeyris- sjóðs bókagerðarmanna og Sameinaða lífeyris- sjóðsins á grundvelli samnings sem stjóm Líf- eyrissjóðs þókagerðarmanna hefur undirritað. Sameinaði lífeyrissjóðurinn hóf starfsemi sína 1. júní 1992, en fyrirrennarar hans eru Líf- eyrissjóður byggingamanna og Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða sem þá sameinuðust. Líf- eyrissjóður Félags garðyrkjumanna hefur einnig ákveðið að sameinast Sameinaða lífeyr- issjóðnum. Með sameiningunni er stefnt að því að skapa stærri og öruggari sjóð, auka áhættudreifingu og skapa möguleika til lægri rekstrarkostnaðar og betri ávöxtunar á sjóðunum, þegar til lengri tíma er litið. Þá er stefnt að því að auka og bæta þjónustu við sjóðfélagana. PRENTARINN 4/94 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.