Prentarinn - 01.04.1994, Blaðsíða 16
DuPont hefur þróað hugbúnað, HyperColor,
sem umritar RGB gögn í CMYK og keyrir út
tvö sett af litgreiningum: Hefðbundnar litgrein-
ingar fyrir staðallitina fjóra og aukalitgreining-
ar fyrir cyan, magenta og gulan. Viðbótarplöt-
umar eru notaðar til að styrkja litina á þeim
svæðum, þar sem þekjan er 100% á hefð-
bundnu plötunum. Dave Rosquist, fyrirlesari á
Agfa sýningunni og notandi HyperColor, benti
á, að þar sem litimir séu innan CMYK litrúms-
ins og unnt sé að notast við hefðbundnar röst-
unaraðferðir, sé þessi aðferð ódýrust til
raunlitaprentunar. „I raun er verið að þétta
þekju, skerpa skil og auka mettun alþakinna
flata með því að tvíprenta litinn," sagði
Rosquist.
Pantone hefur í samvinnu við Kodak þróað
sex lita aðferð til raunlitaprentunar og kallar
hana Hexachrome. Auk staðallitanna eru not-
aðir appelsínugulur og grænn. Enn sem komið
er er einungis hægt að keyra út Hexachrome
litgreiningar með KEPS PCS100 litstýringar-
kerfinu frá Kodak. Richard Herbert, einn af
framkvæmdastjórum Pantone, sagði í fyrirlestri
á Agfa sýningunni, að litstýringarbúnaður væri
öldungis ómissandi, þegar raunlitaprentun
væri annars vegar. Herbert sagði, að Pantone
héldi sig við sex liti vegna þess, að sjö og átta
lita prentvélar væru enn sjaldgæfar en hins
vegar væri sex lita vélar víða að finna.
Linotype-Hell, Scitex og TransCal em með á
döfinni hugbúnað, sem gerir kleift að greina í
Þrándur í götu
Það sem helst stendur í vegi fyrir, að raunlita-
prentun geti orðið almenn, er skortur á pmfu-
tækni fyrir fleiri en fjóra liti. Enn sem komið er,
eru nánast öll prufukerfi gerð fyrir staðallitina
eingöngu og það dugar að sjálfsögðu ekki fyrir
fimm, sex eða sjö liti. Sama er að segja um
skrársnið.
Að vísu er hægt að búa til prufur í fleiri en
fjómm litum með Cromalin en nákvæmnin er
hins vegar vafasöm.
Þá má einnig nefna, að engin stöðluð litasett
eru til fyrir sex og sjö lita prentun. Hver fram-
leiðandi notar sfna eigin liti.
Það sem hér er nefnt, kemur í veg fyrir að
raunlitaprentun sé hagkvæmur kostur - hún er
enn dýr. En það gæti einnig falið í sér ákveðna
möguleika fyrir framsýna menn í prentiðnaði,
svo mótsagnakennt sem það kann að virðast.
Lítum á sumt af því, sem spekingamir á Agfa
ráðstefnunni höfðu að segja.
Hægt að hagnast á meðan tæknin er ný
Líflegar umræður spunnust um raunlitaprent-
un að loknum fyrirlestrum. Menn vom sam-
mála um, að raunlitatæknin væri enn á
bernskuskeiði en það gæfi í sjálfu sér ýmsa
möguleika. Gæði væru ekki lengur samkeppn-
isþáttur í hefðbundnum prentiðnaði. Allir gætu
prentað svo vel, að vart yrði betur gert með
fjórum litum. Því væri lágt verð það eina, sem
unnt væri að nota til að ná í viðskiptavini. Það
leiddi aftur til þess, að hagnaður minnkaði
stöðugt. Hins vegar gætu framsæknar prent-
smiðjur notað raunlitaprentun til að selja gæði
á háu verði - en aðeins um stundarsakir. Þegar
tæknin væri orðin stöðluð, sjálfvirk og allra
eign, félli samkeppnin aftur niður á sama stig -
verðstríð. Því er um að gera að vera fyrri til en
keppinautamir, segja þeir djörfustu, meðan
eitthvað er upp úr raunlitaprentuninni að hafa.
I/erkefni og horfur
Hver skyldu svo helstu verkefni fyrir raunlita-
prentun vera? í fljótu bragði virðist sem
raunlitir henti vel fyrir alla hágæðaprentun, t.d.
auglýsingabæklinga og listaverkabækur. Ellen
Philips, markaðsstjóri hjá Pantone, hafði eftir
útgefendum auglýsingabæklinga, að algeng-
asta orsök þess, að viðskiptavinir, sem keyptu
vörur eftir myndum í bæklingum, skiluðu vör-
unum aftur, væri léleg litasamsvörun milli
myndanna og vörunnar. Hún er þess fullviss,
að raunlitir séu svarið við þessu.
Önnur verkefni gætu verið veggspjöld og
umbúðir svo eitthvað sé nefnt. (Reyndar hefur
umbúðaiðnaðnaðurinn prentað með fleiri en
fjórum litum um árabil.)
Eins og áður var sagt, er raunlitaprentun enn
á bernskuskeiði og yrði það um ókomna fram-
tíð, ef allir héldu að sér höndum og biðu þess,
að tæknin yrði hagkvæm. Talsmenn Davis Inc.
raunlitaverkefnisins eru hins vegar nokkuð
bjartsýnir og telja, að um aldamótin verði
raunlitaprentun 15-20% af allri litprentun í
heiminum.
Hver skyldi ríða á vaðið hérlendis?
16 PRENTARiNN 4/94