Prentarinn - 01.04.1994, Side 19

Prentarinn - 01.04.1994, Side 19
Evrópuþing EGF ir tveir kæmu frá Þýskalandi og Spáni. Aðrar tillögur Fyrir þinginu lágu 50 tillögur um hin ýmsu mál, en í umræðum voru 10 þeirra dregnar til baka. Flestallar tillögurnar fjölluðu um það sem við köllum almenn mann- réttindi og að IGF beini kröftum sínum að því að bæta öryggis- og vinnuverndarmál í þróunarlönd- unum og leggi fram fé og mann- afla til uppbyggingar verkalýðsfé- laga og sendi tæknimenn og kenn- ara til aðstoðar við kennslu í grunn- og endurmenntun. En viða- miklar tillögur fjölluðu um endur- menntunarmál og var samþykkt að IGF beindi kröftum sínum að þessum verkefnum. Margar tillögur og miklar um- ræður urðu um vaktavinnu og kom fram veruleg andstaða gegn 7 daga vaktavinnu, ályktað var að vinnuvikan væri aldrei lengri en 5 dagar og frí ávallt 2 dagar. Kvennanefnd IGF Ákveðið var að stofna kvenna- nefnd innan IGF og skyldi stjóm ásamt fulltrúum frá Spáni og Italíu vinna að málinu. Nefndin skal skipuð fimm fuUtrúum og vinna að jafnréttismálum. Starfskjör Þingið lagði áherslu á að unnið yrði næstu ár að upplýsingabanka um laun og önnur starfskjör í að- ildarlöndunum, til að auðvelda fé- lögunum að samræma kjör sín við það sem best væri. Kosningar Hörð átök urðu um kosningu aðal- ritara en þar vom þrír tilnefndir, þeir Olav Boye frá Noregi, Chris Harding og Chris Pate frá Englandi sem var starfsmaður IGF. Á þinginu urðu miklar umræður um hver hinna þriggja hefði mest fylgi. Ljóst var eftir fundi fasta- nefnda að enginn þeirra hefði 50% fylgi eins og áskilið er í lögum. Þar sem Olav hafði aðeins stuðning Norðurlandanna var ákveðið í samráði við hann að draga fram- boðið til baka. Áhugi var fyrir því innan NGU að styðja Harding, en ekki varð samstaða um það, þannig að hver fulltrúi hafði frjálsan atkvæðisrétt. Fastanefndin lýsti yfir stuðningi við Harding. Síðan var gengið til kosninga og fengu þeir Harding og Pate 15 mín. hvor til að kynna sig og útskýra hvað þeir legðu áherslu á í starfi IGF og sátu síðan fyrir svömm í aðrar 15 mín. Harding lagði megináherslu á innri mál IGF en Pate lagði aftur á móti meira upp úr alþjóðasam- starfi. Spumingamar voru mjög hvassar og oft á tíðum á mörkum velsæmis. Síðan var gengið til kosninga og var Pate kjörinn með 105 atkvæðum en Harding fékk 86 atkvæði. Stjórnarkosning Formaður IGF var kjörinn René van Tilborg frá Hollandi, en vara- formenn þeir Tony Dubbings, Englandi, Lucio Castillo, Arg- entínu, Michel Muller, Frakklandi, og Finn Erik Thoresen, Noregi. Norrænir fulltrúar í fastanefnd eru Tom Durbing, Danmörku, Penti Levo, Finnlandi, og Valter Carlsson, Svíþjóð. Næsta þing IGF verður haldið 1998 en stað og stund ákveður fastanefnd. Sæmundur Árnason Fjórða þing Evrópusambands bókagerðarmanna (EGF) hófst 9. nóvember með fundi í fastanefnd sem yfirfór þær tillögur og tilnefn- ingar er fyrir lágu. Englendingar lýstu því strax yfir að þeir myndu draga tilnefningu Hardings til að- alritara til baka þannig að full samstaða skapaðist um allar til- nefningar til stjórnar og fasta- nefnda (aðild að EGF eiga 28 þjóð- ir). Formaður EGF, Bryn Griffiths, setti þingið. Hann taldi miklar breytingar framundan í starfi EGF þar sem nánast öll lönd Evrópu væm á leið inn í Evrópusamband- ið og EFTA væri að lognast út af, því væri ljóst að samtök okkar myndu starfa eftir Maastricht- samkomulaginu á næstu árum. Starfsskýrslur Litlar umræður urðu um skýrslu stjómar, í og með vegna þess að margt var sammerkt með skýrsl- um á IGF þinginu. Tony Dubbing ræddi um þau gjöld er aðildarfé- lög inntu af hendi til IGF og EGF, ljóst væri að mörg félög greiddu hálft gjald og sum ekki neitt, vegna fjárhagsörðugleika, því væri spuming hvort þau ættu að hafa skertan atkvæðisrétt eða engan. Fulltrúi Danmerkur flutti skýrslu um verkefnið Subsprint en það er um nýtt þvottaefni er kem- ur í stað þeirra leysiefna sem not- uð em til þvotta á prentvélum (á næsta ári mun FBM ásamt Iðn- tæknistofnun og Prenttæknistofn- un vinna að Subsprint verkefni). Fulltrúi Noregs flutti skýrslu um evrópska verkalýðsáætlun. Samþykkt var að vinna hana áfram þegar séð yrði hvaða lönd yrðu innan ESB, því ef öll lönd kæmu í ESB og EFTA legðist niður myndi mjög margt breytast í fé- lagsmálum í Evrópu. Fulltrúi Svíþjóðar flutti skýrslu um alþjóðafyrirtæki í prentiðnaði en þar hefur verið umiið að sam- ræmdum samningi, án árangurs til þessa. Tillögur Fyrir þinginu lágu 18 tillögur til laga- og reglugerðarbreytinga, þeim mátti skipta í þrjá flokka: Stuðning og aðstoð við lönd Aust- ur-Evrópu, endurbætur á gmmi- og endurmenntun og samvinnu og samræmingu á samningum. Samþykkt var að styðja lönd Austur-Evrópu í grunn- og endur- menntun með því að kosta leið- beinendur. Halda áfram því starfi er unnið hefur verið í samræm- ingu sveinsprófa og vinna áfram að samræmdum kjarasamningi. NGU lagði fram lagabreytingu um að þing yrði á fjögurra ára fresti og að fastanefnd kæmi sam- an árlega. Þetta var samþykkt að hluta þannig að fastanefad kemur saman árlega, en tillögum um að fella þing alveg niður eða hafa þau á fjögurra ára fresti var vísað til stjórnar og fastanefndar ásamt öðrum breytingum en samþykkt að athuga með þing eftir tvö ár. Kvennanefnd Samþykkt var að stofna kvenna- nefnd innan EGF á sömu nótum og var samþykkt á IGF þinginu. Kosningar Þinginu lauk með kosningu for- manns, varaformanna og aðalrit- ara. Formaður EGF er Tom Durbbing, Danmörku, og varafor- menn þeir Tony Dubbings, Eng- landi, Detlef Hensce, Þýskalandi, Silvano Landoni, Ítalíu, Michel Muller, Frakklandi, og René van Tilborg, Hollandi. Aðalritari var kjörinn Chris Pate. Þá var kosið í fastanefnd og á FBM þar sinn fulltrúa sem er Sæ- mundur Árnason. PRENTARINN 4/94 19

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.