Prentarinn - 01.04.1994, Síða 20

Prentarinn - 01.04.1994, Síða 20
Prófarkalesarinn er einmana GuðmundurAndri Thorsson Þeir hafa alveg sér- stakt fas þessir próf- arkalesarar - þeir eru drýidnir og ábúðar- miklir, en samt lúða- legir. Maður þekkir þá á þrennu: á göngulag- inu sem er skáldlegt; á klæðaburðinum sem er nosturslega látlaus; á bröndurunum sem þeir segja og ganga allir út á prentvillur. En sífelldir brandarar um stafavíxl eða álappalegt orðalag geta orðlð ansi þreyt- andi; skáldlegt göngu- lag getur orðið dálítið bjánalegt - einkum þegar viðkomandi er með húfu - og látleys- ið í klæðaburðinum getur orðið svo yfir- gengilegt að viðkom- andi verður eins og gangandi Frónkex- pakki. Með húfu. En þeir hafa alveg sérstaka lund þessir prófarkalesarar. Þeir neyð- ast starfs síns vegna til að vera óforbetranlegir viskubetrungar. Góður prófarkalesari er í augum þess sem fyrir barðinu á honum verður eins og leiðinlegur dúx: nemandinn sem kann allar ámar í báðum Skaftafellssýslum í réttri röð og hefur yndi af því að þylja: vömb keppur laki vinstur hamar steðji ístað... nemandinn sem rétt- ir upp hönd til að klaga tossann á næsta borði. I augum rithöfundar eða blaðamanns virðist þetta eilíf iðja prófarkalesarans - að leita uppi ávirðingar og yfirsjónir til að klaga fyrir einhverjum litlum yfir- kennara sem býr innra með hverj- um góðum prófarkalesara. Virðist. Því prófarkalesarinn er í rauninni einmana. Það er þreyt- andi til lengdar að vera minntur daglega á að blaðamenn eru óskrifandi hálfvitar en rithöfundar hálfskrifandi óvitar. Og hann má púla við að koma viti í skrif þeirra og launin sem hann fær eru last og daglegt brauð. Hann er konan sem kyndir ofninn minn, sem vinnur verk sín hljóð, er öllum mönnum góð... Hann er don Kíkóti í vonlausum hemaði. Obeit hans á prentvillum verður að þráhyggju með aldrin- um og því meir sem honum stend- ur stuggur af þeim, því nærgöng- ulli verða þær. Það er lögmálið. Eg þekki það: gamall prófarkalesari og rithöfundur var alltaf að skrifa minningargreinar um látna félaga sína í stríðinu fyrir réttlátu samfé- lagi og villulausum texta í dagblað þar sem ég var prófarkalesarinn. I þessum greinum kom alltaf þar í lokin að hann skrifaði eitt- hvað á þessa leið:... en við sem eftir lifum drúpum höfðum í sorg og söknuði... en ég stend / við gröf hans og drúpi höfði... og svo framvegis. Fallegt orðalag en prófarkalesara líkt - því að orðið er stórhættulegt. I öllum fallegu setjarahausunum í prentsmiðjunni beið nefnilega lítið joð þess albúið að hoppa inn í orð- ið, þora gat á það og láta það fara að leka - drúpa varð drjúpa, plisk-plask. Líking af sorglegu þlómi verður líking af lekum krana. Og um leið er joðið eitthvað svo ógnar mjór og veimiltítulegur stafur og hljóðið sem hann vísar á virðist svo lítið afgerandi og svo ó- merkilegt að enginn veit einu sinni hvort það er sérhljóði eða sam- hljóði, hvort það er yfirleitt nokk- ur stafur. Prófarkalesurum var mjög hætt við að yfirsjást slík staf- nefna. Mjög hætt. Og gamli próf- arkalesarinn þurfti sem sé endi- lega að nota sí og æ þetta orð - þrisvar hafði það gerst í minning- argreinum hans að hann var farinn að drjúpa höfði; jafnoft hafði hann hringt daginn eftir og sagt blaðinu upp fjúkandi reiður. Jafnoft hafði konan hans hringt daginn þar á eftir og gerst áskrifandi á ný. I fjórða sinn var ég farinn að vinna á blaðinu. Eg var á fyrri vakt og klukkan níu um morguninn hringdi ritstjórinn í mig og bað mig að sjá til þess að helvítis joðið færi nú ekki enn einu sinni inn í blaðið sem yrði að gjalti. Þegar 20 PKCNmRIHN 4/94

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.