Prentarinn - 01.04.1994, Qupperneq 21
Saga prentiðn
aðar á Islandi
LOKSINS ER HÚN KOMIN, SAGAN OKKAR
Þóra Elfa Björnsson
minningargreinin kom úr setningu
var joðið á sínum stað - ég della
það. í annarri próförk er það horf-
ið - en í þriðju próförk er það
komið á sinn stað - nýjum setjara
þótti eitthvað vanta. Eg della það.
Þegar ég fór heim var greinin
komin á síðu og gamla prófarka-
skáldið drúpti höfði. Þegar ég
fletti blaðinu morguninn eftir
draup það höfði.
Hvað hafði gerst? Þetta: skáldið
leitar alltaf inn á hættusvæðið, inn
í óreiðuna sem það dreymir um að
koma skikk á. Prentvillupúkinn
skelfdi hann og heillaði og slík var
kynngin í lokaátökum þeirra að
enginn mannlegur máttur gat
komið þar nærri. Þetta var síðasta
glíma gamla mannsins við erki-
óvin sinn; skömmu síðar opnaði
hann þá bók sem ein er villulaus
og hrein. Þegar mér barst fregnin
laut ég höfði.
Hölundur er prófarkalesari.
Prent eflir mennt er áttunda bindið
í Safni til iðnsögu Islendinga og er
það væntanlegt á markaðinn þessa
dagana því verið er að leggja síð-
ustu hönd á útgáfuna en verkið
hefur verið nær þrjú ár í smíðum.
Höfundurinn, dr. Ingi Rúnar Eð-
varðsson, hafði aðstöðu í húsa-
kynnum Félags bókagerðarmanna
til söguritunarinnar enda hægt um
vik að seilast þar til heimilda, bæði
á bókasafni FBM og hjá félags-
mönnum sjálfum.
í bókinni er ekki aðeins um
sögulegan fróðleik um iðngrein-
arnar að ræða heldur er einnig ít-
arlegur bókarauki um letursögu
eftir Þorstein Þorsteinsson og er
^ ekki síður fengur að
i \ honum.
■ í inngangi Inga
Rúnars kemur fram
\ að markmiðið með
ritinu sé að segja
'\ frá breytingum í
||\ sögu prentiðnað-
- ar á Islandi hvað
varðarfram-
leiðsluferli og
\ vinnubrögð,
\ lýsa verkefn-
VP \ um og vinnu-
\ stöðum og
\ samtökum
W \ sem tengjast
- ■ \ iðngreinun-
\ um. Þannig
\ er rakin
______—---------ý" saga fjög-
urra iðngreina: setningar,
prentunar, prentmyndagerðar og
bókbands, en þó er ekki farið
þráðbeint eftir tímaröð heldur tek-
ið mið af stýrandi tímabilum í
sögu íslenskrar prentlistar og sér-
kenni hvers þeirra lýst ítarlega.
Margur hefur
furðað sig á því að
prentiðnaðurinn,
sem alltaf er að
kynna aðra, skuli
ekki fyrir löngu hafa
prentað sína eigin
sögu en nú hefur
verið myndarlega
bætt úr því.
Meðal annars er tekið dæmi af
ákveðnu fyrirtæki sem var áber-
andi á hverju tímabili svona til
glöggvunar.
Nokkrar algengar kenningar
um þróun iðnaðar eru teknar fyrir
svo menn geti betur áttað sig á
hvar íslenskur prentiðnaður stend-
ur í ljósi þeirra og er ekki síst
nauðsyn á því í dag að hafa slíkan
sjónarhól svo hægt sé að setja hlut-
ina í stærra samhengi ef menn
vilja gera raunhæfan samanburð á
umhverfi sínu.
Sérstaklega er fjallað um starfs-
fólk í prentiðnaði bæði faglært og
ófaglært, vinnutíma þess og launa-
kjör og einnig rætt um samkeppni
innlendra aðila og einnig við þá
útlendu. Ekki gleymast listamenn-
irnir sem unnu við bókiðnir og er
æviágrip um 40 manns í röðum
tónlistarmanna, rithöfunda,
myndlistarmanna og leikara sem
hafa unnið sér frægðarorð fyrir
sérgáfu sína. Margir hafa komið að
tónlistinni en ekki eru færðar
sönnur á það í þessari bók hvort
það er tilviljun eða hvort takturinn
í vélunum hefur einhver áhrif á að
laða þá til sín.
Prent eflir mennl er eiguleg bók
og nauðsyn hverjum sem vill
kynna sér þróun og sögu prentiðn-
aðar hér á landi.
Þessi glæsilega bók er 550 síður
að stærð í tólf meginköflum auk
bókaraukans. Hún er seld til
áskrifenda á kr. 4.000. Áskrifenda-
listar liggja frammi á skrifstofu Fé-
lags bókagerðarmanna og hjá
trúnaðarmönnum félagsins á
vinnustöðum.
pnEmnm 4/V4 21