Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 8

Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 8
■ ■■ BÓKAGERÐARMENN Heiðursfélagi tekinn tali Á 100 ára afmœlishátíð Félags bókagerð- armanna, þann 4. apríl sl., var SvanurJóhann- esson kjörinn heiðursfélagi FBM. Eftir langt og farsœlt starf í þágu félagsins var það sannar- lega verðskuld- aður heiður. Lófaklapp og hylling félags- manna sýndi líka svo ekki var um að villast samstöðuna og ánœgjuna með þetta val. BJARGEY G. GÍSLADÓTTIR Hann Svanur „okkar“ hefur verið andlit félagsins svo lengi að mörg okkar, a.m.k. þau yngri, eiga erfitt með að hugsa sér skrifstofu FBM án Svans. Hann er með félaga- skrána í kollinum, þekkir öll réttindi félagsmanna og kann samningana upp á sína tíu fingur, bónfús og lipur við alla. Vinnuvemdarmálin hafa einnig átt hug hans ailan og margar umbætur á starfsumhverfi okkar em komnar til að hans frumkvæði. En starfslokin eiga fyrir okkur öllum að liggja og nú hefur Svanur lokið sínu starfi á skrifstofunni. Ekki er hann þó alveg hættur afskiptum af félagsmál- um, situr enn í stjóm félagsins og hefur tekið að sér í hlutastarfi að koma góðu skikki á bóka- og skjala- safnið okkar. Við hittum Svan að máli einn janúarmorgun, hreiðmðum um okkur á bókasafni félagsins og komumst að því að verkalýðsmálin eiga enn hug hans allan, enda félagsmálastússið kannski ffekar lífsstíll en starf. Við gefum Svani orðið... „Ég er fæddur á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dölum 23. sept. 1929. Sem unglingur var ég í Héraðsskól- anum í Reykholti í Borgarfirði og má segja að minn pólitíski áhugi hafi fyrst vaknað þar. Á sumrin var ég í vegavinnu, og við tveir félagamir, 16 ára gamlir, gerðum þar uppsteyt vegna óánægju með að yngri strákur en við, en meiri að burðum, fékk hærra kaup. Það fannst okkur ekki viðunandi. Þannig að ég fór snemma að berjast fyrir jöfnum launum. Hvernig stóð á því að þú lœrðir bókband? Árið 1947 átti ég heima í Hvera- gerði. Hugur minn stóð til að læra rafvirkjun, en á þessum tíma var ekk- ert áhlaupaverk að komast í iðnnám. Lítið var um vinnu í Hveragerði og stóð ég frammi fyrir því að ganga at- vinnulaus eða fara á sjóinn, sem ég hefði auðvitað frekar gert. En þannig háttaði til að faðir minn var í kunn- ingsskap við Þórhall Bjamarson prentara, sem var einn af eigendum Bókfells og varð úr að ég fór á samn- ing í bókbandi.“ Sástu eftir rafvirkjuninni? „Nei, ég hef aldrei séð eftir því að hafa farið í bókbandið. Ég byrjaði að vinna í Bókfelli 4. nóv. 1947, meist- arinn minn var Aðalsteinn Sigurðs- son. í Iðnskólann fór ég síðan eftir áramótin. Þar sem ég hafði verið í Reykholtsskóla gat ég tekið próf af tveimur fyrstu önnunum saman og síðan vorið eftir af 3. og 4. önn. Ég gekk strax í nemafélagið og var m.a. í ritnefnd Iðnnemans í 2 ár. I Bókfelli vom fjórir menn í nemafélaginu og höfðum við allir mikinn áhuga á pólitík. Sveinsprófið tók ég síðan 1952. Hvenœr hófust afskipti þín af félagsmálum? „Árið 1949 hófust afskipti mín af félagsmálum fyrir alvöm þegar ég kom í pontu á fundi í Bókbindarafé- laginu. Ætlunin var að fá sveinafé- lagið til að bera fram launakröfu nema. Á þessum fundi var bitist um laun kvennanna í félaginu og nem- amir fengu að fylgja með. Ur þessu varð mikið mál sem endaði með því að stofnuð var sérstök kvennadeild innan félagsins. Líklega hefur það þó verið stóra verkfallið 1952 sem hafði úrslitaáhrifin varðandi áhuga minn á verkalýðsmálum. Það var samt ekki fyrr en 1961 sem ég fór í stjóm Bókbindarafélags- ins. Ég varð strax ritari og var það alla tíð nema tvö kjörtímabil 1965-68, þegar ég var varaformaður og síðan var ég formaður 1971-77 en þá hætti ég í stjóm vegna veikinda. Eftir að bókagerðarfélögin sameinuð- ust 1980 gaf ég kost á mér í stjómar- setu og hef verið í stjóm samfellt síðan og oftast verið ritari." Hvernig voru heimilisaðstœður hjá þér Svanur? „Konan mín heitir Ragnheiður Ragnarsdóttir og er hjúkmnarffæð- ingur. Við eigum þrjá syni, sá elsti er fæddur 1958. Ragna fór fljótt að vinna utan heimilis eftir að þeir fæddust. Hún gekk vaktir, oft nætur- vaktir og stundum kom það fyrir að við komum heim á sama tíma, ég af næturlöngum fundi og hún af nætur- vakt. Hún þurfti að sinna bömunum og ég fór í vinnuna. Félagsmálin tóku sinn toll af fjölskyldulífinu og vom tímafrek. Bfi eignuðumst við t.d. ekki fyrr en 1970. Jú, þetta var oft erfitt, en það gekk með góðri samvinnu. Ég man sérstaklega eftir löngum og erf- iðum samningum árið 1963. Þá kom sér vel að Ragna vann úti því ffá 3. nóvember og fram að jólum vom tvö verkföll. Reyndar má segja að samningamir þá hafi verið undanfari sameiningar félaganna því þama stóðu öll fjögur félögin saman í fyrsta skipti. Prentar- ar, bókbindarar, offsetmenn og prent- myndasmiðir. I sarrminganefndinni vom þn'r frá hveiju félagi.“ Hvað finnst þér eftirminnilegast frá ferlinum? „Það er nú af ýmsu að taka. Ég held þó að skemmtilegast hafi verið að fá tækifæri til að umgangast allt þetta fólk. En vissulega standa ýmsir atburðir upp úr, t.d. fyrstu samningamir mínir sem formaður Bókbindarafélagsins 1971. Út úr þeim samningum fengum við sjúkrasjóðinn. Prentarar og bókbind- arar vom saman í þessum samning- um og bæði félögin fengu sjúkra- sjóð. Það var geysilegur áfangi. Undanfarinn var reyndar samning- amir 1966 þegar samið var um 40 stunda vinnuviku í áföngum til sex ára. Þegar lögin um 40 stunda 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.