Prentarinn - 01.01.1998, Side 9
—
• • •
e e e í ff> mmk
• .jgjaR&
KAGERÐARMENN ■ ■■
vinnuviku voru svo sett 1971 áttum
við ekki að fá neitt en önnur stéttar-
félög fengu vinnutímastyttinguna á
silfurfati. Því vildum við ekki una
og þau átök enduðu sem sagt með
því að við fengum m.a. 1% tillag at-
vinnurekenda í sjúkrasjóð.
Nú, mér fínnst einnig mjög eftir-
minnilegt þegar okkur tókst að fá
samþykkt að konur sem höfðu unnið
sex ár í faginu gátu farið á námskeið
og síðan tekið sveinspróf."
Ertu sáttur við starfslokin?
„Já, ég er mjög sáttur. Það er
afskaplega gott að geta minnkað við
sig vinnuna og hafa tíma til að sinna
áhugamálunum. Oft hef ég þurft að
taka erfíðar ákvarðanir, en ég hef
lagt allt í sölurnar og ég stend og
fell með mínum ákvörðunum. Eg
hef alltaf reynt að breyta eftir bestu
samvisku og þegar þannig er þá
hættir maður sáttur."
Já, Svanur hefur séð tímana
tvenna. Hann hefur tekið þátt í
baráttunni fyrir öllum þeim félags-
legu réttindum sem við teljum svo
sjálfsögð að við hugsum ekki einu
sinni um að einhverjir hafí þurft að
berjast fyrir þeim. Sjúkrasjóður,
fræðslusjóður, lífeyrissjóður,
atvinnuleysistryggingar, 40 stunda
vinnuvika. Svanur og félagar hans
eru mennimir sem gáfu okkur þessi
réttindi. Þeir börðust fyrir þeim,
fómuðu tíma sínum og fjölskyldulífi
og stundum jafnvel atvinnunni. Þeir
voru hugsjónamenn sem bám hag
samferðamanna sinna fyrir brjósti
og höfðu réttlætistilfinninguna að
leiðarljósi.
Svanur er ekki horfínn úr húsi
Félags bókagerðarmanna. Hann
hefur fengið til afnota herbergi í
kjallaranum og er byrjaður að viða
að sér bókbandsáhöldum. Þar ætlar
hann að sinna sínum hugðarefnum.
Við, sem söknum hans af skrifstof-
unni munum geta heilsað upp á
hann þarna í kjallaranum og enn um
sinn getum við bergt af viskubrunn-
inum og sótt okkur þekkingu úr
hans hafsjó af fróðleik. ■
PRENTARINN ■ 9