Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 17

Prentarinn - 01.01.1998, Qupperneq 17
Þurroffset (Waterless offset) Þessi aðferð er ekki ný af nálinni. 3M samsteypan varði miklu fé í hana á sjöunda áratugnum. Toray í Japan þróaði síðan aðferðina og kom fram með offsetplötu þar sem sílikonhúð kom í stað vatns. Hægt er að ná meiri rastatíðni þar sem vatnið umleikur ekki lengur punktinn. Eins og áður er getið eru prentvélar í dag oft framleiddar með kælibúnaði í valsakerfi og geta þ.a.l. nýst í báð- um aðferðunum. Margt bendir til að stafræn prent- un (computer to press) í þurroffsetti aukist í framtíðinni. Fyrirtækið Creo Products sýndi nýlega kvoðu sem er sprautað á plötusílinder offsetprent- vélar og framkallast síðan prent- myndin á hann með CTP tækni. Eft- ir prentunina er filman þvegin burtu og nýrri sprautað á. Það má því búast við breytingum í náinni framtíð en eins og oft áður sleppur hinn hefðbundni prentari (fagmaðurinn) vel frá þeim af öllu að dæma. ■ PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.