Prentarinn - 01.09.1999, Qupperneq 4
Hvernig fannst þér námið og
hvemig fannst þér mennt-
unin að heiman gagnast
þér?
„Mér fannst skólinn góður,
kennararnir margir mjög færir og
miklir fræðimenn hver á sínu
sviði. Það er mjög undir manni
sjálfum komið hversu djúpt farið
er eða hvaða áherslur maður vill
setja sér. Mér fannst ég vera
nokkuð vel undir þetta búinn fag-
lega og ég held að íslenskir fag-
menn standi framarlega og þurfi
ekki að skammast sín fyrir sín
störf. Það er til dæmis mjög óal-
gengt hérna úti að prentari eða
bókbindari geti gengið á milli
véla og verið jafnfær á þær allar
eins og algengt er heima
Er hœgt að fara í fram-
haldsnám til viðbótar
þessu?
„Eftir BA próf í prentrekstrar-
fræði er ekki um að ræða beint
framhald en prófið gefur mér rétt
til að fara í almennt framhaldshá-
skólanám. Eg hygg til dæmis á
frekara nám í febrúar næstkom-
andi. Ég ætla að skella mér í
Mastersnám í Business Ad-
ministration (MBA) með sérhæf-
ingu í alþjóðaviðskiptum og
stjórnun. Það er ekki neitt sérnám
tengt prenti eða upplýsingamiðlun
en óneitanlega er maður að horfa
á þann iðnað sem framtíðarsvið,
enda fer ég í þetta nám á vegum
RR Donnelley. Prentrekstrarfræð-
in eins og hún er kennd í LCP er
meira viðskipta- og stjórnunar-
tengt nám í upplýsingagreinum en
tæknilegt og það hafa alls ekki
allir sem í þetta fara einhvern
bakgrunn úr sjálfum iðnaðinum.
Þó að tæknihliðin sé gífurlega ít-
arleg og taki mikið af námstíman-
um þá er aðaláherslan á við-
skiptahliðina. Þetta er því ekki
rétta námið fyrir fólk sem hefur
gaman af að vinna við sjálfa
tæknina."
Ertu búinn að fá einhverja
vinnu?
„Mér fannst það vera sjálfsagt
mál að ég fengi vinnu um leið og
náminu lyki og fór í gegnum síð-
asta árið með því hugarfari. Um
haustið fékk ég tækifæri til að
vinna ráðgjafarverkefni fyrir eitt
stærsta fjármálaprentfyrirtækið í
Bretlandi og gat ég talið skólann
á að láta það virka sem BA rit-
gerðina mína. Ég vann með þeim
allan veturinn við að koma með
tillögur um hagræðingu og
straumlínulögun á verkflæðinu
þeirra og var það mjög áhugavert
og gekk vonum framar. Þegar ég
fór að sjá fyrir endann á þeim
vinnu fór ég að hugsa um hvar ég
myndi vilja vinna og setti mig í
samband við nokkur fyrirtæki
hérna úti, meðal annars fyrirtækið
sem ég vann BA verkefnið mitt
fyrir. Það komu nokkur tilboð út
úr því en ekkert sem mér fannst
vera sérstaklega áhugavert.
Ég hafði sótt um hjá banda-
rísku fyrirtæki sem heitir RR
4 ■ PRENTARINN
Donnelley Financial fyrr um vet-
urinn en átti ekki von á að fá svar
frá þeim. Donnelley er stærsta
prent- og miðlunarfyrirtækið í
heiminum og er kannski hægt að
líkja þeim við Microsoft í tölvu-
bransanum, það sækja allir um
hjá þeim sem útskrifast úr háskól-
um í heiminum en færri fá ein-
hver svör. Þessvegna var ég bara
búinn að steingleyma að ég hefði
sent þeim bréf. Þó hafði ég hitt
nokkra af stjórnendum þeirra í
ýmsum samkvæmum um veturinn
en ekki rætt nein atvinnumál. En
allt í einu hringdi síminn hjá mér
og þeir báðu mig um að koma í
viðtal og réðu mig síðan samdæg-
urs. Þannig að ég var nokkuð sátt-
ur við þau leikslok.
RR Donnelley Financial er einn
hluti af risastóru móðurfyrirtæki
sem heitir RR Donnelley & Sons,
fyrirtækið hefur um 30 þúsund
starfsmenn og velti um 7 millj-
örðum dollara á síðasta ári. Donn-
elley Financial sérhæfir sig í
miðlun upplýsinga tengdum
hlutabréfamarkaðinum. Allt frá
því að leigja út fundaraðstöðu til
að klára samrunasamninga og
hlutafjárútboð og skrá upplýsing-
ar á markaðinum og til þess að
gefa út og dreifa upplýsingum út
um allan heim, hvort sem er í
prentuðu formi eða á Netinu."
Segðu okkur í hverju starfið
felst.
„Þegar ég byrjaði hjá RR
Donnelley Financial var ég að
vinna við ýmis sérverkefni tengd
verðútreikningum og kostnaðar-
greiningu ásamt því að koma að
þróun á tölvukerfinu sem við not-
um. Mér fannst það nokkuð