Prentarinn - 01.09.1999, Síða 5
Georg Páll Skúlason
ræðir við
Birgi Jónsson
prentrekstrarfræðing
Hann lagði land undir
fót að ioknu sveinsprófi
í prentun sem hann tók
í Prentsmiðjunni Odda
árið 1996 og fór í fram-
haldsnám við London
College of Printing.
Námið stóð í þrjú ár og
nú er hann útskrifaður
með BA próf í prent-
rekstrarfræðum (Print-
ing Management).
Prentarinn spjallaði við
Birgi Jónsson þegar
hann hóf námið í des-
ember 1996 (4. tbl) og
ákvað að heyra í honum
aftur núna þremur árum
síðar og vita hvað á
daga hans hefði drifið
og hver framtíðin væri
hjá honum þegar fjár-
freku námi væri lokið.
Til hamingju með
útskriftina, Biggi.
áhugavert en langaði samt að
vinna mig upp í eitthvað sem
tengdist meira mínum bakgrunni
eða menntun. Eg var búinn að
ákveða að sjá hvemig málin
hefðu þróast eftir eitt ár og sjá
hvort ég væri kominn í starf sem
ég fyndi mig í.
Ég sat síðan á skrifstofunni dag
einn þegar síminn hringdi aftur, í
honum var framkvæmdastjóri
RRD í Evrópu og Asíu og vildi
hún fá að vita hvort ég væri mjög
upptekinn. Ég gat ekki sagt að ég
væri það og bað hún mig þá að
vera kominn út á flugvöll eftir 3
tíma af því að ég væri að fara til
Sviss að vinna alla helgina. Ég
stökk af stað með ekkert í hönd-
unum nema vinnuseðilinn af
verkinu og nafnið á manninum
sem átti að hitta mig á flugvellin-
um. Ég fór beint í smiðjuna sem
var að vinna verkefni fyrir okkur
og var á staðnum alla helgina.
Þegar ég kom síðan í vinnuna
eftir svefnlausa helgi var ég kall-
aður inn á teppi og sagt að ég
væri kominn með nýja vinnu og
titil. Núna er ég einn af 4 fram-
leiðslustjórum fyrirtækisins og er
mjög ánægður í þessu starfi þó að
það sé krefjandi og vinnutíminn
langur og óreglulegur. Þar sem
við höfum í raun enga fram-
leiðsluaðstöðu í Evrópu sjálfir þá
felst mitt starf í að finna fyrirtæki
sem geta unnið fyrir okkur og
samhæfa síðan alla aðila tækni-
lega til þess að tímasetningar og
áætlanir standist. Það eru allnokk-
ur ferðalög sem tengjast þessu
vegna þess að við notum mjög oft
smiðjur í nokkrum löndum til að
vinna hvem samning til þess að
vera fljótari að dreifa bókunum.
Þessi verk geta verið frá 1000
eintökum upp í 1 milljón eintaka
og við höfum frekar lítinn tíma til
að klára þau. Til að gefa fólki
smá hugmynd um hraðann þá get
ég sagt að ef verk er 14 arkir s/h,
kápa í 5 litum og lökkuð og upp-
lagið 5000 fræstar bækur, þá líða
aldrei meira en 12 tímar frá því
að ég sendi skjalið í smiðjuna
þangað til bækurnar eru farnar í
dreifingu. Þannig að það er oft líf
í tuskunum."
Hvemig er þetta borgað?
„Eðli málsins samkvæmt er
ekki neinn kauptaxti sem menn fá
borgað eftir, heldur er hver og
einn metinn sérstaklega og eru
samningar skoðaðir og bættir
reglulega. Ég var mjög heppinn
með vinnu og hlutirnir em búnir
að gerast mjög hratt hjá mér á
þessu hálfa ári sem ég er búinn að
vera að vinna. Ég er mjög ánægð-
ur með mín laun og hlunnindi og
fjárfestingin í náminu sýnist mér
borga sig á örfáum árum.“
Eru mögnleikar miklir fyrir
nýútskrifaða nema að fá
starfað námi loknu?
„Það verður að segjast eins og
er að prófið er ekki sjálfsagður
aðgöngumiði að góðu starfi, held-
ur hefur bakgrunnurinn og reynsl-
an mikið að segja og hjálpar mik-
ið þegar kemur að því að sækja
um vinnu og fá áhugavert starf.
Það em alls ekki allir sem útskrif-
ast sem fá vinnu og reyndar em
ekki margir af mínum bekkjarfé-
lögum komnir með vinnu. Það er
mikið af óspennandi tilboðum
sem gefa lítið í aðra hönd.“
Er hugmyndin að setjast að
líti eða hefur þií hug á að
koma heim?
„Þegar ég sá að Donnelley var
að fara fram á samning til lengri
tíma langaði mig til að kanna
möguleika á starfi heima. Ég
sendi nokkrum fyrirtækjum bréf
en fékk lítil sem engin viðbrögð,
reyndar var bara einn aðili sem sá
sér fært að taka sér tíma tii að
senda mér línu til að þakka fyrir
bréfið og óska mér góðs gengis
og þótti mér vænt um það. Þetta
kom mér reyndar alls ekki á óvart
og það er nokkuð ljóst að ef fólk
vill fá almennilega vinnu eftir
svona sérhæft nám þá verður það
varla á Islandi í bráð. Iðnaðurinn
er kannski ekki alveg kominn á
það stig heima að hann vilji nýta
sér sérmenntaða stjórnendur. Ég
sé þessvegna fram á að næstu ár
verði ég úti, þó að hugurinn leiti
alltaf heim.
Aftur á móti hef ég mikinn
áhuga á að athuga hvernig það
kæmi út fyrir RRD að fá íslensk
fyrirtæki til að vinna verkefni fyr-
ir okkur, vegna þess að tæknin og
þekkingin eru til staðar á Islandi.
Þetta hef ég verið að kynna fyrir
RRD og var tekið mjög vel í
þetta. Það verður þessvegna gam-
an að sjá hvað gerist í þeim mál-
um.“
Hvað heillar þig mest við
Loitdon?
„Ég og Helena Lind Svansdótt-
ir sambýliskona mín erum mikið
fyrir að prufa nýja matargerð og
förum stundum á nýstárlega veit-
ingastaði. Músíklífið er fyrsta
flokks og við sækjum tónleika
mikið, það er margt hægt að gera
hér og okkur líður vel. Daníel
Freyr sonur minn sem er 6 ára er
einnig búsettur hér og hann er ör-
PRENTARINN ■ 5
ugglega það sem heillar mig mest
í London“
Nú hefur þú verið að kynna
þér ýmis mál í náminu, sem
lesendur Prentarans hafa
notið góðs af í greinaskrif-
um undanfarið. Hvað sýnist
þér standa uppiír varðandi
framtíðina íprentbransan-
unt?
„Ég held að prentiðnaðurinn
eigi eftir að halda hlut sínum í
framtíðinni. Við eigum í gífur-
legri samkeppni við Netið og raf-
ræna miðla en ég held að ef iðn-
aðurinn getur lagað sig að þessu
og fyrirtækin þróað sig til að
temja þessa tækni og boðið sjálf
þessa þjónustu þá getum við bara
vaxið. Eins og ég skil orðið
„prentiðnaður“, þá er það þjónust-
an til þess að miðla upplýsingum
í hvaða formi sem þær eru, ekki
bara farvi á pappír. Þó held ég að
við eigum ekki eftir að sjá hefð-
bundið prentverk leggjast af í
framtíðinni, hins vegar verður
mikil bylting í sjálfvirkni fram-
leiðslunnar á næstu 10 árum. En
það verður alltaf þörf fyrir góða
og vel þjálfaða starfsmenn."
Hverju myndir þú ntœla
með við þá sem hyggja á
framhaldsnám í prentverki?
„Menn þurfa að vera með það á
hreinu af hverju þeir vilja fara út í
þetta, skólinn sem ég kem úr er
gífurlega dýr og það er engin
trygging fyrir því að þetta komi
til með að borga sig að lokum. En
ef fólk er tilbúið að taka áhættuna
og áhuginn er fyrir hendi þá mæli
ég hiklaust með þessu og óska
öilum góðs gengis.“
Viltu segja eitthvað að lok-
um?
„Það er lítið eftir nema biðja
ofsalega vel að heilsa öllum
gömlu vinnufélögunum á klakan-
um.“
Prentarinn þakkar Birgi fyrir
spjallið og óskar honum alls góðs
í framtíðinni. Jafnframt er áhuga-
vert að sjá hvort honum tekst að
koma á samvinnu milli fyrirtækja
hér heima og RRD.