Prentarinn - 01.09.1999, Síða 6
I starfsmannafélagi prentsmiðj-
unnar Grafík eru 55 manns. Félagið
hefur verið starfandi með ýmsum
hætti síðan 1936.1 ágústmánuði
1994 þegar prentsmiðjan Edda og
G.Ben prentstofa sameinuðust var
ákveðið eftir mikla samkeppni um
nafn að kalla félagið EddiBen.
Fyrsti formaður félagsins var kjör-
inn Örn Geirsson og hefur hann
gegnt embættinu frá upphafi.
Gjaldkeri er Konráð Þorsteinsson
og hefur hann einnig haft veg og
vanda af íþróttamálum innan fyrir-
tækisins. Má þar nefna Dúddamót-
ið í golfi þar sem Fróði og Grafík leiða saman hesta sína. Vikulegar
fótboltaæfingar eru á sunnudögum. Innanfélagsmót í pílukasti, knatt-
spyrnu milli deilda, keilu og fl. Spilakvöld eru haldin þar sem spiluð
er félagsvist.
Dagskrá Eddaben ár hvert hefur verið fjölbreytt og má þar fyrst
nefna árshátíð sem haldin hefur verið á ýmsum stöðum, Hótel Sögu á
100 ára afmæli FBM, Hótel Örk, Broadway, Skólabrú og úti í
Washington D.C. og víðar. Hljómsveit prentsmiðjunnar Cover leikur
fyrir dansi. Konráð Þorsteinsson hefur samið texta um Grafík við KR
lag Bubba Morthens.
Einnig hefur verið fastur liður að fara
sem hefur verið með ýmsu sniði, það er að
segja fullorðins- eða fjölskylduferð. En þó
alltaf innan Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins. I
boði hefur verið að fara á hestbak, göngu-
ferð og/eða bátasigling, sem svo hefur end-
að með sameiginlegu grilli og tilheyrandi.
Ýmist hefur verið farið
frá hesthúsum Ishesta
í Garðabæ eða Hafn-
arfirði (að undan-
skildu 1997 var far-
ið í Syðra-Langholt
þar sem í boði var
bátasigling, hesta-
ferð, veiði eða bara
að liggja í heita pott-
inum). A meðan út-
reiðartúr stendur yfir hafa
hinir gengið um Heiðmörkina
og/eða yfir í Kaldársel þar sem við
höfum grillað saman í Valabóli eða við reiðhöll Sörla.
Haustferð
Helgarferð til útlanda
eða óvissuferð. 1998 var
farin óvissuferð, mæting
við Grafík og ekið í rútu
út í buskann. I þetta skipti
Nesjavallaleið til Þing-
valla þar sem allir fóru
um borð í bát frá Þing-
vallasiglingum og sigldu
yfir vatnið þar sem
partírúta frá Hópferða-
bílum sem inniheldur
ísskáp og fl. beið með einn kaldan fyrir mannskapinn. Síðan lá
leiðin unt Lyngdalsheiði yfir á Laugarvatn í Miðdalinn þar sem
biðu okkar samlokur, gos og bjór í félagsaðstöðu Golffélagsins.
Þaðan var síðan farið á Geysi og stoppað til að fara í
sund og fl. Síðan lá leiðin í Kjarnholt þar sem starfs-
mannafélagið hafði tekið á
leigu sal og búið var að
grilla ofan í mannskapinn B
og sungið var fram eftir G R A F I K
nóttu. A leiðinni heim var
síðan stoppað á Hótel Örk í
kaffi, konna og balís.
6 ■ PRENTARINN