Prentarinn - 01.09.1999, Síða 7
Miðdalsmótið, golfmót Félags
bókagerðarmanna, fór fram á
golfvelli Dalbúa í Miðdal 14.
ágúst 1999. Þetta er í fjórða sinn
sem við höldum golfmót í Mið-
dal, þátttakendum fjölgar með
hverju móti og að þessu sinni
voru keppendur 44.
Eftir kaffiveitingar var kepp-
endum raðað á teiga og hófst
mótið kl. 11.30 undir öruggri
stjórn Jóns Þ. Hilmarssonar,
gjaldkera Dalbúa. Miðdalurinn
skartaði sínu fegursta og kepp-
endur léku við hvern sinn fingur í
blíðskaparveðri fram eftir degi en
í lokin gerði eina af þessum
miklu rigningardembum sem
Miðdalur er frægur fyrir. Kepp-
endur létu það ekki koma sér úr
jafnvægi og spiluðu sitt golf.
I mótslok var boðið upp á veit-
ingar og tóku þátttakendur hraust-
lega við veitingum eftir skemmti-
lega keppni. Keppt var um far-
andbikar FBM í fjórða sinn ásamt
eignarbikar fyrir fyrsta sæti með
forgjöf. Postillon-bikarinn var
veittur fyrir fyrsta sæti án forgjaf-
ar, eignarbikar fyrir fæst pútt og
Kristinn Friðriksson t.v. kom sá og sigraði í Miðdalnum og tók þrjá
bikara. Hér tekur hann við verðlaunum hjá Sœmundi Arnasyni og Jóni
P. Hilmarssyni, t.h., mótsstjóra.
eignarbikar í kvennaflokki.
Einnig voru veittar viðurkenning-
ar fyrir að vera næst holu á 5. og
8. braut og lengsta teigshögg á 3.
braut. Auk þess var dregið úr
skorkortum svo lengi sem verð-
laun dugðu. Aðalstuðningsaðili
mótsins var Hvítlist er veitti
fjölda verðlauna. Einnig gaf
Morgunblaðið verðlaun. Kunnum
við þeim bestu þakkir fyrir stuðn-
inginn.
• 1. verðlaun með forgjöf og far-
andbikar FBM hlaut Kristinn
Friðriksson með 63 högg, í öðru
sæti varð Guðjón Steingrímsson
með 67 högg og í þriðja sæti Jó-
hannes Olafsson með 68 högg.
Kristinn Friðriksson vann einnig
Postillon-bikarinn, 1. verðlaun án
forgjafar, með 77 höggum, jafnir í
öðru og þriðja sæti urðu þeir Al-
bert Elísson og Páll Erlingsson
með 79 högg. Kvennabikarinn
vann Guðný Steinþórsdóttir á 72
höggum með forgjöf. I öðru sæti
var Guðrún Eiríksdóttir með 78
högg og í þriðja sæti Halla Svan-
þórsdóttir með 85 högg. An for-
gjafar varð Guðrún í fyrsta sæti
með 92 högg, Guðný með 100
högg og Halla með 113 högg en
átta keppendur voru að þessu
sinni í kvennaflokki. Púttmeistari
FBM varð Theódór Guðmunds-
son, með 23 pútt.
Mjög ánægjulegt var hve marg-
ir tóku þátt í mótinu að þessu
sinni en með þessu keppnisfyrir-
komulagi að raða keppendum á
teiga er völlurinn sprunginn og
fyrirsjáanlegt er að annan hátt
verður að hafa á næsta ári, því þá
gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir
fleiri keppendum. Fimmta Mið-
dalsmótið verður um miðjan
ágúst árið 2000.
Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins stóðu
fyrir hófi í tilefni af útskrift nýsveina í bókagerðargrein-
um 11. júní sl. Alls útskrifuðust 24 sveinar, 9 í prent-
smíð, 13 í prentun og 2 í bókbandi. FBM óskar öllum
nýsveinum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í
starfi.
FBM veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveins-
prófi og hlutu hana eftirtalin: F.v. Guðlaug Jónsdóttir,
bókband, Guðrún Berglind Sigurðardóttir, prentsmíð,
og Bjarki Logason, prentun.
PRENTARINN ■ 7