Prentarinn - 01.09.1999, Síða 8

Prentarinn - 01.09.1999, Síða 8
Helga Hannesdóttir, geðlæknir: Afleiðingar fyrir næstu kynslóð Inngangur I upphafi máls míns langar mig til þess að þakka Jafnréttisráði og Karlanefnd Jafnréttisráðs sérstak- lega fyrir að efna til þessa mál- þings og bjóða mér að vera meðal frummælenda. Samvinna milli fagfólks og atvinnulífs er einkar mikilvæg leið til að auka þekk- ingu og skilning á velferðar- og í þessu tilfelli heilbrigðismálum barna, unglinga og fjölskyldna. Umræða þessi er tímabær því þörf er á sífelldri úttekt á hags- munum barna og unglinga vegna róttækra fjölskyldubreytinga á undanförnum árum. I upphafi virtust breytingar fyrst vera á högum mæðra en breytingin hefur svo sannarlega haft jafnframt áhrif á feður og náð til alls þjóð- félagsins og spurningar hafa vaknað um hvaða áhrif þjóðfé- lagsbreytingar hafa haft á hags- muni fjölskyldunnar. Nýlegar rannsóknaniðurstöður frá nágrannalöndum okkar hafa gefið til kynna að þjóðfélags- breytingar, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafi ekki haft al- varlegar afleiðingar fyrir næstu kynslóð þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er hins vegar að bera saman rannsóknir milli landa þar sem um er að ræða margar breyt- ur og áhrifaþætti, eins og t.d. meðalvinnutíma foreldra og með- allengd fjarveru foreldra frá börn- um vegna vinnu. Einnig gæði um- önnunar og uppeldisaðstæður barna meðan á fjarveru foreldra stendur og mismunandi ábyrgð feðra. Nýleg rannsókn í Banda- ríkjunum leiddi í ljós að feður sem hafa valið að vera heima til að gæta barna sinna sýna meira frumkvæði og virkni í gæslu barna en almennt mæður. Þörf er á reglubundinni úttekt á hags- munum barna og unglinga m.t.t. þarfa þeirra fyrir framtíð. Nýleg rannsókn á 123 kjarna- fjölskyldum á íslandi hefur leitt í ljós að meðalvinnutími foreldra er meira en 56 klst. á viku (Félags- vísindadeild Háskóla Islands). Þriðjungur foreldra tekur auk þess með sér vinnu heim að afloknum vinnudegi. Rannsókn frá 1995 á 846 barnafjölskyldum á íslandi sýndi að þá var um að ræða fimm fjölskyldugerðir og meðalvinnu- tími foreldra var yfir 40 klst. á viku. Að öllum líkindum krefst það meiri tíma að eiga fleiri fjöl- skyldugerðir. Foreldraábyrgð byggist á því að samhengi sé inn- an fjölskyldunnar, lög og reglur séu virt bæði heima og í þjóðfé- laginu. Foreldrar hlúi að hinu göf- uga í samskiptum við börn sín til að stuðla að því að börn fái betri fótfestu til að standa á í lífinu. Börn þurfa skýr mörk og ákveðn- ar reglur sem byggjast á væntum- þykju og umhyggjuhvöt foreldra. Foreldrahvöt er undirstaða siðvits og heilbrigðs þroska barna og unglinga. Foreldrar þurfa að gefa börnum sínum tilfinningu fyrir samhengi í gegnum fjölskyldu, sögu og félagsvitund, sem eru teikn um tengsl við menningu og umhverfi. I nútíma þjóðfélagi virðist það allt of algengt að ótalmörg börn séu keypt af foreldrum og full- orðnum með hlutum í stað tilfinn- ingatengsla. Sjónvörp, tölvur og farsímar virðast stýra tíma barna og unglinga á of mörgum íslensk- um heimilum. Foreldrar þurfa að stýra betur mannlegum samskipt- um með bættri foreldraábyrgð við börn og unglinga. Foreldrar þurfa að forðast að setja ábyrgð sína yfir á börn og unglinga og forða börnum frá gerviveröld sem er ekki í tengslum við mannleg sam- skipti. Tímarnir breytast. Við umhugsun um breytt þjóð- félag er vert að staldra við og hugleiða hvað hefur raunverulega breyst undanfarin 40-50 ár. Árið 1950 annaðist móðirin vanalega flestar máltíðir dagsins, sem voru fastákveðnar og þær sömu frá degi til dags. Allir fjölskyldumeð- limir borðuðu saman og vanalega voru samræður meðan á máltíð stóð. Fyrir utan að sjá um almenn heimilisstörf, svo sem hreingern- ingar, innkaup og undirbúning máltíða var það ekki síst hlutverk móður að vera alltaf til reiðu, hlusta á kvartanir, tilfinningatján- 8 ■ PRENTARINN ingu barna og eiginmanns, gleði þeirra og sorgir, oft á tíðum með- an hún hrærði í pottunum og und- irbjó máltíðir. Á heimilum var vanalega ein fyrirvinna en á ein- staka heimilum vann þó eigin- kona eða móðir utan heimilis. Það var að jafnaði æskilegt talið að vera heimavinnandi húsmóðir og þær fengu á sig ýmiskonar viður- kenningarorð, svo sem „góðar eiginkonur" eða „duglegar hús- mæður og mæður“. Eftir 1970 -1980 fóru ungar mæður og konur að skilgreina hlutverk sitt á nýjan leik. Þær gerðu kröfur til eiginmanna og feðra að þeir tækju virkari þátt í uppeldi bama þeirra og bæru ábyrgð á heimilisstörfum til helm- inga á við þær. Á þessum árum var það algengt að hjón höfðu ekki rætt um hvemig ætti að skipta vinnunni og skipuleggja heimilisstörf og uppeldi barna og áberandi var ábyrgðarleysi og til- hneiging til að varpa ábyrgðinni yfir á hinn aðilann án þess að hann hefði fallist á að taka við henni eða gerði sér grein fyrir innihaldi ábyrgðar. Hverjar eru afleiðingar fyrir næstu kynslóð? Allmargir stjórnmálamenn víða um heim hafa tekið alvarlega þeim þjóðfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á undanförnum ámm og alþingi margra landa hafa brugðist við hið snarasta til að koma til móts við breyttar þarfir. sérstaklega barna og ung- linga og fjölskyldna, og byggt upp margbreytileg úrræði. Hér á landi em það einkum fimm atriði sem hafa verið í umræðunni og hafa vakið alvarlegar áhyggjur. Eg mun nú fjalla nánar um þessi fimm atriði. 1. Fjölgun hjónaskilnaða. 2. Aukin áfengis- og fíkniefna- neysla unglinga. 3. Há slysatíðni meðal barna og unglinga. 4. Sjálfsvíg unglingsdrengja á aldrinum 15-24 ára. 5. Aukið ofbeldi gagnvart börn- um.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.