Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 9
barnið eða unglinginn. Stórefla
þarf allt fræðslustarf í tengslum
við hjónaskilnaði, bæði fyrir
börn, foreldra, unglinga og í fjöl-
miðlum. Veita þarf foreldrum ým-
iskonar aðstoð við sambúðar-
slit/hjónaskilnað til þess að sem
flestir nái sér sem fyrst eftir
breytinguna og áhrifin verði ekki
langvarandi.
Fíkniefnaneysla unglinga
Afengis- og fíkniefnaneysla
unglinga fer stöðugt vaxandi í
þjóðfélagi okkar skv. niðurstöðum
kannana. Tölulegar upplýsingar
úr meðferðarstarfí á sjúkrahúsinu
Vogi hafa sýnt fram á að síðustu
' hörnum?
Hjónaskilnaðir
Árið 1997 varð 1481 hjóna-
vígsla á Islandi. Á sama ári urðu
hjúskaparslit hjá 1228 pörum.
Lögskilnað hlutu 514 pör. Árið
1961 voru hjónaskilnaðir færri en
200, svo aukning á hjónaskilnuð-
um er umtalsverð. Hjónaskilnaðir
hafa vanalega í för með sér mikil
og varanleg áhrif, bæði á börn og
fullorðna. Hjónaskilnaður er oft-
ast harmur í lífi allra fjölskyldu-
meðlima. Áhrif hjónaskilnaðar
eru sálræns eðlis, sorg, vanlíðan
og hugsanlegt þunglyndi getur
komið í kjölfarið, sem getur síðar
meir framkallað líkamlega sjúk-
dóma. T.d. meðal unglinga, þá
margfaldar þunglyndi áhættu
þeirra til að ánetjast tóbaki. Þung-
lyndi er t.d. talið ein algengasta
skýring á átröskunum. Eftir
hjónaskilnað eða sambúðarslit
foreldra eykst oft ábyrgð barna og
unglinga á eigin lífi. Þegar böm
og unglingar lenda í fullorðins-
eða foreldrahlutverki í kringum
hjónaskilnað foreldra getur það
stuðlað að þroskahindrun fyrir
átta ár hefur ungu fólki í meðferð
stöðugt farið fjölgandi. Mest er
aukningin í yngsta aldurshópnum,
19 ára og yngri. Sá aldurshópur
hefur rúmlega tvöfaldast í með-
ferð. Nú er þessi aldurshópur
14% af heildarfjölda sjúklinga en
árið 1988 var hann aðeins 4% af
sjúklingahópnum. Piltar sem
fæddir eru 1978 hafa komið
4,39% úr árganginum áður en
þeir urðu tvítugir, til meðferðar,
og 2,1% stúlkna 19 ára og yngri.
Upphaf áfengisdrykkju meðal
unglinga hér á landi virðist
stöðugt fara lækkandi. Einnig hef-
ur komið í ljós við rannsóknir að
áfengisvandamál er ekki síður
vandamál foreldra en unglinga.
Mikilvægt er að foreldrar skilji að
það er vanalega á ábyrgð þeirra
að leita hjálpar og vera vel á
verði áður en í óefni er komið
með áfengis- og fíkniefnamis-
notkun unglinga þeirra. Unglingar
hafa vanalega lítinn skilning á
neysluvenjum sínum og leita oft
ekki hjálpar sjálfir. Skv. upplýs-
ingum frá SÁÁ hefur óheillavæn-
Ég mun nú fjalla nánar
um þessi fimm atriði.
1. Fjölgun hjóna-
skilnaða.
2. Aukin áfengis- og
fíkniefnaneysla
unglinga.
3. Há slysatíðni með-
al barna og ung-
linga.
4. Sjálfsvíg unglings-
drengja á aldrin-
um 15-24 ára.
5. Aukið ofbeldi
gagnvart börnum.
legust þróun átt sér stað í yngstu
aldurshópum, 19 ára og yngri, en
sá aldurshópur hefur rúmlega tvö-
faldast sem komið hefur til með-
ferðar á síðustu árum.
Sjálfsvíg
Sjálfsvíg unglingsdrengja er
langoftast afleiðing af áfengis- og
fíkniefnaneyslu en tíðni sjálfsvíga
rpeðal unglingsdrengja á aldrinum
15-24 ára hefur haldist óbreytt
hér á landi sl. tíu ár og er því Is-
land með hæstu sjálfsvígstíðni
unglinga á þessum aldri í heimin-
um. Rannsókn frá árinu 1994 á 17
og 18 ára unglingum hvaðanæva
af landinu sýndi fram á að 21 %
þeirra hafði einhvern tímann hug-
leitt sjálfsvíg á síðustu sex mán-
uðum fyrir rannsóknina. Árið
1992 var gerð lífsviðhorfskönnun
á unglingum í 9. og 10. bekk
grunnskólans (14-16 ára), sem
leiddi í ljós að 8,2% stúlkna
hefðu gert sjálfsvígstilraun og
4,8% drengja, samtals 6,5% ung-
linga úr 7018 unglinga úrtaki.
Tíðni sjálfsvíga miðað við 100
þús. íbúa á Islandi var 23,7 fyrir
drengi á aldrinum 15-24 ára árið
1993 (Heimild: WHO World
Statistics 1995).
Há slysatíðni meðal barna
og unglinga.
Islendingar hafa á síðustu árum
verið fremstir meðal þjóða heims
hvað varðar lífshorf nýfæddra
barna. Hins vegar virðist sem það
hafi glatast á unglingsárum sem
hefur áunnist á fyrstu ævimánuð-
um þar sem slysatíðni meðal
barna og unglinga hér á landi hef-
ur verið með þvf hæsta sem sést
hefur á Norðurlöndum. Dánar-
tíðni 10-14 ára barna skv. rann-
sókn Onnu Stefánsdóttur og fleiri
frá 1995 (Læknablaðið) er með
því hæsta sem gerist í Evrópu
PRENTARINN ■ 9
varðandi slys bama á þessum
aldri.
Aukið ofbeldi.
Kynferðisafbrot og annars hátt-
ar líkamlegt ofbeldi gagnvart
börnum hefur einnig verið skelfi-
leg staðreynd í okkar velferðar-
þjóðfélagi og ótrúlegur fjöldi
barna verður fyrir margskonar of-
beldi í uppvextinum og mörg
þeirra bíða þess seint bætur. Á
fimm ára tímabili frá 1993-1997
fengu barnaverndarnefndir í land-
inu 465 mál til meðferðar vegna
meintrar kynferðislegrar misnotk-
unar á börnum. Lögreglurannsókn
fór fram í 250 þessara mála og af
þeim þótti efni til ákæru í 126
málum eða tæplega helmingi
kærðra mála. Augljóst er að heil-
brigðis- og réttarkerfið hefur ekki
komið nægjanlega til móts við
þarfir þessara barna og mikilvægt
að vinna sem fyrst að úrbótum í
þessum málum. Kynferðisafbrot
gegn börnum er einn af alvarleg-
ustu glæpum í íslensku samfélagi.
Ceðraskanir barna og
unglinga.
Geðfaraldsfræðilegar rannsókn-
ir á íslenskum börnum hafa verið
framkvæmdar hér á landi á und-
anförnum árum til þess að afla
upplýsinga og kortleggja almennt
heilsufar, líðan og atferli barna til
uppbyggingar á heilbrigðisþjón-
ustu til framtíðar. Yfir tvö þúsund
börn og unglingar hafa tekið þátt
í þessum rannsóknum á undan-
förnum árum og veigamikilla
upplýsinga hefur verið aflað varð-
andi geðraskanir barna og ung-
linga. Algengi tilfinninga- og at-
ferlisvandamála og heildarvanda-
málatíðni 2ja og 3ja ára barna á
Islandi og í Finnlandi er nákvæm-
lega sú sama. Heildarvandamála-
tíðni hjá börnum 6-11 ára í sam-
anburði milli sjö landa sýndi fram
á að Svíþjóð á heilbrigðustu börn-
in í heiminum í dag en þar er
vandamálatíðnin 14 en Noregur,
Danmörk og Island eru með ná-
kvæmlega sömu vandamálatíðni
barna eða 17,5.
Framhald á nœstu síðu.