Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 17
Vindum nú okkar kvœði í kross. Þú ert vœntanlega hœstánœgður með stöðu þinna manna í fótboltan- um? „Já já, en eins og þú veist núna þegar við tölum saman, þá vantar KR ennþá tvö stig til að sigra. Það eru ennþá sex stig í pottinum og Vestmannaeyingar eru fimm stigum á eftir svo það getur allt gerst og eins og þú veist, þá hefur KR stundum verið komið með alla tíu fingur á bikarinn en hann runnið þeini úr greipum. Sérstak- lega man ég eftir þegar Frammar- ar tóku bikarinn af okkur þegar varnarmaður hjá þeim, sem aldrei hafði skorað mark á ævinni, skor- aði mark á síðustu sekúndu leiks- ins og þar með vann Fram bikar- inn á hagstæðara markahlutfalli. Mér líst alls ekki illa á stöðuna núna en þetta er ekki búið fyrr en dómarinn hefur flautað lokaflaut- ið. Við spyrjum að leikslokum.“ Þú þekkir það nú tnanna best að verða Islands- meistari ttieð KR. Varstu ekki fimm sinnum ís- landsmeistari ttieð þeitn? „Jú, það er rétt, og meira að segja varð ég íslandsmeistari á fimmtíu ára afmælinu '49 og þá urðum við meistarar þrjú ár í röð og það tók nú Skagamenn dálítið langan tíma að ná því meti. Það er erfitt að vera meistari, því allir vilja vinna meistarann og því verður hann að taka helmingi meira á en ella.“ Og sex ár í landsliðinu? „1948 kem ég fyrst inn í lands- liðið í leik á móti Finnum. Það hefur lítið verið talað um hann, þann leik, en við unnum hann 2-0 og Ríkharður Jónsson Skagamað- ur skoraði bæði mörkin. Þetta var tímamótaleikur að því leyti að þetta var fyrsti landsleikurinn sem Island vann. Það er miklu meira talað um þann fræga leik 1951 þegar við unnum Svía 4-3 og Ríkharður skoraði öll mörkin, sum með hjálp okkar KR-ing- anna. Hann var stjarna þess tíma og langbestur. Þetta var góður tími. Ég kynntist fjöldanum öllum af góðum drengjum bæði úr Val, Fram og Skaganum. Inni á vellin- um vorum við auðvitað svamir andstæðingar, en í dag eru þetta góðir vinir manns. Það var mjög gefandi að kynnast mönnum eins og Sigurði og Gísla Halldórsson- um og öllum hinum KR-ingun- um. Þetta var lífsreynsla sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilj- að missa af.“ Hvað lékstu tnarga lattds- leiki? „A þessum ámm voru ekki leiknir nema einn til tveir leikir á ári. Ég lék næstum alla leiki sem þá voru. Að vísu spilaði ég sömu stöðu og Donni, sem var okkar snjallasti hægri útherji. Hann var mjög leikinn en gleymdi því stundum að gefa fyrir markið. Var allur í að plata andstæðingana upp úr skónum. Ég var kannski grimmari í að þjóta upp kantinn og gefa á Rikka. Þannig var ég oftar valinn í landsliðið, þó svo Donni væri jafngóður eða betri en ég. Ég var þarna í ein sex ár og ég held að ég hafi spilað alla landsleiki nema einn og það var út af því að KR átti í deilum við KSI og ég var beðinn um að gefa ekki kost á mér. Ég lék líka með Alberti Guðmundssyni. Hann var sennilega besti knattspyrnumaður sem við höfum átt, af mörgum góðum.“ Ólafur lætur ekki deigan síga og við fréttum af honum spila innanhússfótbolta með strákunum í GuðjónÓ fyrir tveim árum. Hann brá á leik með okkur úti á vellí hjá sínu gamla félagi og það var ekki annað að sjá en hann hefði engu gleymt, eins og einhver sagði. Hann er nú væntanlega að fagna íslandsmeistara- titlinum með sínum mönnum. Um leið og við þökkum honum fyrir spjallið óskum við honum og öðrum KR-ingum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn. Áfram KR. PRENTARI NN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.