Prentarinn - 01.09.1999, Page 22

Prentarinn - 01.09.1999, Page 22
Nýtt nám í bóhiðngreinum Eins og lesendum Prentarans er trúlega kunnugt þá tóku ný lög um framhaldsskóla gildi á vor- dögum 1996. Með tilkomu þeirra laga urðu þó nokkrar breytingar á allri umgjörð um iðn- og starfs- nám hér á landi. Fræðslunefndir sem til voru fyrir hverja iðngrein voru lagðar niður en í staðinn voru stofnuð starfsgreinaráð. Hvert starfsgreinaráð stendur fyrir flokk skyldra greina, eða atvinnu- greina með skylda starfsemi. Eitt af þessum starfsgreinaráðum er fyrir bókiðngreinarnar að viðbætt- um öðrum greinum innan upplýs- inga- og fjölmiðlageirans. Þetta starfsgreinaráð hefur hlotið nafnið Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Innan þessa starfsgreinaráðs eru iðngreinar eins og prentun, prentsmíð, bók- band og ljósmyndun. Einnig eru þar greinar eins og blaðamennska, margmiðlun, ljósvakamiðlun, for- ritun, gagnasafnsfræði, netkerfi og þjónusta og fleira. Hlutverk starfsgreinaráðsins er meðal ann- ars að: • skilgreina þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfs- manna, • gera tillögur um breytta skipan náms í þeim starfsgreinum er undir ráðið heyra, • gera tiilögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sér- greinum. Strax eftir stofnun Starfsgreina- ráðs fyrir upplýsinga- og fjöl- miðlagreinar var hafist handa um skoðun og endurskipulagningu á því námi sem fyrir hendi er og einnig að leggja grunn að nýju námi í upplýsinga- og fjölmiðla- greinum. Starfsgreinaráðið var sammála um að breytinga væri þörf á námi í bókiðngreinum og ljósmyndun og auka þyrfti náms- framboð í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum. í framhaldsskólun- um hefur að mjög litlu leyti verið boðið uppá heildstætt nám í nýj- ustu tækni fyrir upplýsinga- og tæknisamfélagið sem við búum nú í. A sama tíma hefur atvinnu- lífið verið að kalla eftir fólki með millimenntun í þessurn greinum og er nú mikill skortur á slíku Björn Bjarnason, menntamálaráðherra fólki innan tölvu- og hugbúnaðar- geirans. Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina taldi því mikil- vægt að skapa nýja umgjörð um nám í upplýsinga- og fjölmiðla- greinum. Umgjörð sem tekur mið af nýjum tímum og nýjum grein- um en getur jafnframt aðlagast eldri iðngreinum og fært þær nær nútímanum. Starfsgreinaráð upp- lýsinga- og fjölmiðlagreina telur að breytt fyrirkomulag á námi sé forsenda þess að þau markmið sem að er stefnt náist. Byggja þarf upp sveigjanlegt námsskipu- lag sem getur auðveldlega tekið við nýjungum og skilað atvinnu- lífinu fólki með nýjustu þekkingu á hverjum tíma. Atvinnulífið þarf að koma að því að skapa það um- hverfi sem þarf til að laða ungt fólk að þessum greinum. Atvinnu- lífið þarf að vera þátttakandi í þessari endursköpun og vera til- Greinarhöfundur, Baldur Gíslason búið til að axla þar nokkra ábyrgð. Framhaldsskólarnir þurfa líka að vera opnir fyrir samstarfi við atvinnulífið og tilbúnir til að þjóna því. Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina hefur því að leið- arljósi að nýtt námsskipulag skili: • nemendum fjölbreyttu og spennandi námi, • fyrirtækjunum vel menntuðu starfsfólki, • skólunum góðu menntakerfi. Að beiðni Starfsgreinaráðsins tók Prenttæknistofnun að sér að vinna tillögur um breytt náms- skipulag og voru nýjar tillögur lagðar fram á ráðstefnunni Nám á nýrri öld sem Prenttæknistofnun hélt 27. mars s.l. Þar lýsti menntamálaráðherra yfir stuðn- ingi menntamálaráðuneytisins við þann ramma og er nú unnið að nánari útfærslum á þessum tillög- Námsskipulagið byggist í meg- inatriðum á þriggja anna grunn- námi (sjá mynd) í bóklegum og fagbóklegum greinum sem verður sameiginlegt fyrir allar starfs- greinarnar. Þar á eftir kemur ein fagleg önn sem verður sérhæfð eftir greinum. Að loknum þessum fjórum önnum taka nemendur „upplýsingatæknipróf*. Eftir upp- lýsingatækniprófíð er bein leið að fara í starfsþjálfun í fyrirtækjum í 12 mánuði og Ijúka námi með fagbréfi eða sveinsbréfi, eftir því sem við á, eða að fara í annað nám, t.d. stúdentspróf, sem þá tæki u.þ.b. 5 annir til viðbótar. Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina stefnir að því að 1. mars árið 2000 verði fyrrihluti námskrárinnar tilbúinn, þ.e. fyrir grunnnámsannirnar þrjár. Vænst er þess að einhverjir skólar muni sjá sér fært að bjóða uppá nýtt nám í upplýsinga- og fjölmiðla- greinum á haustönn árið 2000. Það er ekkert því til fyrirstöðu að rnargir skólar bjóði uppá grunn- nám í upplýsinga- og fjölmiðla- greinum en síðari hluti námsins verður það sérhæfður að reikna verður með að þar verði um sér- hæfingu á milli skóla að ræða. Síðari hluti námskrárinnar á síðan að vera tilbúinn fyrir haustið 2001. 1.önn2. önn B. önn 4. önn Almennt bóknám 24 einingar Faglegt grunnnám fyrir upplýsinga- og fjölmiðíagreinar 36 einingar Upplýsinga-hönnun, 20 ein. Grafísk hönnun, Margmiðlun, Prentsmíð, Myndbandagerð, Vefsíðugerð, Umbúðahönnun Upplýsinga-miðlun, 20 ein. Blaoamennska, Internetmiðlun, Kynningartækni, Ljósmyndun, Ljósvakamiðlun Upplýsinga-kerfi, 20 ein. Forritun, Gagnaflutningur, Netstjórn, Gagnasafnsfræði, Netkerfi og þjónusta Vinnslu-greinar, 20 ein. Bókband, Prentun, Umbúðagerð "O TJ I— -<> uo O > 20 O S Stúdentspróf 3 Tækninám Listnám 3 i Fagbréf ITf' Sveinsbréf S! Sveinspróf Skilgreind faglec) kennsia samkvæmt námskrá og 18 mánuðir Faabréf t starfsþjálfun a viðurkenndum vinnustað. Sveinsbréf (Leið fyrir mjög fámennar starfsgreinar) Sveinspróf 22 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.