Prentarinn - 01.09.1999, Side 23

Prentarinn - 01.09.1999, Side 23
Ársluntfur Ársfundur NGU var að þessu sinni haldinn í Bomba í Nurmes í Finnlandi dagana 7.-10. júní 1999. Fulltrúar FBM voru þeir Sæmundur Ámason og Georg Páll Skúlason, túlkur var Adolf Petersen. Eftir flug frá Helsinki hinn 7. júní var komið til Bomba um þrjúleytið og ársfundur hófst síð- an kl. 5 með því að Penti Levo, formaður finnska félagsins, bauð þingfulltrúa velkomna og lýsti m.a. staðháttum og gat þess að Bomba væri í Karelíu, um 15 km frá rússnesku landamærunum. Bomba væri byggt af rússneskum fursta árið 1855 og í því væra engir naglar, allt fellt saman að finnskum sið. Finn Erik setti síð- an ársfundinn, fór yfir dagskrá og bauð velkominn gest þingsins, Adriönnu Rosensveig, aðalritara IGF. Þá bauð hann velkominn til starfa á ný Olav Boye, ritara NGU, sem hafði verið í nokkurra mánaða fríi meðan hann gegndi ritarastarfi hjá IGF. Einnig minnt- ist hann félaga er höfðu látist á starfsárinu. 27 fulltrúar með at- kvæðisrétt sátu þingið. Á þessum fyrsta þingdegi voru samþykktar skýrslur stjórnar og nefnda. Með- limafjöldi NGU er nú (við síðustu áramót) 92.448. Reikningar: Fjárhagsstaða NGU er nú 11.554.000.00 norskar krónur og samkvæmt lögum fé- lagsins er miðað við að höfuðstóll fari ekki undir 10 milljónir. Því er fyrirhugað að leggja á félagsgjöld að nýju á næsta ári . Samþ. að frá áramótum 2000 verði félagsgjald 16 norskar kr. á hvem starfandi félagsmann. Vinnuprógram NGU fyrir næsta starfsár var samþykkt, en þar segir m.a.: NGU vill efla sitt alþjóðastarf og ritarinn fylgi eftir ákvörðunum samtakanna. NGU stofnar vinnuhópa sem vinna að stefnu okkar við stofnun Union Network International (UNI) og hinnar nýju alþjóðavæðingar og einnig til að fylgja eftir nýjum samningum og samræma sameig- inlega hagsmuni félaganna í hinni nýju tækni Media. F.v. Olav Boye ritari Norrœna bókagerðarsambandsins, Georg Páll og Sœmundur. F.v. Adolf Petersen túlkur ásamt Sœmundi. Tone Grandberg frá Noregi benti á að það vantaði alla stefnu í jafnréttismálum í vinnuáætlun NGU. Finn Erik sagði að málefn- um kvenna hefði verið vel sinnt á undanförnum árum en benti á að félögunum væri frjálst að senda stjóminni ábendingar um aðrar áherslur í starfi NGU. Ráðstefnur: Samþ. voru fjórar ráðstefnur á næsta starfsári, þ.e. æskulýðsráðstefna. kjarasamning- ar á Norðurlöndum, vinnufundur um dagblaðaumhverfið og fagleg verkalýðshreyfing á næstu öld. FBM á rétt á einum fulltrúa á þessar ráðstefnur. Menningar- og faggreinastyrkir NGU: Engin tillaga barst þetta árið um faggreinastyrk frá félög- unum en ein tillaga var samþ. um menningarstyrk. Menningarstyrk NGU fyrir árið 1999 fékk Marjatta Ruuskanen frá Finnlandi en hún er keramikhönnuður og félagi í Media Union í Finnlandi. Ársfundurinn samþ. að fella niður fag- og menningarstyrki NGU um óákveðinn tíma. Tillaga frá stjórn um að ráða ritara NGU í 80% starf var sam- þykkt, en-verður tekin til endur- skoðunar á ársfundi árið 2001. Viðbótarstarf ritara verður að fylgja eftir þróunarstarfi NGU og þá sérstaklega í Eystrasaltslönd- unum. En Norðurlöndin eiga í miklum etfiðleikum með að fylgja eftir sínu þróunarstarfi. Því er mjög nauðsynlegt að fá einn aðila til að fylgja starfinu eftir fyrir hönd félaganna. NGU mun fylgja eftir sam- þykktum um UNI og leggja til að stofnaðar verði grafískar deildir innan UNI. Vandamálið sem IGF verður að leysa fyrir stofnfund IGF eru eftirlaunagreiðslur fyrr- verandi aðalritara IGF sem UNI neitar að taka á sig. Stefnt er að fundum með Kaufmann og ekkju Götke sem eiga rétt á eftirlauna- greiðslum og reynt að komast að samkomulagi um eingreiðslur. Nefnd hefur verið skipuð í málið með fulltrúum frá NGU, GPMU, Bretlandi og IG Medien, Þýska- landi. Ekki hefur verið samþ. að nor- rænt mál verði túlkað á fundum UNI. Sennilega verða þrjú mál, enska, franska og spænska, þau tungumál sem túlkuð verða á fundum UNI. Miðvikudaginn 9. júní var boð- ið til ferðar um nálæg héruð, m.a. að rússnesku landamærunum. Sigling um eitt af vötnunum og skoðaðar skógræktir vítt og breitt. Næsti aðalfundur NGU verður haldinn á Gotlandi í Svíþjóð 5.-8. júní árið 2000. PRENTARINN ■ 23 Hinn 29. maí s.l. héldu starfsmannafélögin í Odda og Grafík sveitaball. Upphaflega átti að halda ballið í reiðhöll- inni í Hafnarfirði en eftir mikið stapp ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að veita ekki leyfí fyrir dansleiknum sökum skorts á brunavörnum í húsinu. Nú voru góð ráð dýr, en eins og alltaf á Islandi þá reddast þetta og félagsheimilið á Sel- tjarnamesi fékkst á síðustu stundu. Hljómsveitin Skíta- mórall lék fyrir dansi og var flestum prentsmiðjum og aug- lýsingastofum á höfuðborgar- svæðinu boðið að vera með. Það er skemmst frá því að segja að þarna dreif að múg og margmenni og skemmti fólk sér vel. Mikið stuð og mikið gaman og fjör fram eftir nóttu. Það er í athugun að halda svona ball aftur næsta sumar og þá er um að gera að drífa sig og eiga góða stund saman með öðrum úr faginu.

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.