Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 26
Fyrir nokkrum árum var mikið talað um nýtt fyrirbæri sem kallað var raunlitaprentun. Hér var þá átt við ýmsar aðferðir til þess að stækka það þrönga litrými sem venjuleg fjögurra lita prentun getur skilað. Hin almenna umræða hefur hins vegar hljóðnað á síðustu misserum og gæti maður því haldið að áhugi iðnaðarins á fyrir- bærinu hefði dvínað og hann snúið sér að öðrum hugðarefnum. Svo er hins vegar alls ekki, heldur hafa margir spekingar haldið því fram að hér sé komið eitt sterkasta vopn prent- miðilsins í baráttunni við rafræna miðla sem eru litríkari og geta fangað athygli fólks lengur og betur. Þó að þessi aðferð hafi enn sem komið er ekki verið notuð á íslandi er hún í mikilli notkun erlendis og er markaður- inn í sífelldum vexti. Hvað er raunlitaprentun? Þar sem hið hefðbundna CMYK litrými getur ekki náð nema um 45% af þeim litum sem augu okkar nema hefur alltaf ver- ið þörf á einhverri tækni sem eyk- ur þetta litrými og færir hina prentuðu litmynd nær ljósmynd- inni. 1991 kom maður að nafni Mill Davies fram á sjónarsviðið með tækni sem hann kallaði HiFi prentun, þessi aðferð notaðist við sjö prentliti, CMYK og rauðan, bláan og grænan. Aðferðin notað- ist einnig við slembiröstun og ný litarefni í farvanum sem prentað var með. Árið 1993 voru síðan mörg prentuð dæmi sýnd á IPEX sýn- ingunni í Englandi, allir voru sammála um einstök gæði verk- anna og menn biðu spenntir eftir að sjá hvernig markaðurinn tæki við sér. Viðbrögðin létu samt bíða nokkuð eftir sér, það voru ekki margar prentvélar á þessum árum sem gátu prentað 7 liti og menn áttu í miklum vandræðum með alla forvinnslu, sérstaklega slembiröstunina, litgreiningu og prófarkagerð. Einnig var skortur á stöðluðum farvaseríum og þess vegna var útkoman oft nokkuð óáreiðanleg. Eftir þetta voru allar aðferðir sem notuðu meira en 4 liti og höfðu það að takmarki að víkka litrýmið kallaðar raunlita- prentun (HiFi Printing). En árið 1995 kynnti Pantone fyrirtækið á Drupa sýningunni í Þýskalandi sína útgáfu af raunlitaprentun sem þeir kölluðu Hexachrome. Þessi aðferð notast við sex liti, CMYK og grænan og orange. Eins og kunnugt er hafði Pantone hannað litablöndunar- kerfi sem er næstum því orðið staðall í iðnaðinum, kerfið er byggt á nokkrum grunnlitum sem 26 ■ PRENTARINN blandað er saman til þess að fá út um 1000 litbrigði. Hexachrome aðferðin getur prentað um 90% af öllum þessum litum sem er gífur- leg framför frá þeim 45% sem CMYK ræður við. Þetta þýðir að verk sem þurfa marga sérliti ásamt venjulegu staðallitunum (CMYK) þurfa bara að fara einu sinni í gegnum vélina. Þetta á sér- staklega vel við í umbúðavinnslu þar sem margir skærir litir eru ein besta leiðin til þess að fá kaup- anda vörunnar til að taka eftir henni í troðnum hillum verslana. Gott dæmi um þetta er að hugsa sér verk sem unnið er í CMYK. Verkið samanstendur af 3 mismunandi útgáfum af pökkum utan af matvælum, hver pakki er í 4 litum með mismunandi sérlit, þannig að hver tegund þarf að vera á sér prentformi. Þetta eru því í raun þrjú fimm lita verk sem hvert þarf eitt sett af próförkum, þrjár innstillingar og 15 plötur. Ef þetta væri gert með Hexachrome aðferðinni væri hægt að gera þetta á einum formi með einni próförk íyrir allt verkið, sex plöt- um og einni innstillingu á þriðj- ungi styttri tíma. Gæðin myndu einnig verða meiri og kostnaður- inn miklu lægri auk þess sem verkið tæki skemmri tíma í fram- leiðslu. Hexachrome er í raun og veru orðin staðalprentaðferðin sem notuð er þegar talað er um raunlitaprentun og er ástæðan ekki síst sú að til er staðlað grunnlitakerfí, farvaseríur og lit- greiningarforrit til þess að byggja á og tryggja fyrirsjáanlega út- komu. Einnig eru vélar sem geta prentað 6 liti yfir tuttugu sinnum fleiri en átta og tíu lita vélar sam- anlagðar og eru 6 lita vélar um 30% af nýjum vélum sem Heidel- berg seldi á síðasta ári. En málið er nú ekki alveg svona einfalt. Prentunin á verkinu er auðveldasti hlutinn því að ekki þarf neinn sérstakan aukabúnað á venjulegar offsetprentvélar til þess að hægt sé að prenta Hexachrome. Þó er hægt að ná enn betri útkomu ef vatnslausar vélar eru notaðar en það er ekki skilyrði. Aðallistin liggur í for- vinnslunni og hér byrja oft vanda- málin. Forvinnslustigið Litrými CIELAB Þetta litrými var hannað af CIE (Commission Intemationale de l'Eclairage) sem em alþjóðleg rannsóknarsamtök um litafræði og staðla. Litrýmið byggist á öll- um þeim litum sem mannsaugað getur greint og skrásetur þá á korti útfrá þremur hnitum (L+A+B). Þetta litrými er tilvalið til þess að geyma stafræn skjöl í eða til þess að fylgjast mjög náið með breytingum í litum, t.d. með- an á prentvinnslu stendur. Þá eru sérstakir mælar notaðir til þess að mæla flökt í mælieiningu sem kölluð er „Delta E“, en það er önnur saga. RGB Þetta rými byggist á hinum þremur frumlitum sem mynda dagsljósið, rauðum, grænum og bláum. Sjónvörp og tölvuskjáir sýna myndir í RGB. Þetta rými er mun stærra en CMYK og er þetta ástæðan fyrir því að við getum séð fleiri liti á skjánum en á prentaða blaðinu.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.