Prentarinn - 01.09.1999, Qupperneq 28
J
Sjúkrasjóður FBM niðurgreiðir og styrkir félagsmenn á ýmsan hátt.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér réttindi sín. Hér eru nokkur dœmi:
HEILSURÆKT
Sjóðurinn veitir styrki til heilsuræktar í líkamsræktarstöðvum og sundi og nema þeir 25% af
kostnaði félagsmanna, þó að hámarki kr. 8000 á ári.
FÆÐINGARSTYRKUR***
Sjóðfélagi fær styrk sem nemur kr. 20000 eftir 6 mánaða aðild, kr. 30000 eftir 1 árs aðild og
kr. 60000 eftir 2 ára aðild að uppfylltu því skilyrði að hafa tekið fæðingarorlof hjá Trygginga-
stofnun ríkisins.
VEIKINDI BARNA
Styrkur greiðist í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili skv. 7.gr. b) liðar nr. 2 (50% af
grunni) vegna veikinda barna, enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra.
SJÚKRAÞJÁLFUN - ENDURHÆFING
Sjóðurinn greiðir 50% af hluta sjóðfélaga, vegna endurhæfingar, sjúkraþjálfunar eða sjúkra-
nudds, að læknisráði. Hámarksstyrkur er kr. 17.000 á ári.
GLERAUGU - SJÓNGLER***
Sjóðurinn greiðir 25% af kostnaði, þó að hámarki kr. 17000 á 36 mánaða fresti vegna kaupa á
sjónglerjum. Umsókn um styrk fylgi kvittun stíluð á viðkomandi ásamt afriti af augnvottorði.
LYFJAKAUP 67 ÁRA OG ELDRI**
Sjóðurinn veitir styrk vegna lyfjakaupa sjóðfélaga 67 ára og eldri sem hafa verið félagsmenn
fimm ár eða lengur, gegn framvísun afsláttarkorts sjúkratrygginga að upphæð kr. 6000 á ári.
** Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs gerð á aðalfundi FBM 1999.
*** Stjórn sjúkrasjóðs hefur tekið ákvörðun um þessi atriði til reynslu fram að nœsta aðalfundi.
Frceðslusjóði bókagerðarmanna er œtlað að stuðla að endur- og viðbótarmenntun félags-
manna, svo og námsgagnagerð og námskeiðahaldi. Leggja þarf fram umsókn um lengd
náms eða námskeiðs og kostnað áður en nám er hafið.
Stjórn sjóðsins metur hverja umsókn og styrkir ákvarðast eftir lengd og kostnaði við nám.
Styrkhæft nám er m.a. eftirfarandi:
NÁM INNANLANDS
Nám sem er skilgreint til lengri tíma en hefðbundin námskeið.
NÁM ERLENDIS
Veittur er styrkur vegna lengra náms.
FAGNÁMSKEIÐ ERLENDIS
Stutt afmörkuð námskeið.
TÓMSTUNDANÁM
Námskeið í Tómstundaskólanum/Mími eða sambærileg námskeið eru styrkt sem
nemur 50% af hluta sjóðfélaga, þó að hámarki kr. 12.000 einu sinni á önn.
HVERJIR EIGA RÉTT?
Þeir sem greitt hafa í Fræðslusjóð í tvö ár eiga rétt til styrkja úr sjóðnum.
Þó hafa þeir sem greitt hafa í 6 mánuði rétt til styrkja vegna tómstundanáms.
ATHUGIÐ VEL:
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsókn berist áður en nám hefst. Stjórn sjóðsins
metur hverja umsókn. Styrkur er greiddur þegar námskeiði er lokið með staðfestingu.
Umsóknir um styrki úr
frœðslusjóði skulu berast
fyrir eftirfarandi eindaga:
3 7. janúar, 30. apríl,
31. ágúst og 31. október
ár hvert.