Prentarinn - 01.12.2001, Page 7

Prentarinn - 01.12.2001, Page 7
(bitastætt merkti þá: einhver frétt sem ekki var annars staðar! En það er nánast liðin tíð). Stundum kom fyrir að við vor- um í prentsmiðjunni fram undir morgun. Sigfiís Jónsson, frkvstj. Morgunblaðsins, sagði einhverju sinni á fundi í stjórn blaðsins, þegar hann gagnrýndi tímaskyn mitt: Afgreiðslufólkið kemur á rétt- um tíma í vinnuna, sér þá bíl rit- stjórans fyrir utan, snýr við og fer heim að sofa! Þá var stórskúbb í vændum og þjóðin beið í ofvæni, því að Mogginn var á þessum árum eins og Páll ísólfsson. Hann gaf tón- inn. En það var ekkert aðalatriði hvenær klukkan sló, ekki endi- lega, en hitt var mikilvægt að um- brotsmennirnir héldu rósemi sinni og útsíðurnar lentu ekki eins og blýregn yfir „skyrtuermarnar" á næsta manni, eins og fréttaritstjóri hafði sagt, auðvitað á prent- smiðjudönsku. En alltaf kom blaðið út, nema þá helzt á mánudögum. Og það hefur ekkert breytzt, þótt allt ann- að hafi turnazt. Og alltaf jókst upplagið jafnt og þétt, kannski vegna þess okkur þótti gaman að lifa og skemmtum okkur vel, ekki sízt í vinnunni því þar vorum við öllum stundum sem guð gaf. Kannski vegna þess blaðið svaf úr sér á mánudögum! Samt var þetta ekki alltaf dans á rósum. Einhvetju sinni þegar við vorum í Aðalstræti mætti ég ungum prentara, síðar tækni- manni, á baktröppunum, þegar ég var að fara heim, hann var í skítugum galla eftir mikla við- gerðavinnu. Eg sagði, Osköp ertu skítugur í dag? Eg? svaraði hann undrandi. Eg hélt að þú værir í skítverkunum! Og það mátti oft til sanns vegar færa. Nú er allt breytt. Og allt er eins og það á að vera. Og lífið sjálft í formaldihíði. Og fundirnar eftir gæðastjórnunarstöðlum. Sem sagt, allt eftir kúnstarinnar reglum! En baráttan við tímann hefur breytzt í aðra martröð. Aður en tölvurnar komu til sögunnar töl- uðu menn við setjaravélarnar. Nú talar enginn við annan. Nú tala tölvurnar, jafnvel þótt menn séu allsgáðir! Tölvupóstur er hinn svarti galdur samtímans. Við þurfum líklega ekki að vemda ís- lenzkt talmál úr því sem komið er, enda þurfum við ekkert á því að halda. Baráttan við tæknina sem átti að leysa öll vandamál er að verða einhvers konar tilvistarkreppa. Og nú má þakka fyrir meðan blöð og tímarit eru ekki orðin úrelt áður en þau eru saman sett. Menn hafa nefnilega ekki þá skoðun lengur sem ritað mál hefur gengið fyrir öldum saman; að betra sé berfættum en bókarlausum! Eða blaðlausum, ef því er að skipta. Þegar ég var í barnaskóla beið ég í ofvæni eftir Hróa hetti í Vísi. Og svo kom Tarsan. I Menntó beið ég í ofvæni eftir X-9 í Mogga. Nú bíð ég ekki eftir neinu, allra sízt Dilbert. Og hvað er þá eftir? Steinaldar- mennirnir? Nei, þeir eru ekki einu sinni tegund í útrýmingarhættu, þeir eru löngu útdauðir. Ó, þessi eilífi timi sem aldrei líður, þvi hann er ekki til. Þessi sífellda endurtekning! Og samt tifar klukkan! Og hvað svo? Er um nokkuð annað að gera en stofna pakkhúsverzlun þar sem fólk getur fengið ærlegan bónus, ég á við eigendurnir? Margur blaðaeigandi hefúr áreiðanlega átt sér slíka drauma, en skort kjark. Eða ósvífni. Eða hugmyndaflug, hver veit! Einn slíkur draumur á rætur í prentsal gamla Mogga við Aðal- stræti. Það var á dögum steinald- armannanna. Fimmaura bísnesinn hvarf inn í söguna með þeim. Og nýir hellisbúar hafa tekið við af Sambandinu. Það er kallað söguleg þróun. Og enginn getur komið í veg fyrir hana, ekki frek- ar en þann verðbréfahasar sem er að breyta Islandi í ehf. PRENTARINN ■ 7 Þegar ég hugsa um þetta þarf ég alltaf að klípa mig til að vera viss um að ég sé lifandi en ekki dauður og þetta hversdagslega umstang sé ekki draumsjónin einber. Heldur blákaldur veruleiki. Já, tímamir breytast, er sagt. Það má til sanns vegar færa. Nú tala krakkarnir um að setja köku í ofninn og eldri hluti þjóðarinnar tekur það bókstaflega, en þeir yngri hafa það eins og annað í flimtingum og lofa elliheimilinu að bíða eftir kökuveizlunni; þess- ari metafórísku veizlu sem allir bíða eftir, en engum er boðið til. Og tíminn heldur áfram að tifa og Morgunblaðið slær tóninn og það er eins og allt sé enn vitlaust í Bretlandi og frú Simpson haldi áfram að koma víða við, eins og Kjarval orti og minnti um leið á þá einu þjóðarsátt sem aldrei hef- ur brugðizt, ekki einn dag, að Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. Sem sagt og þrátt fyrir allt og allt, þá hefur ekkert breytzt - og raunar ekkert gerzt - pólitíkusar halda áfram að gagga sig saman eins og gamlar refaskyttur fyrir vestan og vandaðir stjórnmála- menn lofa kjósendum því að það verði alltaf 100 aurar í krónunni. Jafnvel þótt við skellum okkur á evruna einn góðan veðurdag án þess nokkur taki eftir. Svo staðfastir erum vér, ísling- ar, þegar á reynir!

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.