Prentarinn - 01.12.2001, Síða 14

Prentarinn - 01.12.2001, Síða 14
 ■ í -v mmÉsmmmm íslenska auglýsingastofan er hópur af fólki. í þessum hóp eru hönnuðir, teiknarar, viðskiptafræðingar, markaðsséní, bókasafnsfræðingur, píanóleikari, lögfræðingur, guðfræðingur, búfræðingur, bókmenntafræðingur, leikari, íþróttaþjálfari, björgunarsveitamaður, hestavinur, saumakona, sérfræðingur Islands í David Bowie, sérfræðingur í golfi, gamall tónlistarstjóri og ennþá eldri útvarpsfréttamaður, barnfóstri, matreiðslumaður, nokkrir dagfarsprúðir sérvitringar, nokkrir áhugamenn um knattspyrnu, myndarlegir strákar og myndarlegar konur og síðan alls konar fólk sem er líka gaman að vinna með. Fólkið á íslensku auglýsingastofunni hefur búið sér til starfsmannafélag. Það heitir ísfólkið. Megintilgangur félagsins er að sýna fólki fram á með raunverulegum dæmum að það sé skemmtilegt að vera í félaginu. WWW.IS Wilfried Emil Bullerjahn Starfsmannafélagið Isfólkið heldur uppi minningu óþekkta auglýsingamannsins með því að gefa hverjum og einum færi á að verða ódauðlegur í félagsstarfi á meðan verk hans týna lífi á átakasvæðum markaðslögmálanna. Starfsmannafélagið Isfólkið styður viðleitni starfsmanna til félagslegs þroska með því að halda afmælispartí, jólafagnað, árshátíðir, garðveislur og skipuleggja aðrar ófýrirséðar uppákomur. Starfsmannafélagið Isfólkið sinnir landfræðilegum áhuga starfsfólks með því að skipuleggja haustlitaferðir á söguslóðir. Starfsmannafélagið ísfólkið leggur rækt við sköpunarþrá starfsfólks með því að efna til sýninga á myndrænum afurðum þess í Gallerí Önd. Starfsmannafélagið ísfólkið hefur að kjörorði að það sé ekki skemmtilegt að vera til nema það sé skemmtilegt á Laufásvegi 49-51 og að það sé ekki skemmtilegt á Laufásvegi 49-51 nema það sé skemmtilegt að vera til. Félagsmenn reyna að lifa og starfa í þessum anda. Árangurinn er misjafn en þrestirnir syngja í garðinum á vorin og þakka fyrir brauðið sem við gáfum þeim í vetur. í S F Ó L K I Ð

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.