Prentarinn - 01.12.2001, Síða 23
Isafoldarprentsmiilja hf.
F.v.: Arnar Ólafsson
ogArnar Richardsson
prentarar keyra
blaðavélina.
internetið hefur aukist til muna og
voru gerðar ráðstafanir í sam-
vinnu við Islandssíma um að öll
samskipti yrðu sem auðveldust og
settar upp öflugar tengingar þar
að lútandi.
Starfsmenn prentsmiðjunnar
eru rúmlega 50 og framkvæmda-
stjóri er Ólafur Haukur Magnús-
son.
Vinnutími í prentsmiðjunni er
frá kl. 7 á morgnana þegar vinna
hefst við plötutöku á DV og
stendur fram til kl. 4-5 á morgn-
ana þegar prentun á Fréttablaðinu
iýkur, þannig að það vantar ekki
nema 2-3 tíma uppá að það sé
unnið allan sólarhringinn.
Verkefni prentsmiðjunnar eru
mjög margbreytileg enda býður
vélakostur upp á mikla fjöl-
breytni.
I arkavélunum eru upplög frá
nokkrum hundruðum en þegar
kemur að rúlludagblaðavélunum
fara upplög upp í 70-100 þúsund
eintök og einstök verk jafnvel í
nokkur hundruð þúsund.
Ætla má að í gegnum
dagblaðavélina renni um 5-600
þúsund eintök á viku af 24 síðna
dag- og vikublöðum.
Flntl í Garðahæ
eltir 123 ár
í miðbæ Reykjavíkur
Um síðastliðna páska var ísafold-
arprentsmiðja flutt í Molduhraun í
Garðabæ. Þessi elsta prentsmiðja
landsins, stoíhuð 16. júní 1877 af
Birni Jónssyni, hefur alla tíð verið
starfrækt í Reykjavík. Fyrst í
Austurstræti 8, síðan í bingholts-
stræti 5 og árið 1994 var flutt í
Þverholt 9. Sökum strangra reglna
um hávaðamengun og þrengsl var
ekki hægt að fara út í stækkun á
blaðavélinni, og þurfti því að
finna prentsmiðjunni hentugra
húsnæði. Húsnæðið að Suður-
hrauni 3 í Garðabæ hentar í alla
staði mjög vel fyrir rekstur prent-
smiðjunnar, þar er öll vinnsla á
einu gólfi nema forvinnslan sem
er á 2. hæð. Húsnæðið er um
2500 fin. að stærð og var áður í
eigu Plastos. Eins og áður þjónar
ísafoldarprentsmiðja sínum við-
skiptavinum á mörgum sviðum
prentunar, það er hin hefðbundna
arkapentun, þá rúlluprentun á
stærri upplögum, tímarit og íjöl-
póstur og svo dagblaðaprentun
eins og Fréttablaðið. Samhliða
flutningnum var blaðaprentvél
íyrirtækisins stækkuð og endur-
nýjuð og getur hún nú prentað 32
síður, þar af 24 síður í 4-lit í einu.
Einnig var pökkunardeildin end-
urnýjuð og bætt við tækjum þar.
Öll verkefni eru nú sett beint á
plötur, og er það mikil hagræðing
og flýtir vinnsluferlinu töluvert.
Gagnamóttaka i gegnun FTP og
F.v.: Sigrím Leifsdóttir og Steinar
Ragnarsson prentsmiðir umvafin
tölvum.
PRENTARINN ■ 23