Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 4
Inngangur Könnun þessi fór fram i september 2002. Könnunin var gerð símleiðis með viðtölum sem byggðust einkum á opnum spurningum. Þess var ávallt gætt í byrjun samtals að skýra viðmælendum frá því að könnunin væri gerð til að félagið gæti bætt starfsemi sína og þjónað betur þörfum félagsmanna. Rætt var við 100 manns sem valdir voru af handa- hófi úr félagaskrá FBM. Könnunin beindist að ímynd félagsins í liugum félagsmanna og hinum ýmsu þáttum starfseminnar sem snúa að þeim. í skýrslu þeirri sem fylgir hér á eftir eru dregnar saman helstu niður- stöður hvað varðar hverja spurningu fyrir sig. Gerð er grein fyrir svör- um með skífu- og súluritum, en einnig fylgir hverri spurningu nokkur fjöldi ummæla, sem lýsa nánar viðhorfum þeirra sem svöruðu. Samantekt Nokkuð hátt hlutfall þeirra sem spurðir eru um sterkar og veikar hlið- ar FBM hefur ekki svör við þessum spurningum. Þetta bendir til þess að ímynd félagsins sé óljós og að félagið standi mörgum félagsmönn- um ekki nálægt. Styrkur félagsins var einkum séður í þeirri þjónustu sem félagið veitir, svo og stuðningi félagsins og margvíslegum réttind- um sem félagsmenn eru aðnjótandi. Er þetta stærra hlutfall heldur en í fyrri könnunum hvað þennan þátt varðar en hins vegar minnkandi hlut- fall aðspurðra sem nefnir til samstöðu og félagsanda sem sterkar hlið- ar félagsins. Helstu veikleikar félagsins voru taldir slök kjarabarátta svo og tengslaleysi félagsins við félagsmenn og skortur á sýnileika. Almenn ánægja er með þjónustu af hendi skrifstofu félagsins. Það sem viðmælendur lýstu ánægju með var hversu aðgengileg og persónu- leg þjónustan væri. Þeim fannst yfirleitt vel tekið á móti sér af starfs- mönnum og þeir væru liprir og reiðubúnir til að veita greinargóð og skjót svör og leysa úr málum félagsmanna. Það sem viðmælendum fannst að betur mætti fara var einkum tengsl og áhugi og hvernig lands- byggðin væri afsett um ýmsa þjónustu. Innan við fimmtungur aðspurðra kvaðst leita til trúnaðarmanns og er þetta minnkandi hlutfall frá fyrri könnunum. Rúmlega þrír fjórðu af þeim sem leituðu til trúnaðarmanns voru ánægðir með reynslu sína af því. Rúmlega tveir þriðju af viðmælendum töldu sig hafa reynslu af eða skoðun á félagsstarfinu. Tæpir þrír fjórðu þeirra voru ánægðir eða mjög ánægðir með félagsstarfið en rúmlega fjórðungi fannst það að- eins sæmilegt eða ábótavant. Töldu þeir dauft yfir því og það höfðaði ekki til þeirra, einnig kom fram á landsbyggðinni að félagsstarfið væri allt miðað við höfúðborgarsvæðið. Tveir þriðju viðmælenda voru ánægðir með félagsheimili FBM á Hverfisgötu og bar töluvert á hlýj- um tilfinningum í garð hússins og sögu þess. Nær þriðjungur hafði hins vegar enga skoðun á þessu máli eða athugasemdir um óhagkvæmni og kostnað í þessu sambandi. Yfirleitt ríkir ánægja með Prentarann, blað félagsins, en nokkuð er um athugasemdir um að hann höfði ekki til allra, t.d. frá grafískum hönnuðum. Greinilegt er að fréttabréfið og þær tilkynningar sem sendar eru út til félagsmanna eru almennt lesin af þeim. Um helmingur aðspurðra hafði heimsótt heimasíðu FBM og svo virðist sem nokkuð almenn ánægja ríki hjá þeim sem það hafa gert. Rúmur þriðjungur viðmælenda hefur gert ráðningarsamning við vinnu- veitanda sinn. Skýr skilaboð koma í þessari könnun til forystumanna FBM um mikilvægi þess að skipulagðar séu heimsóknir þeirra á vinnustaði fé- lagsmanna. Þrír tjórðu aðspurðra töldu mikilvægt að FBM starfaði áfram sem sjálfstætt félag. Fjórðungur taldi svo ekki vera eða hafði efa- semdir. Aðeins fjórðungur viðmælenda taldi sig vita hvað fælist í því að FBM gerðist aðili að Alþýðusambandi Islands. 1. Hver finnst þér vera helsti styrkur Félags bókageröarmanna? Svörun var 69% og skiptust svörin þannig: Þjónusta/ stuðningur / réttindin 57% Gott/öflugt félag 19% Samstaða/ félagsandinn 10% Saga/ hefðin 7% Lítill / enginn 7% 2. Hverjar finnst þér vera veikar hliðar félagsins? Svörun var 57% og skiptust svörin þannig: Kjarabaráttan Tengslaleysi / 39% skortur á sýnileika 21% Fámennt / veikt 14% Áhugaleysi / kraftleysi 12% Staða fagmanna 9% Engin 5% Hér á eftir fara nokkur ummæli sem fram komu í vibhorfskönnuninni: Hver fUinst þér vera helsti styrkur Félags bókagerðarmanna? © Var áður í Félagi grafískra hönnuða. Það eru meiri afslættir og styrkir t.d. í sjúkra- þjálfún hjá FBM og það er sterkur þáttur. © Hvað þeir halda rosalega vel utan um fé- lagsmenn sína. Þeir eru annað af tveimur félögum á landinu sem styrkja tæknifrjóvg- anir og taka þátt í gleraugnakostnaði. © Langur stéttarferill og reynsla okkar þess vegna. Félagið styður vel við bakið á félagsmönnum. © Styðja vel við bakið á okkur varðandi endurmenntun. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.