Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 20
Watta (wolfram) glóljósapera 2856 K lithita. Flúrljós innandyra hafa lithita í kringum 4100 K og dagsbirta frá skýjuðum himni urn 6500 K. Tölvuskjáir geisla frá sér ljósi sem er mjög bláleitt með lit- hita nálægt 9300 Kelvin. Mat á litum Mælingar á farfaþekju með þétt- leikamælum og litmælingar með litrófsmælum eru mikilvægar við gæðaeftirlit í prentun og mynd- vinnslu en mælingar geta ekki komið í stað mannlegrar skynjun- ar við mat á litum í samsettum myndum. Af því sem hér er sagt að fram- an er ljóst að litrófsleg samsetn- ing ljóssins hefur mikil áhrif á það hvernig við skynjum liti. Til að sjá „rétta" liti hluta þarf að skoða þá í Ijósi sem er eins nærri því að vera fullkomlega hvítt og mögulegt er. En það hangir fleira á spýtunni. Lithverfing er íslenskun á þvi fyr- irbrigði sem á erlendum málum kallast „meta-merism“. Lithverf- ing er flókið fyrirbrigði sem þyrfti heila grein til að útskýra á fúllnægjandi hátt en í stuttu máli þýðir það að tveir hlutir virðast eins á litinn í einu ljósi en ekki í öðru. Ástæðan fyrir þessu er sú að litarefnin i hlutunum bregðast ekki á sama hátt við áfallandi ljósi, þ.e. þau endurkasta litbylgj- um ljóssins ekki með sama hætti. Svo áfram sé vísað til aðstæðna sem flestir þekkja gæti dæmi um þetta t.d. verið tvær flíkur sem virðast hafa sama lit inni í versl- uninni þar sem þær eru keyptar en eru síðan alls ekki samlitar þegar heim er komið. Lithverfing er sérstaklega áber- andi vandamál þar sem flúrljóm- andi efnum er bætt í litarefni. Flúrljómandi efni dregur í sig raf- segulbylgjur sem eru utan við hið sýnilega litróf, oftast útfjólubláar bylgjur, og endurkastar þeim sem sýnilegu ljósi. Flúrljómandi efni eru oft notuð við yfirborðsmeðhöndlun prent- pappírs til að auka hvítleika hans og framleiðendur farfa fyrir prentvélar og prentara hafa tekið upp á því á síðustu árum að blanda slíkum efnum í þau litar- efni sem notuð eru í farfana til Bæði perur og skoðendur þurfa að „hita sig upp“ dálitla stund áður en hægt er að skoða eða meta liti af nákvæmni. Flestar flúrperur skoðun- arljósa þurfa að loga í a.m.k. í 10-15 mínútur áður en þær ná réttum lit- hita. Fólk ætti að varast að meta liti strax eftir að það kemur í nýtt lýsingar- umhverfi þvíþað tekur sjónkerfi okkar nokkra stund að aðlagast breytt- um aðstæðum. Þetta á sérstaklega við ef um- hverfislýsing í hinu venjulega vinnuumhverfi er mjög frábrugðin þeirri lýsingu sem notuð er á skoðunarstaðnum. þess að stækka prentanlegt lita- svið. Margir litir sem myndlistar- menn nota eru einnig blandaðir flúrljómandi efhum. Lithverfing getur valdið því að litir prentarkar og litaprófarkar geta virst eins í einu ljósi en alls ekki í öðru. Litrófssamsetning ljóssins sem notað er til skoðunar og samanburðar lita skiptir því miklu máli þar sem litáferð mynda sem gerðar eru með þess- um mismunandi litarefnum ræðst að verulegu leyti af litrófssam- setningu ljóssins. Ymsir fleiri þættir í umhverfi okkar hafa líka áhrif á það hvern- ig við skynjum liti. Endurkast frá nálægum hlutum getur valdið „lit- mengun" sem erfitt er að gera sér grein fyrir og skærlitir hlutir inn- an sjónsviðs okkar geta haft áhrif á litskynjunina. I litvinnslu og litprentun eru ýmsar tegundir fyrirmynda bornar saman við prentaðar eftirmyndir og/eða litaprófarkir. Samanburður þessara mismunandi litsýnishorna er oft nokkuð nákvæmur. Það ætti öllum að vera ljóst af framansögðu að þar sem mikið liggur við að mat lita sé nákvæmt er mikilvægt að útiloka eins og hægt er öll slík truflandi áhrif. Eina leiðin til að útiloka alla þessa áhrifavalda er að staðla þau skilyrði sem skoðun og mat lita fer fram við. Hvað eru stöblub skobun- arskilyrbi? Þegar talað er um stöðluð skoðun- arskilyrði er átt við að koma upp aðstæðum þar sem hægt er að haga lýsingu þannig að hún upp- fylli ákveðin skilyrði og óæskileg- ir og truflandi þættir umhverfisins séu útilokaðir. Stöðlun skoðnarskilyrða nær ekki einungis til lithita og litrófs- samsetningar ljóssins heldur alls þess sem getur hugsanlega haft áhrif á skoðun og mat lita. Þegar stöðluðum skoðunarskilyrðum er komið á þarf að huga að litum nánasta umhverfis þess svæðis þar sem skoðun fer fram, lýsingu umhverfis skoðunarstaðinn og birtu bæði skoðunarljósa og um- hverfisljósa. Hvers vegna stöblub skob- unarskilyrbi? Sumir halda því frarn að besta og hvitasta ljós sem völ er á sé dags- birtan. Þetta er e.t.v. fræðilega rétt en stenst ekki í raun. Dagsbirtan er breytileg frá degi til dags og breytist meira að segja frá morgni til kvölds. Sólarljósið er áberandi rauðleitara á morgnana og kvöld- in en um miðjan dag og auk þess hefur skýjafar, ryk og mengun i loftinu áhrif á lit þess. Dagsljósið er meira að segja breytilegt eftir því hvort er vetur eða sumar en sólin er mishátt á lofti eftir því hvaða árstími er og áfallshorn sól- argeislanna því misjafnt en það ræður nokkru um lit þeirra. Aðrir benda réttilega á að prentgripir séu ekki lesnir við staðlaða lýsingu og halda því þá jafnframt fram að ástæðulaust sé að nota staðlað ljós við skoðun prentgripa í prentsmiðjum. Bestu aðstæður til að skoða prentgripi og meta hvernig þeir korna kaup- endum fyrir sjónir eru vissulega þær aðstæður sem prentgripirnir verða að lokum skoðaðir við. Það er hins vegar nærri útilokað að segja til um hverjar þær verða og þær eru margbreytilegri en svo að mögulegt sé að líkja eftir þeim. Það sem skiptir þó meira máli er að við slík skoðunarskilyrði er ekki mögulegt að gera marktækan samanburð á litum ljósmynda, listaverka og prufúmynda annars vegar og prentarka hins vegar vegna þess hversu mismunandi hin ýmsu litarefni bregðast við lit- rófslegri samsetningu ljóssins. Til að tryggja örugg samskipti í lit- vinnslu, og að allir sem að vinnsl- unni koma sjái liti á sambærileg- an hátt, verða skoðunarskilyrðin að vera stöðug og stöðluð á öllum stigum vinnslunnar. Það er ekki einungis ófagmann- legt að skoða litaprófarkir við birtuna ffá eldhúsglugganum heima heldur beinlínis varasamt ef ætlunin er að tryggja nákvæma endurgerð lita. Ab koma upp stöblubum skobunarskilyrbum Fyrsta skrefið til að koma upp stöðluðum skoðunarskilyrðum er að finna góðan stað þar sem hægt er að koma upp staðlaðri lýsingu og útiloka truflandi áhrif um- hverfisins. Nærliggjandi veggi þarf að mála í gráum lit og gæta þess að skærlitir hlutir séu ekki á eða í nágrenni við skoðunarstað- inn. 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.