Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 8
* Dimmalimm Halla Sólveig Þorgeirsdóttir tekur við verðlaunaskjali, vinstra megin er Sigrún Sigvaldadóttir, grajiskur hönnuður. '^úHmmalimm íslensku myndskreytiverblaunin 2002 Dimmalimm-verðlaunin fyrir myndskreytingar í barnabók voru veitt fyrsta sinn í Gerðubergi 16. desember. I verðlaun voru 300.000 kr. veittar af Mennta- málaráðuneytinu, Félagi íslenskra bókaútgefenda og Myndstefi. I dómnefndinni voru: Aðalsteinn Ingólfsson fulltrúi menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs, Aðal- björg Þórðardóttir sem fulltrúi Fé- lags íslenskra teiknara og Kalman le Sage de Fontenay fyrir hönd Myndstefs. Lagðar voru fram hátt í fjörutíu barnabækur, margar hverjar prýðilega skrifaðar og mynd- skreyttar, sem staðfestir, þvert ofan í kvartanir einhverra gagn- rýnenda, að umtalsverður metnað- ur er nú fyrir hendi hjá höfúndum og útgefendum íslenskra barna- bóka. Meðal myndhöfúnda eru margir virtustu teiknarar landsins, burðarásar bama- og unglinga- bókaútgáfúnnar til margra ára, fagmenn á borð við Brian Pilk- ington, Halldór Baldursson, Ás- laugu Jónsdóttur, Cynthiu Leplar og Sigrúnu Eldjám. Dómnefndin var sammála um að þessi fýrstu verðlaun fyrir myndskreytingar í bamabók skyldu falla í skaut Höllu Sól- veigar Þorgeirsdóttur fyrir mynd- lýsingar í bók Kristínar Steins- dóttur, Engill í vesturbænum, út- gefandi Vaka-Helgafell. Við sam- setningu bókarinnar kemur einnig við sögu Sigrún Sigvaldadóttir út- litshönnuður. Dóntnefndin hreifst af ríkulegu ímyndunarafli Höllu Sólveigar og fjölbreyttum vinnubrögðum, þar sem koma við sögu hrein og klár teikning, málaralist, ljósmyndun, klippimyndatækni, skrautskrift og leturgerð. Alla þessa tækni notar Halla Sólveig til að auka ótal víddum við þá sögu sem Iðunn Steinsdóttir hefur ritað, gera hugsanir sýnilegar, tilfinningar ljóslifandi og hið ósegjanlega skiljanlegt. Að auki hefúr hún til að bera óborganlega kímnigáfu. I bókinni kallast á lesandinn og áhorfandinn, og má ekki á milli sjá hvor hefur betur. Sem upplif- un hefúr þessi bók alla burði til að keppa við þá afþreyingu sem ungviðinu býðst á tölvuskjánum.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.