Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Hvað fmnst þér um þá valmöguleika sem félagið býður uþþá í orlofsmálum? © Abótavant, vantar orlofsíbúðir á Reykjavík- ursvæðinu. © Góðir, mættu vera með hús á fleiri stöðum, meiri skipti við önnur félagasamtök. Kannske austar og meira víðfeðmi í valmöguleikum. © Góðir, en erfitt að komast að yfir hásumarið. © Góðir, þótt það mættu vera fleiri staðir úti á landi sem maður gæti valið um. © Þokkaleg, leiðinlegt að eiga bara einn bústað með heitum pottum í Miðdal. 7. Hvaö finnst þér um félagsheimili FBM? Svörun var 100% og skiptust svörin þannig. Mög gott 49% Gott 18% Sæmilegt 3% Ábótavant 8% Veit ekki 22% Hvað fmnst þér um félagsheimili FBM? © Abótavant, of stórt. Óþarflega dýrt þó það sé flott. Of langt frá mér til þess að ég geti skotist þangað. © Erfitt með að ganga upp stiga íyrir aldraða. Jólakaffið hefur verið skemmtilegt. © Mjög gott og notalegt. Voða gaman að koma í það hús. Eg mundi sjá eftir því ef þeir tækju uppá að selja það. © Mjög gott, flott hús á flottum stað, gaman að félagið eigi svona fínt hús. © Þokkalegt, skrifstofuaðstaðan góð, en félagshlutinn ekki eins skemmtilegur. 8. Telur þú mikilvægt að skipulagðar séu heimsóknir forystumanna FBM á vinnustaði félagsmanna? Svörun var 100% og skiptust svörin þannig: Já 85% Nei 10% Veit ekki og „bæði og“5% Hverskonar málefni telur þú að ætti að fjalla um á vinnustaðafundum? © Aðallega hagsmunamál fyrir launþegana og hvernig er staðið að þeim fyrir félagsmenn- ina og hvort sé rétt að farið gagnvart þeim. © Kjaramálin fyrst og fremst og réttindi fé- lagsmanna. © Upplýsa félagsmenn um réttindi sín og hvað þeir eru að bjóða uppá, námskeið og slíkt. © Það sem efst er á baugi hverju sinni, annars er mest um vert að menn láti sjá sig í kaffi og spjall. 9. Hvernig líkar þér við Prentarann? Svörun var 97% og skiptust svörin þannig: Mjög vel 40% (28%) Vel 41% (58%) Þokkalega 13% (10%) Ábótavant 6% ( 4%) Tölur í svigum: febrúar 1999 Hvernig líkar þér við Prentarann? © Vel, alltaf gaman að glugga í það. Mikið um nýjungar og félagsstarfið. © Gott, en höfðar meira til þeirra sem vinna í prentsmiðjum, en grafiskra hönnuða. Við erum ekki alveg inni í félaginu þótt við séum svona undir þakinu. © Mjög gott, mætti koma oftar út, eflir tengsl. © Mjög vel, en útlitið mætti vera betra. Mætti vera frísklegra og hugmyndaríkara. © Hálfgerður óþarfi. Ég nenni aldrei að lesa það. 10. Lestu fréttabréfið? Svörun var 100% og skiptust svörin þannig: Já 93% (96%) Nei 7% ( 4%) Tölur í svigum: febrúar 1999 10a. Lestu tilkynningar frá FBM? Svörun var 100% og skiptust svörin þannig: Já 93% (99%) Nei 7% ( 1%) Tölur í svigum: febrúar 1999 11. Hefur þú skoðað heimasíðu FBM? Svörun var 100% og skiptust svörin þannig: Já 49% Nei 51% 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.