Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 7

Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 7
Verktækni 7.tbI 2003 í Svíþjóð 50 þúsund en eru nú 23-24 þúsund og fækkar enn. Um 7.000 félagar CF starfa hjá fyrirtækinu. Ericsson féllst á að vinna að svoköiluðu stuðningsverkefni. Það er gert til að aðstoða starfsmenn sem sagt er upp við að finna nýja vinnu. Einnig hefur stéttarfé- lagið verið með í ráðum þegar velja þarf starfsmenn sem sagt er upp. Hvort tveggja er talið hafa gefið góða raun en þess má geta að 80% þeirra sem sagt var upp hefur tekist að fá aðra vinnu. Aðkoma CF hefur orðið til þess að félögum hefur fjölgað. í máli Mikaels Brandt hjá CF kom fram að fyrstu fjöldauppsagnimar hjá Ericsson árið 2001 komu eins og þmma úr heiðskíru lofti. Mjög illa var staðið að uppsögnunum en alls hefur nú 800 félögum í CF verið sagt upp hjá Ericsson. Samskiptin við fyrirtækið hafa batnað mikið að undanförnu. Uppsagnir hjá Nokia Nokia hefur ekki farið varhluta af sam- drætti á alþjóðamarkaði frekar en Ericsson í Svíþjóð. Með samningum við fyrirtækið tókst að fækka þeim sem sagt var upp úr 1.100 í 800. Trúnaðarmenn TEK (Finnska verkfræðingafélagið) sáu um samningagerð við Nokia. Viðræður gengu vel og fyrirtækið var aðili að samkomulagi um stuðningsað- gerðir fyrir þá sem sagt var upp. TEK og finnsk yfirvöld styrktu verkefnið og almennt er talið að aðgerðir hafi gefið góða raun. Ingenjör melian arbetsliv, familjeliv och stress (Danmörk) IDA gerði könnun undir þessu nafni. Alls voru 1396 verkfræðingar spurðir en 60% þátttaka var í könnuninni. Reynt var að svara spurningunni hvort verkfræðingar væru almennt stressaðir en í ljós kom að svo er ekki ef hópurinn er borinn saman við aðrar stéttir/hópa. Hins vegar er nokk- uð hátt hlutfall verkfræðinga „við það" að vera stressaðir. Alls töldu 48,4% spurðra verkfræðinga sig lítillega stressaða. Þeir sem helst töldu sig stressaða voru: kvenkyns verkfræðingar, verkfræðingar á aldrinum 28-45 ára og verkfræðingar með börn á framfæri. Það sem helst var gefið upp sem orsök stressins var: of mikið að gera í vinnuninni, of mikil truflun í vinnu- tíma, skortur á starfþróunarmöguleikum, „þvinguð" yfirvinna, sveigjanlegur vinnu- tími og vinna heima við. IDA hefur fengið Evrópustyrk til að vinna verkefni sem nefnist: „Get a life engineer" Tilgangur verkefnisins er að gera verkfræðifagið eftirsóknarverðara. Total rewards (Danmörk) Um er að ræða tegund af launakerfi sem algengt er í Bandaríkjunum. Ekki er verið að hækka laun heldur eru ýmiss konar sporslur og fríðindi reiknuð inn í launin. Launakostn- aður á ekki að hækka við þetta. Dæmi eru um að eftirfarandi sé reiknað inn í launin: áskrift að dagblöðum, símakostnaður, far- miðar með lestum, viðbótarlífeyrissjóðs- greiðslur, aukafrí, fæði, þrif á heimili laun- þega, íbúðarkostnaður, endurmenntun, tölva og hlutabréf. Útbreiðsla mun aukast hratt. Fyrirtækin vilja hafa svona launakerfi. Mis- munandi er hvort svona greiðslur eru skatt- skyldar. Skattfrelsi er væntanlega eini hvat- inn fyrir launþega að þiggja svona greiðslur. Ymsir ókostir geta fylgt því að semja um aukagreiðslur. T.d geta greiðslur í lífeyrissjóð lækkað. Einnig getur verið mun erfiðara að gera nákvæman launasamanburð. Þá getur orðið erfiðara að ná fram breytingum á mið- lægum kjarasanmningum. Einnig getur orðið erfiðara að skipta um starf ef starfs- maður er bundinn af einhverju sem erfitt er að breyta með skömmum fyrirvara. VERKTAKAÞJONUSTA • VIÐHALDSÞJONUSTA • ÞJÓNUSTUSAMNINGUR • ÖRYGGISÞJÓNUSTA / 7 0 ár hefur Þarfaþing þjónusté CLU fyrirtækjum, stofnunum, verkfræðistofum og einstaklingum Við veitum hraða og örugga þjónustu því við vitum að framkvæmdatíminn skiptir miklu máli fyrir rekstur fyrirtækja Þarfaþing hf. - Kjalarvogur 5-104 Reykjavík - Sími 568-0059 - Bréfsími 568-0375 - tharfathing@simnet.is m:

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.