Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 18

Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 18
AC sfjórnarbor4i T?í 18 Skipaö í fagráö THÍ Stjórn TFI hefur skipað fulltrúa í fagráð Tækniháskóla Islands. Fagráð á vél- tæknisviði: Gunnar Sæmundsson, vél- tæknifræðingur, fagráð rafmagns- og tölvutæknisviðs: Gunnar Ingi Gunnars- son, rafmagnstæknifræðingur, fagráð byggingartæknisviðs: Þorkell Jónsson, byggingartæknifræðingur og fagráð iðn- aðartæknisviðs: Ragnar Pálsson, iðnað- artæknifræðingur. Fagráðunum er meðal annars ætlað það hlutverk að móta nám- ið og Iaga að þörfum atvinnulífsins. Löggildingarnefnd Fundir í Löggildingamefnd TFI eru að jafn- aði haldnir mánaðarlega. A síðasta fundi voru samþykktar löggildingar til tveggja tæknifræðinga. í báðum tilvikum var um að ræða löggildingar til að leggja fram sémpp- drætti af burðarvirkjum, vatns-, hita- og frá- veitukerfum mannvirkja til byggingarfulltrúa. Menntunarnefnd Menntunamefnd TFI afgreiðir umsóknir um leyfi til að nota starfsheitið tæknifræðingur og inngöngu í félagið. A síðasta fundi vom samþykktar um- sóknir tveggja nýútskrifaðra tæknifræðinga um starfsheitið og inngöngu í félagið. Jafnframt því vom samþykktar tvær umsóknir um að ganga að nýju í félagið og að auki fékk einn inngöngu sem áður hafði fengið leyfi til að nota starfsheitið en ekki verið félagsmaður fyrr en nú. Á heimasíðu TFI (www.tfi.is) er að finna reglur Menntun- amefndarinnar og leiðbeiningar varðandi umsóknir. Fundir MenntunarnefndarTFI eru að jafnaði haldnir annan fimmtudag í mánuði. Samstarf eöa sameining? Búið er að skipa vinnuhóp sem á að kanna möguleika á nánara samstarfi eða samein- ingu félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Er þetta í samræmi við ályktun aðalfundar TFI síðastliðið vor. Hópurinn á að skila nið- urstöðum eigi síðar en í lok október nk. VerktTækni Open Verkfræðingur náðu loksins að sigra tæknifræðinga áVerkTækni Open golf- mótinu, eftir sjö ára baráttu. Erum við tæknifræðingar afskaplega ánægðir með þetta enda ekkert gaman að vinna alltaf. En við höfum harma að hefna næst! Einar H. Jónsson, form. TFÍ. t Vatnarannsóknir á Islandi Vatnamælingar Orkustofnunar og Islenska vatnafræðinefndin standa sameiginlega fyrir ráðstefnu um rannsóknir á íslensku ferskvatni á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 13. október n.k. kl.08:30-17:00. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003. Er hún einkum ætluð þeim sem koma að vatnarannsóknum með beinum eða óbeinum hætti, þeim sem nýta sér slíkar rannsóknir svo og áhugafólki um þetta efni. Á ráðstefnunni verður einnig sérstök dagskrá vegna skólaverkefnis um ferskvatn sem vatnafræðinefndin stendur fyrir í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Skráning á ráðstefnuna og miðlun frekari upplýsinga verður í höndum Sigríðar Árnadóttur (sar@os.is, beinn sími 569 6072) og Ríkeyjar Hlínar Sævarsdóttur (rhs@os.is, beinn sími 569 6069) hjáVatnamælingum Orkustofnunar. Pólýhúðun Duhgi Lang sterkasta lakkhúð sem öwder Coating”, á alla málma psst! Og svo or hún lika svo ódýr www.polyhudun.is * 200 Kópavogur

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.