Verktækni - 01.09.2004, Side 3
Ráöstefna um samgöngumál
TFÍ ogVFÍ munu standa fyrir ráðstefnu
um samgöngumál í febrúar-mars á næsta
ári. I deiglunni er m.a. að taka til umfjöll-
unar vegagerð á hálendinu, styttingar á
lengri vegalengdum og jarðgangagerð.
Ráðstefna á sviöi Vindverkfræði
Fjórða Evrópu og Afríku ráðstefnan á
sviðiVindverkfræði (EACWE 4) verður
haldin í Prag 11.-15. júlí 2005.
Nánari upplýsingar eru á vefslóðinni:
http://www.itam.cas.cz/eacwe2005/
Heimasíður SV, TFÍ og VFÍ
Tæknifræðingafélag Islands: www.tfi.is
Stéttarfélag verkfræðinga: www.sv.is
Verkfræðingafélag íslands: www.vfi.is
Efni á heimasíðurnar
Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynn-
ingar, fréttir og annað efni á heimasíð-
um TFÍ og VFÍ geta sent tölvupóst til rit-
stjóraVerktækni, sem sér um að koma
efninu inn á síðurnar.
Samlokufundir
Samlokufundir eru að jafnaði haldnir
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.
12:00 íVerkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Félagsmenn fá samlokur og drykki án
endurgjalds en utanfélagsmenn geta
keypt veitingarnar á sanngjörnu verði.
Samlokufundimir em auglýstir á heima-
síðumVFÍ ogTFÍ.
Tölvupóstföng
Félagsmenn eai hvattir til að senda
upplýsingar um tölvupóstföng sín til
skrifstofu félaganna vfi@vfi.is, tfi@tfi.is
Þeir sem það vilja eru settir á póstlista
og minntir sérstaklega á viðburði á veg-
um félaganna.
Skilafrestur
Næsta tölublað Verktækni kemur út
milli jóla og nýárs, eða á allra fyrstu
dögum nýs árs. Þeir sem vilja koma efni
í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra
em beðnir um að senda tölvupóst á
sigmn@vfi.is eða sigrun@tfi.is.
Bridgekeppni VFÍ og TFÍ
Miðvikudaginn 8. desember n.k. verður haldin Bridgekeppni
á vegum VFÍ í Verkfræðingahúsi að Engjateigi 9.
Keppnin er ætluð félagsmönnum VFI og TFÍ og gestum þeirra.
Mæting er kl. 19 og hefst spilamennskan kl. 19:30 en ráðgert að henni ljúki
um kl. 23:00. Keppnisformið er tvímenningur og veitt verða verðlaun
fyrir 3 efstu sætin. Nánari útfærsla verður ákveðin þegar þátttaka liggur fyrir.
Keppnisstjóri verður Þorlákur Jónsson, vélaverkfræðingur.
Væntanlegir þátttakendur em beðnir að skrá sig, og tiltaka nafn, félag,
netfang, síma og hvort þeir em einir eða með makker (og tiltaka þá hver hann er).
Skráning er á skrifstofu VFÍ. Netfang: vfi@vfi.is eða og í síma 568 8511.
Keppnisgjald er kr. 500 fyrir félagsmennVFÍ ogTFÍ en kr. 1500 fyrir utanfélagsmenn.
Kaffi og gos verður til sölu á hóflegu verði.
Allir velkomnir.
LEIÐARIN N
Hugmyndir
Enn standa félög verkfræðinga og tækni-
fræðinga frammi fyrir spumingunni hvort
þau eigi að sameinast eða ekki. Fyrir ári
síðan skilaði nefnd, sem falið var að fjalla
um aukið samstarf eða sameiningu SV,
VFÍ ogTFÍ, því áliti að stefna beri að
sameiningu félaganna að undangenginni
ítarlegri kynningu og allsherjar atkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna. Framtíðar-
sýn nefndarinnar var sú að verkfræðingar
og tæknifræðingar, sem saman mynda
stétt háskólamenntaðra tæknimanna, eigi
einn sameiginlegan málsvara og starfi
saman í einu félagi sem sinnir öllum
þeirra hagsmunamálum af krafti.
Haldnir voru fundir í félögunum
þremur þar sem málin voru kynnt og í
haust tók til starfa nefnd sem fékk það
verkefni að útfæra hugmyndir um sam-
einingu félaganna frekar. Ráðgert er að
nefndin skili fyrstu niðurstöðum fyrir jól
og verður fróðlegt að sjá hvað þar kemur
fram. Félagsmenn munu enn fá tækifæri
til að velta þessum málum fyrir sér og
hafa áhrif á hvernig félagsstarf og hags-
munabarátta verkfræðinga og tækni-
fræðinga verður skipulögð í framtíðinni.
í þessu tölublaði er sagt frá viðurkenn-
ingum IEEE. I niðurlagi greinarinnar segir:
„Það er vert að halda því á lofti sem verk-
fræðingar starfa við og þeim „afrekum"
sem við vinnum í daglegum störfum. Fyrsta
skrefið er að við komum sjálf auga á það
sem vel er gert í okkar röðum og gerurn
það sýnilegt." Þessi orð eiga vitaskuld
einnig við um tæknifræðinga. Ég vil nota
tækifærið og hvetja verkfræðinga og tækni-
fræðinga til dáða, eins og reyndar oft áður,
og benda þeim á að koma verkum sínum á
framfæri, til dæmis hér á síðum'Verktækni.
Verktækni kemur að jafnaði út um
mánaðamót. Stefnt er að því að næsta
tölublað komi út milli jóla og nýárs, eða
á allra fyrstu dögum nýs árs. Að þessi
sinni er skilafrestur því óvenju skammur.
Efni í næsta tölublað verður að berast til
ritstjóra eigi síðar en 13. desember.
Að lokum sendi ég lesendum Verk-
tækni bestu jólakveðjur með von um að
þeir njóti hátíðarinnar sem framundan er.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri.
VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavik Simi: 568 8510 • Sfmbréf: 568 9703 • Tölvupóstur: sigrun@vfi.is • sigrun@tfi.is Btadið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (VFÍ), auk ritstjóra. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram i blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Gutenberg ■ Mynd á forsiðu: Rafn Sigurbjörnsson ■ Aðstoð við útgáfu: Hænir ■ Simi: 55 88 100 ■ Fax: 55 88 128 • utgafa@utgafa.is