Verktækni - 01.09.2004, Síða 4

Verktækni - 01.09.2004, Síða 4
04 / KJARAMAL Nýtl launakerfi hjá Reykjavíkurborg Jóhannes Benediktsson. í byrjun nóvembermánaöar var innleitt nýtt starfsmatskerfi hjá Reykjavíkurborg. l' kjarasamning- um borgarinnar við Kjarafélag Tæknifræðingafélags íslands (KTFÍ) Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar, Eflingu - stéttarfélag sem gerðir voru árið 2001, var samið um að taka upp nýtt starfs- matskerfi og leiðrétta laun í áföngum á samningstímabilinu. Jóhannes Benediktsson er fulltrúi KTFÍ í Starfsmatsnefnd sem hefur stýrt þessari vinnu. Jóhannes hefur mikla reynslu í kjaramál- um og hefur verið í samninganefndum KTFÍ gagnvart Reykjavíkurborg og ríkinu frá árinu 1988. Starfsmatskerfið hjá Reykjavfkurborg nefn- ist SAMSTAKF og er byggt á bresku kerfi, „Single Status Job Evaluation". Starfsmats- nefndin er þessar vikurnar að kynna niður- stöður starfsmatsins. A kynningarfundun- um hefur komið fram að ekki eru allir sáttir við sitt. „En það er rétt að taka það fram, og kom mér ánægjulega á óvart, að það heyr- ast fáar óánægjuraddir um framkvæmd á viðtölunum sjálfum eða starfayfirlitið sem birtist út frá þeim," segir Jóhannes. Jóhannes segir að í kjarasamningunum 2001 hafi verið sett það langtímamarkmið að greiða sömu laun fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf. Til að ná þessu markmiði var ákveðið að innleiða eitt samræmt starfsmats- kerfi, hafa eina launatöflu og leiðrétta launa- mun í áföngum á grundvelli starfsmats. Þetta hefur krafist mikillar vinnu. Þrír starfsmenn hafa sinnt þessu verkefni í fullu starfi auk Starfsmatsnefndarinnar, sem áður var nefnd. í henni eiga sæti þrír fulltrúar frá borginni og stéttarfélögin þrjú eiga hvert sinn fulltrúa. Haldnir hafa verið yfir 100 fundir í nefndinni á síðastliðnum tveimur árum. „Við mátum það svo að það væri rétt fyrir tæknifræðinga að vera með í starfsmatskerf- inu enda er það mín reynsla að það er auð- veldast að sækja kjarabætur í gegnum breytingar sem þessar. Nýja launakerfið byggir á starfslaunum samkvæmt starfsmati auk hæfnislauna allt að 4 launaflokkar vegna símenntunar, auk hæfnislauna samkvæmt mati forstöðumanns 1-4 flokkar. Hæfnislaun vegna símenntunar komu til framkvæmda í febrúar s.l. Röðun forstöðu- manna kemur væntanlega til framkvæmda í byrjun árs 2005. Starfsmatið nær til 26 tæknifræðinga í sex mismunandi störfum. Þrjú starfsheiti tæknifræðinga fengu leið- réttingu í starfsmati. Ég tei að við megum vel við una hvernig við komum út úr starfs- matinu. Það sýndi sig að laun okkar eru á réttu róli miðað við aðra en það er einnig mikilvægt að sjá hvernig við stöndum gagn- vart öðrum hópum", segir Jóhannes. Viðtöl í u.þ.b. 2400 kiukkustundir Starfsmatið tekur til um 4500 starfs- manna sem sinna um 400 mismunandi störfum. Sem fyrr segir hefur innleiðing kerfisins krafist mikillar vinnu. Sem dæmi má nefna að tekin voru um 800 starfs- matsviðtöl sem að meðaltali tóku þrjár klukkustundir, samtals um 2400 klukku- stundir, eða 300 vinnudaga! Úrvinnsla fór fram síðastliðinn vetur og sumar. Þess má geta að þrettán tæknifræðingar fóru í viðtal. I viðtöiunum svöruðu starfsmenn um 70 - 90 spumingum af þeim 700 sem em i kerf- inu. Þrettán þættir vom metnir og var hverj- um þeirra skipt niður í fimm til átta þrep. Þrepin aðgreina mismunandi kröfur sem gerðar em í starfi á tilteknum þætti. Hvert þrep gefur tiltekinn stigafjölda og samanlögð stig allra þátta mynda heildarstigafjölda starfsins. Niðurstöður úr viðtölum ásamt rök- studdum tillögum um mat vom lagðar fyrir Starfsmatsnefndina sem fór yfir mat á öllum störfum og röðun þeirra til starfslauna. Fundin var leitnilína milli launaflokka og matsstiga. Samhliða þeirri línu var dregin samsíða lína, svokölluð tekjulína, sem svar- aði til fjárheimilda. Störfum sem lentu undir tekjulínunni var endurraðað að þeirri línu, þ.e. laun þeirra eru hækkuð, en alls hækkaði tæplega helmingur allra starfs- manna um einn launflokk eða meira. Þó nýtt launakerfi sé orðið að veruleika þá er vinnunni ekki lokið. Sem fyrr segir þarf að kynna kerfið, en einnig á eftir að hnýta lausa enda og ljúka launaleiðrétting- um. Starfsreglur vegna endurmats og afrýj- unaleiðir sem taka eiga gildi 1. febrúar 2005 hafa einnig verið birtar. Starfsmat og núvarandi grunnlaunaflokkar | » flrunmwflokkur ■ l»k|ul -fritrnUna (grlll) Jóhannes segir að vinnan í Starfsmats- nefndinni hafi verið mjög gefandi og fróðleg. Margt hafi komið á óvart eins og til dæmis það að konur eru yfir 85% starfsmanna borgarinnar. - Nokkuð sem hann og sjálfsagt margir fleiri hafa ekki gert sér grein fyrir. Óli Jón Hertervig tæknifræðingur hefur verið fulltrui KTFÍ í þessari vinnu auk Jóhannesar. Upplýsingar um niðurstöður starfsmatsins eru á vef samningsaðila (www.rvk.is) Þar eru m.a. listar með starfsheitum, ístarf- flokkun og heildarstig allra starfa sem voru metin samkvæmt starfsmatskerfinu.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.