Verktækni - 01.09.2004, Page 8
08 / NORRÆNT SAMSTARF
NIL 41 í Kaupmannahöfn
Fundur um kjaramál verkfræðinga og tæknifræðinga á Norðurlöndum, NIL 41 (Nordiska Ingenjörslönemötet) var haldinn
í Kaupmannahöfn dagana 1. og 2. nóvember 2004. Fyrir SV sátu fundinn Hulda Guðmundsdóttir formaður félagsins
og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri. Á fundinn mæta fulltrúar allra verkfræðingafélaganna á Norðurlöndunum.
Að þessu sinni sóttu einnig fundinn fulltrúar félaga tæknifræðinga en ákveðið hefur verið að svo verði einnig í framtíðinni.
Af hálfu KTFÍ sóttu fundinn að þessu sinni Bjarni Bentsson, formaður og Jón ísaksson Guðmann varaformaður.
Á NIL fundi mæta þeir starfsmenn norrænu félaganna sem hafa með samningamál og kjaramál að gera.
Félögin sem áttu fulltrúa á fundinum voru:
IDA Danmörk verk- og tæknifr.
CF Svíþjóð verkfræðingar
TEKNA Noregur verkfræðingar
NITO Noregur tæknifræðingar
TEK Finnland verkfræðingar
DIFF Finnland tæknifræðingar
SV Island verkfræðingar
KTFÍ fsland tæknifræðingar
Efst á baugi
Danmörk
IDA er ekki með kjarasamning við dönsku
vinnuveitendasamtökin. Félagið hefur gert
kjarasamning við 21 fyrirtæki. í opinbera
geiranum gerir félagið almennt kjara-
samninga.
í gangi en þar eru samningar lausir á
næsta ári. Danska ríkisstjórnin hefur gert
breytingar á sveitarstjórnarstiginu þar sem
sveitarfélögum er fækkað og verkefni eru
færð til. IDA hefur tekið í notkun nýja
heimasíðu. Nýnemum í verkfræði fækkar
og er það mikið áhyggjuefni.
Finnland
I Finnlandi má sjá hægan efnahagsbata.
Kaupmáttaraukning hefur verið nokkur m.a.
vegna skattalækkana. Atvinnuleysi í Finn-
landi var 9% árið 2003 en hefur minnkað
nokkuð og var 7,2% í september 2004. Með-
al verkfræðinga og tæknifræðinga er at-
vinnuleysið tæplega 5% og vex hraðast
meðal þeirra sem eru eldri en 55 ára.
Samningar eru almennt lausir í byrjun
ársins 2005. Breytingar hafa verið gerðar á
orlofslögum þess efnis að launþegum er
frjálst að selja fimmtu orlofsvikuna gegn
launum.
Svíþjóö
Samningar eru í höfn á almenna markaðn-
um og gilda þeir til vorsins 2007. Nýnem-
um í verkfræði hefur fækkað mikið og því
eru þeir verkfræðingar sem starfa við
rannsóknir og kennslu í erfiðri stöðu að
sækja launahækkanir. Nokkur reynsla er
komin á svo kallaða afkomutryggingu sem
er eins konar viðbót við atvinnuleysisbæt-
ur. Tryggingin er talin hafa gefist vel.
Sænska tæknifræðingafélagið 0ngenjörs-
förbundet) sem er með 14.000 félagsmenn
hefur gert samstarfssamning við CF og til
greina kemur að félögin sameinist. At-
vinnuleysi meðal verkfræðinga í CF hefur
aldrei verið meira og mælist nú 3,3%. Það
fer hins vegar minnkandi. Meðal nýútskrif-
aðra verkfræðinga hefur atvinnuleysi verið
14% og 31% þeirra sem útskrifast og eru
með vinnu, starfa við annað en fagið.
Stækkun ESB og afleiðingar
þess á vinnumarkaðinn
IDA tókst í samningi viðTDC -TeleDan-
mark að auka rétt foreldra til fjarveru frá
vinnu vegna veikinda barna. IDA vonast til
að þetta samkomulag verði til þess að
önnur fýrirtæki verði viljugri að semja um
aukinn rétt foreldra til að vera hjá veikum
börnum. I opinbera geiranum eru viðræður
Noregur
Almennt gilda kjarasamningar í opinbera
geiranum til ársins 2006 en á almennum
markaði eru kjaraviðræður í gangi. Norska
ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt lagafrum-
varp um atvinnulífið. Stéttarfélög eru með
frumvarpið til umsagnar.
IDA gerði árið 2003 könnun á hugsanleg-
um áhrifum stækkunar Evrópusambands-
ins til austurs, á vinnumarkaðinn. Könn-
unin fólst í því m.a. að safna upplýsingum
í ESB löndum, skoðun á tuttugu dönskum
fyrirtækjum, greiningu á stefnu m.a. Þýska-
lands, Kanada og Bandaríkjanna á inn-