Verktækni - 01.09.2004, Síða 13

Verktækni - 01.09.2004, Síða 13
VERKTÆKNI /13 Sólveig Þorvaldsdóttir sagði frá dvöl sinni á Haíti. Rainrace - Ráðgjöf á sviði aimannavarna- og einkavarnamáia Sólveig Þorvaldsdóttir hætti störfum sem framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins fyrir rúmu ári síðan. í framhaldi af því stofnaði hún fyrirtækið Rainrace sem veitir ráðgjöf á sviði almannavarna-og einka- varnamála hér heima og erlendis. Auk þess að sinna verkefnum sjálf hefur hún umsjón með samstarfi átta ráðgjafa. Hver þeirra býr yfir sérþekkingu en þeir eiga það sameig- inlegt að vinna að verkefnum sem tengjast slysum og áföllum, stórum sem smáum. Hópurinn vinnur undir samstarfsheitinu: Rainrace Network. Stór markhópur Verkefni Rainrace eru ráðgjöf, rannsóknir og kennsla varðandi hvers konar neyðar- og björgunarmál. Markhópurinn er stór: fyrirtæki og heimili, almannavarnir, stjórnvöld, ríkisstofnanir, alþjóðastofnanir og björgunaraðilar; í raun allir sem þurfa að undirbúa sig að bregðast við neyðar- ástandi. Sólveig segist með þessu móti nýta þekkingu sína og reynslu á sviði verkfræði, áhættugreiningar, almannavarna, björgun- arstarfa og alþjóðlegrar neyðarþjónustu. „Helstu verkefni Rainrace hingað til hafa verið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, rannsókn- arverkefni fyrir ESB, þjálfun á sænsku alþjóðarústabjörgunarsveitinni, auk ann- arra smærri verkefna. Ég kenni líka rústa- björgun fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi, en fæ engin laun fyrir það. - Svona er sjálf- boðaliðagenið sterkt í manni!" Rainracé % Neyðarstjórnun fyrirtækja Rainrace veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi það hvernig bregðast skal við áföllum, þ.e. neyðarstjórnun. Sólveig segir slíkt ástand geta skapast af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna náttúaihamfara. Áhrifin á fyrirtækið geta verið bein eða óbein, til dæmis á starfsfólk, skrifstofur, flutningsleiðir, við- skiptaaðila og byrgja. „Neyðarstjórnun nær einnig til ástands sem skapast þegar stór- slys henda fyrirtæki, stórbruni, óeirðir verða, hryðjuverk eða annað sem tmflar verulega starfsemi fyrirtækisins. Ekki þarf alltaf stóra atburði til þess að valda truflun hjá fyrir- tækjum. Ráðgjöfin felst í að fara yfir með starfsliðinu hvað gæti gerst og hvernig væri réttast að bregðast við. Til dærnis hefur verið mikið verið unnið í hafnarvernd hér á landi, hvernig fyrirbyggja megi sprengjuárás í höfnum. Segja má að Rainrace vinni með fyrirtækjum að svara spurningunni: Hvað ef sprengjan springur? Viðbrögð við áfalli em alltaf byggð á sama gmnni, hvort sem það em almannavarnir að störfum, fyrirtæki að bregðast við áföllum eða heimili. Viðbrögð- in byggja á rnjög einföldum lykilatriðum, enda verða þau að vera einföld til að koma að gagni þegar mikið liggur við," segir Sól- veig. Sólveig segir nokkrar ástæður vera fyrir því að fyrirtæki eigi að gera ráðstafanir til að bregðast við áföllum. Þar séu í húfi aug- ljósir hagsmunir, eins og eigenda og starfs- fólks, en þetta varði líka samfélagið í heild. „Ef þjóðfélagið verður fyrir áfalli, tökum sem dæmi öflugt Kötlugos, þá er ekki nóg að almannavarnir hafi undirbúið sig. Áhrif- in á samfélagið koma til með að vera með ýmsum hætti og við getum öll haft áhrif á afleiðingarnar." Veffang: www.rainrace.com stjömbúnað fyrir hitakerfi frá virkjun til heimilis Danfoss er leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 www.danfoss.is

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.