Sjómaðurinn - 01.03.1939, Qupperneq 43

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Qupperneq 43
SJÓMAÐURINN 35 alla farmenn til þess að fylgjast vel með afdrif- um þessa máls, og gera sitt lil að réttur þeirra samkv. eldri lögum verði cigi rýrður. Vélstjórafélag íslands 30 ára. 20. febrúar varð Vélstjórafélag Islands 30 ára. Óskar Stýrimannafélag Islands vélstjóratséttinni til hamingju með afmælið. XJtsvar og tekiuskattur. Ef rnenn lelja sig hafa of báll útsvar og tekju- skall, þá skal slila fyrstu kæru til niðurjöfn- unarnefndar, út af útsvari, og skattstjóra út af tekjuskati. Telji hlutaðeigandi sig ekki hafa fengið leiðréttingu mála sinna, getur hann kært hvorltveggja lil yfirskatlanefndar og siðan á- fram lil ríkisskattanefndar, ef nauðsynlegt er. Það cr ekki hægt að kæra lil yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar, nema að áður liafi verið kært til niðurjöfnunarnefndar og skattstjóra. Kærur, sem koma eflir að kærufrestur er úl- runninn, eru ekki teknár lil greina. Hægl er að fela öðrum að kæra fyrir sig yfir útsvari og skatti. J. Lauritsen er eins og kunnugt er eitl af kunnustu útgerð arfélögum í Danmörku. Það vekur þvi alltaf mikla athygli, þegar þetta félag hyggir sér ný skip. Nýlega hefir félagið fcngið 2 ný skip, ann- að 4500 tonn að stærð og hitl 3200 tonn. Hafa þessi skip verið smíðuð með það fyrir augum, að húa sem allra hezl í haginn fyrir skipshafn- irnar, cn á þetla liefir félagið alltaf lagt rika á- Iierslu. Allir svefnstaðir og borðsalir eru fyrsta flokks, en auk ]>ess liafa verið settir í hvort skip lestrar- oð setusalir (,,Opholdsmeser“) fyrir yfir- menn og undirmenn. Allur úthúnaður skipanna er og að öðru leyti fyrsta flokks svo að annað eins þekkist varla. „Queen Elisabeth“, slærsla skip heimsins, hljóp af stokkunum 27. septemher s.l. Það var hyggt í skipasmíðastöð John Brovvn & Co. i Clyde Bank. „Queen Elisa- heth“ er systurskip „Queen Mary“, en er 4000 hr. tonnum stærra; það er 85.000 hr. tonn. Á því eru aðeins 2 reykháfar, en 3 á „Queen Mary“. Hver liinna 4 skrúl’a skipsins vegur 32 tonn; eimpipurnar eru yfir 3000 fet að lengd. Orkuver skipsins framleiðir raforku, sem er nægileg til Ijósa fvrir borg með 200 þús. ihúum; í skipinu eru 30 þúsund lampar. Farþegaþilfarið er 724 fet á lengd og 118 fel á breidd. Á skipinu eru 14 þilför. FBEISTINGIN. Skipið átli eftir að liggja nokkra daga við hryggjuna. Fyrsta kvöldið kom kvenmaður um horð. Stýrimaðurinn stöðvaði h'ana, en þar sem liún sagðist vera systir N. N„ er hyggi aftur í, fékk hún að halda áfram. Ilún kom um borð á hverju kvöldi, og stýrimaðurinn fór nú að veita henni athygli. Eitt kvöldið, er liún kom, stóð liann við landganginn. Hann heilsar kurteis- lega og segir: — í hvert skifti sem ég sé yður, þá hugsa ég: „eigi leið þú oss i freistni“. Hún hrosir yndislega og svarar: — I hvert skifti, er ég sé yður, þá liugsa ég: „heldur frelsa oss frá illu“. Eill af varðskipunum okkar hafði lekið tog- ara að veiðum i landhelgi. Skipherrann kallar: — What nam'e of the sliip? — Helvetia, var svarað. — Ja, hver fj....... er þá ekki sá gamli sjálf- ur að veiðum í landhelgi, sagði skipherrann og sigldi í hurtu. „Losun og lestun“ heitir ný hók eftir B. Winllier, sem nýlega er komin út i Danmörku. Er hún samin fyrir stýri- menn og fjallar um ýmsa gagnlega hluti við vinnu þeirra við losun og lestun. Höfundurinn er sjálfur stýrimaður og hlýtur hók hans ágæt- an dóm í „Medlemshlad for Dan.sk Styrmandsfor- ening“. — Bókin er 387 síður og kostar 10 kr. hefl og 12 kr. innbundin. Skipstjóri á strandferðaskipi liafði nýlega fengið nýjan viðvaning um horð, er ekki var álitið, að sligi í vitið. Eitt skifti, er viðvaningurinn var við stýrið, spyr skipstjórinn, er þektur var fyrir að hafa gaman af að skemta sér á kcstnað skipshafn- arinnar, hvort hann hafi séð hvalinn leika sér við skipsdrauginn? Nei, svaraði viðvaningurinn, en ég hefi séð skipstjórann leika sér við skipsjómfrúna.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.